Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 28
Velkomin á Krókinn Unglingalandsmótið fer fram á Sauðárkróki. Þar eru allar aðstæður eins og best verður á kosið; nýr glæsilegur íþrót- taleikvangur verður tekin í notkun í sumar, stórt og gott íþróttahús og svo ágætis sundlaug. Öll þessi mannvirki eru nánast á sama stað, íþróttaleikvangurinn í hjarta bæjarins og sundlaugin og íþróttahúsið við sitt hvorn enda hans. Golfvöllurinn er einnig í göngufæri við aðalsvæðið sem og önnur svæði sem verða notuð. Tjaldsvæðið verður á Nöfunum vestan og ofan við íþrót- taleikvanginn og frá tjaldsvæðinu er aðeins nokkurra mínútna gangur á keppnisstaði, allt er þetta í einum hnapp. Íþróttakeppni Íþróttakeppni á unglingalandsmótinu verður að sjálfsögðu í fyrsta sæti. Keppt verður í átta íþrót- tagreinum en þær eru: frjálsar íþróttir, knattspyrna, körfubolti, sund, golf, glíma, skák og hes- taíþróttir. Keppni hefst á föstudegi og henni lýkur á sunnudegi. Einstaka greinar munu líkast til hefjast á föstudagsmorgni en stefnt er að því að íþróttakeppni ljúki um kl. 15 á daginn og þá taki „öðruvísi“ greinar við. Nýjar greinar / smiðjur Páll segir að töluverð áhersla verði lögð á kynningu nýrra greina á unglingalandsmótinu og þátt- takendur geta prófað öðruvísi greinar og tekist á við ný verkefni. Einnig verða margskonar smiðjur í gangi þar sem frábærir leiðbeinendur munu vinna með þátttakendum. Þessar greinar verða víðsvegar um bæinn og öllum heimil þátttaka. Afþreying „Að sjálfsögðu verður fjölbreytt afþreying alla dagana á mótssvæðinu, settur verður upp leiktækja- garður og ýmsar þrautir sem hægt verður að glíma við. Metnaðarfullar kvöldvökur verða þar sem fjöldi frábærra listamanna mun koma fram og má m.a. nefna: Írafár, Quarashi, Mammút, sigur- vegara Músíktilrauna 2004 o.fl. o.fl.,“ segir formaður unglingalandsmótsnefndar. Þjónusta Á Sauðárkróki verða verslanir opnar og veitingastaðir að sjálfsögðu þessa helgi. Fjölbreyttir mat- seðlar eru á veitingastöðunum þannig að allir eiga að geta fundið sér eitthvað við hæfi, allt frá salati, hamborgurum og pitsum til dýrindis steika. Verslanir á Króknum hafa upp á að bjóða allt það sem gestir þarfnast, hvort svo sem það eru matvörur og eitthvað á grillið eða fatnaður eða álíka. Íþrótta- og fjölskylduhátíð Páll Kolbeinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar, segir að unglingalandsmótin séu fjölskyl- duhátíð þar sem íþróttir og unglingar eru í fyrirrúmi. „Lögð er áhersla á að öll fjölskyldan komi saman og eigi góðar minningar frá Sauðárkróki. Það þarf að sjálfsögðu ekki að geta þess að unglingalandsmótin eru vímuefnalaus hátíð enda eiga vímuefni hverskonar enga samleið með þessari hátíð. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik,“ segir Páll Kolbeinsson. Það sem í boði verður: 1. Akrobatic 2. Capoeira 3. Fitness – þrautabraut 4. Freestyle-smiðja 5. Hacky sack 6. Judo 7. Klifurveggur 8. Körfubolta hipp hopp 9. Slagverkssmiðja 10. Strandblak Við setningu Unglinglandsmóts ganga á annað þúsund keppendur, fylgtu liði inn á íþróttaleikvanginn undir merkjum sinna félaga. Myndin er tekin við setningu Unglingalandsmóts á Ísafirði í fyrra þar sem gestir mótsins voru um 7000 talsins. Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi knattspyrnukappi og landsliðsfyrirliði, óskasonur Skagafjarðar og Sauðárkróks, var kyndilberi við setningu 24. landsmóts UMFÍ á dögunum. Eyjólfi var vel fagnað þegar hann hljóp einn hring um völlinn áður en hann tendraði landsmótseldinn. Eyjólfur verður einnig á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.