Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 35
Þótt fjöldinn sé mikill sem stefnir á útihátíðir um þessa helgi þá eru þeir líka margir sem fara bara til að tjalda ein- hvers staðar og njóta útivistar, í ró og næði eða í fjörugum hópi vina og vandamanna. Ein þeirra er Guðbjörg Ágústsdóttir skóla- liði sem eins og endranær stefnir með fellihýsið út á þjóð- veginn, ásamt fjölskyldu sinni í leit að viðkunnanlegum áfanga- stað. Hún þekkir þá marga. „Við sækjumst ekki eftir þessum stóru samkomum en okkur og vinafólkinu finnst gott að halda hópinn og til dæmis sonur minn 18 ára kýs það frekar en fara á opinbera útihátíð. Það er gott að tjalda til dæmis að Hamragörð- um í grennd við Seljalandsfoss. Þar er hægt að vera mörg saman, fara í dagsferð upp í Þórsmörk og skoða sig um og okkur hefur líka líkað vel að vera á tjaldstæðinu rétt innan við Laugarvatn þar sem prent- arabústaðirnir eru. Við höfum verið í góðu yfirlæti á Flúðum og Hraunborgir eru einnig skemmtilegur útilegustaður í Grímsnesinu, ekki langt frá Borg. Þar er hægt að fara í golf og sund og leiktæki eru fyrir börnin.“ gun@frettabladid.is Á viðkunnanlegum tjaldstæðum 11MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004 Útihátíðargúrúinn lætur sko veðrið ekkert á sig fá. Hann klæðir sig í skot- heldar sjóarabuxur og massífa flíspeysu en er samt alltaf töff. Gúrúinn er alltaf í stíl án þess að fólk taki sérstaklega eftir því og lifir fyrir stundina. Gúrúinn kaup- ir sér ódýrasta tjald sem mögulegt er þar sem hann er í nógu góðum fötum til að sofa hvar sem er. Gúrúinn man ennþá eftir því þegar hann klifraði upp á sviðið í Vestmannaeyjum og fékk þar af leiðandi stöðu sem rótari Land og sona. Uppáhaldsútilegulag: Lífið er yndislegt. Í dalnum Lag og texti: Helgi Jónsson Heimaklettur heilsar hress að vanda, Herjólfsdalur býður góðan dag. Gleði ríki milli álfa og anda er manna á meðal raula lítið lag. Er kvölda tekur færast yfir mannskapinn Undurfagrir straumar, ljúfur blær. Ástin kviknar, ljósadýrð um himininn kveikt í hjörtum okkar alltaf fær. Brekkusöngur, bálkösturinn, allt á sínum stað. Blíðar meyjar, vaskir sveinar saman fylgjast að. Rómantík í rökkurhúmi varir ár og síð þegar rjóðir vangar bera við frá bjarma á Þjóðhátíð Morgunroðinn mókir yfir dalnum meðan yfir tjöldin færist ró. Ævintýr í Heimaeyjarsalnum byrja síðan seinna um þessa nótt. tórviðri Verslunarmanna- helgin 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.