Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 34
10 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Þjóðhátíð Vestmannaeyinga sem haldin er í Herjólfsdal er vafalaust ein af vinsælustu og mest sóttu há- tíðum verslunarmannahelgarinnar. Hátíðin á sér einnig skemmtilega sögu og er arfur frá þjóðhátíðinni 1874. Þá héldu landsmenn hátíð í til- efni þúsund ára afmæli þjóðarinnar á Þingvöllum en Eyjamenn komust því miður ekki upp á fastalandið vegna veðurs. Eyjamenn brugðu því á það góða ráð að halda sína eig- in þjóðhátíð og sköpuðu þannig hefð sem myndi lifa vel og lengi. Árið 1901 var þjóðhátíð í Eyjum haldin aftur og eftir það næstum því á hverju ári, jafnvel eftir eldgosið árið 1973. Margar hefðir hafa myndast innan hátíðarinnar og voru íþróttir í fyrstu mjög áberandi. Bjargsig hef- ur nú verið sýnt á hverri þjóðhátíð í rúm sjötíu árþ Söngur er mikilvæg- ur hluti af þjóðhátíð í Eyjum og er brekkusöngurinn líklegast fræg- asta athöfnin á hátíðinni. Oft er erfitt að komast til Vest- mannaeyja vegna veðurs en það hefur aldrei stöðvað fólk í að skemmta sér. Á endanum komast flestir á áfangastað og skemmta sér konunglega, hvort sem þeir eru inn- fæddir eða af fasta landinu. ■ Hver er útilegupersónuleikinn minn? Það er ekki nóg að eiga fullt af mat, gott tjald og stað til þess að fara á þegar kemur að verslunarmannahelginni. Þú þarft líka að vera svolítið töff og fylgja þinni sannfæringu. Reyndu að komast að þínum innri manni og klæddu þig eftir því. Óskynsama týpan velur sér ódýrustu föt sem mögulegt er. Kaupir sér þunnan poncho og einhverja sniðuga húfu og klæðir sig svo í einhver rosaleg stígvél. Svo toppar hún óskynsemina í sjálfri sér með því að klæðast gallabuxum. Við vitum nú öll hve þægilegar þær eru þegar rignir. Og ef að þetta var ekki nóg þá hefur hún aldrei neitt nesti með sér í útileguna heldur sníkir bara af öðrum. Klöppum fyrir ungfrú óskynsemi! Uppáhaldsútilegulag: Mér finnst rigningin góð. Veiðimaðurinn er alltaf viðbúinn og man ennþá skátataktana síðan í gamla daga. Hann er kappklæddur í feluliti svo hann geti örugglega falið sig fyrir óvæntum gestum eða grimmum villi- dýrum í íslenskri náttúru. Sjóhattinn ber hann síðan til að toppa nostalgíuna og man ennþá þegar hann dró tíu punda laxinn upp á land í Elliðaárdalnum. Uppáhaldsútilegulag: Er það minn eða þinn sjóhattur. Ósamstæðu gellunni er alveg sama hvað öðrum finnst. Hún tínir bara til góð og hlý föt heiman frá sér og reynir ekki að fylgja nýjustu tískustraumum. Hún er í útilegu til að kynnast landi og þjóð en ekki til að ganga í augun á ein- hverjum blindfullum útihátíðarfolum enda hatar hún útihátíðir. Hún kann gítargripin utan að og varðeldar eru hennar ær og kýr. Uppáhaldsútilegulag: María, María. Sæta, fína tískustelpan er alltaf í nýjustu útilegutískunni. Hún hættir sér þó ekki á útihátíð þar sem hún er svo- lítið hrædd við fullt fólk og flugelda og vill frekar ganga um „skóga“ Íslands í leit að draumaprinsinum á hvíta hestin- um. Hún þarf að vera í öllu samstæðu og er meira að segja að hugsa um að ráða stílista til starfa. Allt fer henni vel, meira að segja norsku ullarnærfötin og hún er með alltof góðan tónlistarsmekk til að fara í útilegu. Þessi stúlka sefur sko aldrei í tjaldi enda fer hún aldrei að sofa í eilífri göngu sinni um „skóginn“ þar sem draumaprinsinn kemur ei. Uppáhaldsútilegulag: Svarthvíta hetjan mín. Náttúruskoðunartýpan er alltaf hress og með öll fuglahljóðin á hreinu. Hún gengur um holt og hæðir og tístar og kvakar af tærri list. Hún fer alltaf ein í útilegur og sefur helst undir berum himni. Hún vill vera ein með náttúrunni og hefur oftar en ekki reynt að fljúga af misháum klettum með misgóðum ár- angri. Hún er alltaf voðalega vel klædd og yfirleitt með bros á vör og sól í hjarta. Þegar hún fer út í náttúruna hegðar hún sér eins og fugl, borðar eins og fugl og tístir eins og fugl. Ef þið mætið henni ekki vera hrædd – hún bítur ekki. Uppáhaldsútilegulag: Fiðrildi og flugur. Öll útilegufötin voru fengin í versluninni Ellingsen, Grandagarði 2, en þar er gífur- legt úrval af alls kyns útivistarfatnaði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Þjóðhátíðarlög síðustu tíu ára 1994 - Alltaf á Heimaey Flytjandi Hálft í hvoru 1995 - Þúsund eldar 1996 - Sumarnótt Flytjandi Greifarnir 1997 - Þú veist hvað ég meina mær Flytjandi Skítamórall 1998 - Við erum öll á þjóðhátíð 1999 - Í dalnum Flytjandi Hreimur og Lundakvartettinn 2000 - Í Vestmannaeyjum 2001 - Lífið er yndislegt 2002 - Vinátta 2003 - Draumur um þjóðhátíð 2004 - Í Herjólfsdal Söngur, sprang og s Verslunarmanna- helgin 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.