Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2004 21 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Íslenska kvennalandsliðið íkörfuknattleik vann stórsigur á því skoska, 85-44, í fyrsta leik liðsins á Promotion Cup sem fram fer í And- orra. Signý Her- mannsdóttir úr ÍS átti frábæran leik, skoraði 20 stig og gaf 6 stoðsendingar, Anna María S v e i n s d ó t t i r skoraði 13 stig og tók 12 fráköst, Birna Val- garðsdóttir skoraði 12 stig og Hild- ur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og tók 6 fráköst. Íslenska liðið mætir Andorra í dag. Franski landsliðsmaðurinn LilianThuram hefur ákveðið að hætta að spila með franska landsliðinu eftir að hafa spilað 103 landsleiki með liðinu. Thuram sagði í samtali við franska blaðið l’Equipe að nýir leikmenn ættu að taka við í undirbúningnum fyrir næstu heimsmeistarakeppni. Svo gæti farið að Zinedine Zidane, markvörðurinn Fabien Barthez og Bixante Lizarazu fylgi fordæmi Thurams og hætti líka með franska landsliðinu. Liverpool vann stórsigur, 5-1, áskoska liðinu Celtic í Champions World-mótinu í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Norðmað- urinn John Arne Riise kom Liverpool yfir með glæsilegu mark úr auka- spyrnu og Michael Owen bætti öðru marki við í fyrri hálfleik. Frakkinn Djibril Cisse skoraði síðan tvívegis í síðari hálfleik og svissneski varnar- maðurinn Stephane Henchoz skor- aði eitt áður en Craig Beattie, sem skoraði bæði mörk Celtic gegn Chelsea, lagaði stöðuna fyrir Celtic. Ítalski ökuþórinn GiancarloFisichella mun væntanlega aka fyr- ir Renault-liðið í Formúlu 1 kapp- akstrinum á næsta tímabili. Fisichella, sem hefur ekið fyrir Sauber undanfarin ár, hafnaði tilboði frá Williams, til að til að taka við af landa sínum, Jarno Trulli, sem mun aka við hlið Þjóðverjans Ralf Schumachers hjá Toyota á næsta tímabili. Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea erá góðri leið með að tryggja sér portú- galska varnarmann- inn Ricardo Carval- ho frá Porto fyrir 17 milljónir punda. Carvalho, sem þyk- ir vera einn besti varnarmaður Evr- ópu um þessar mundir, hefur einnig verið ofarlega á óskalistanum hjá Real Madrid en svo virðist sem Jose Mour- inho, knattspyrnustjóri Chelsea og fyrrum þjálfari Porto, hafi haft betur í baráttunni um þennan sterka varnar- mann. Carmelo Anthony, leikmaður Den-ver Nuggets og bandaríska ólymp- íulandsliðsins í körfubolta, hefur lofað að koma heim með gullið frá ólympíu- leikunum í Aþenu sem hefjast í næsta mánuði. Anthony færði bestu körfu- b o l t a þ j ó ð u m heims, Argentínu, Litháen og Serbíu/Svart- fjallalandi, þessi skilaboð í spjallþætti Davids Letterman í vikunni og sagði að aðrar þjóðir ættu ekki möguleika í hann og félaga hans. *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú 256 MB minniskort með fyrir aðeins 2.995,- Venjulegt verð er 11.995,- Þú sparar 9.000,- DSC-P73/S 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.799 krónur í 12 mánuði* eða 45.588 krónur DSC-W12 5.1 milljón pixlar - effective Super HAD CCD 2.5" litaskjár (123K upplausn) Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja 4.799 krónur í 12 mánuði* eða 57.588 krónur Opið alla helgina Í fyrra nam aukningin á stafrænum myndavélum um 71% milli ára. Af einstökum framleiðendum er Sony með mestu markaðshlutdeildina.** **Samkvæmt úttekt greiningarfyrirtækisins IDC -fást í Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.