Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING AUSTANLANDS í dag og skúrir víða annars staðar. Hlýtt í veðri. Sjá bls. 6. 3. ágúst 2004 – 208. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Lét lúta eikarparketið Pétur Gautur: ● í sporthúsinu Endurvekur stemningu 9. áratugarins Dan Hogan: ▲ SÍÐA 28 BJÖRGUNARAFREK VIÐ VÍK Tveir ungir menn unnu sannkallað björgunar- afrek, þegar þeir björguðu þýskum ferða- manni úr ólgandi brimi við Vík í Mýrdal. Maðurinn var aðframkominn og kaldur þegar þeir náðu honum á land. Sjá síðu 2 FLEYGÐI LÍKINU OG FÓR Í BÚÐIR Hákon Eydal segist hafa varpað líki Sri Rahmawati í fjöruna en síðan hafi hann far- ið í stórmarkað í Reykjavík og keypt sér föt. Eftirlíkingu af pokanum sem Hákon kom líkinu fyrir í var varpað á sama stað og fylgst verður með hreyfingum pokans. Sjá síðu 4 MEÐ 170 KANNABISPLÖNTUR Maður sem leitað var að vegna skotárásar í Reykhólasveit var handtekinn við annan mann fyrir varðveislu á annað hundrað kannabisplöntum. Maðurinn hafði skotið á íbúðarhús þar sem fólk svaf. Sjá síðu 8 ÞAKKAÐI STUÐNING Innsetningar- athöfn forseta Íslands fór fram á sunnudag við hátíðlega athöfn í dómkirkju og alþing- ishúsi í viðurvist fjölda gesta. Í ávarpi sínu þakkaði forsetinn stuðning fólks um landið allt. Sjá síðu 10 36%50% ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 VERSLUNARMANNAHELGIN Kona er í öndunarvél og karlmaður á gjör- gæslu eftir alvarlegt umferðar- slys sem varð á Suðurlandsvegi rétt fyrir fjögur í gærdag. Um- ferðin gekk að öðru leyti vel og urðu ekki önnur alvarleg slys en lögreglan um allt land hélt uppi öflugri gæslu. Í umdæmi lögregl- unnar í Borgarnesi voru 130 öku- menn teknir fyrir of hraðan akst- ur um helgina. Ein nauðgun var kærð á Akur- eyri og tæplega eitt hundrað fíkni- efnamál komu upp á Akureyri og Vestamannaeyjum. Málin voru 46 á Akureyri og einu færra í Eyjum. Fjölmennasta hátíðin var á Akur- eyri þar sem sextán þúsund gestir sóttu bæinn heim á hátíðina Ein með öllu um helgina. Í Vestmannaeyjum voru gestir hátt í tíunda þúsund og segja van- ir þjóðhátíðargestir að aldrei hafi jafnmargir safnast í brekkuna fyrir framan aðalsviðið á laugar- dagskvöldi eins og nú þegar Egó, hljómsveit með Bubba Morthens í fararbroddi, kom saman eftir ára- tuga hvíld. Straumurinn lá norður heiðar þar sem hátíðarnar voru fjöl- mennastar og voru um tíu þúsund manns saman komnir á Landsmóti ungmenna á Sauðárkróki og á fjórða þúsund manns á Siglufirði. ■ VIÐ RAUÐHÓLA Á TÍUNDA TÍMANUM Í GÆRKVÖLD 8.854 bílar fóru um Kjalarnes frá miðnætti og til klukkan tíu í gærkvöld og 7.213 um Hellisheiði. Þá fóru 1.415 um Þrengsli og flestir þeirra vegna bílslyss sem lokaði umferð um Suðurlandsveg í tvær klukkustundir. Tæplega eitt hundrað fíkniefnamál og ein nauðgun: Alvarlegt umferðarslys skyggði á góða helgi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Þeir hittast á Íslandi 6. ágúst ! ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI Algjörlega óvíst er hvaða áhrif rammasamningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar mun hafa á verð á landbúnaðar- vörum hér á landi á komandi árum. Stórum áfanga í átt til alþjóð- legs viðskiptakerfis var náð á sunnudaginn þegar 147 aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, gerðu með sér ramma- samkomulag um landbúnað og vöruviðskipti. Ísland er í flokki þeirra ríkja sem tekið verður sérstakt tillit til, vegna erfiðra framleiðslu- skilyrða landbúnaðarvara, þegar samningurinn verður útfærður nánar. Þróunarríkin fá svigrúm varðandi afnám tolla á iðnaðar- vörum sem eru þeim mikilvæg og fátækustu ríkin munu ekki þurfa að lækka tolla. Að sögn Stefáns Hauks Jóhannssonar, formanns samn- inganefndar WTO um viðskipta- kjör iðnaðarvara, er einungis um rammasamkomulag að ræða og því hefur ekki enn verið samið um hvaða aðferðafræði verði beitt eða hvaða markmiðum eigi að ná. „Íslensk stjórnvöld hafa verið að gera breytingar á landbúnaðar- stefnu sinni og mun það gera þeim mun auðveldara fyrir. Það er alveg óljóst á þessu stigi hvaða áhrif þetta mun hafa hér á landi en í samningnum er gert ráð fyrir svigrúmi fyrir ríki eins og okkar sem búa við hvað erfiðustu fram- leiðsluskilyrðin,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, Að sögn Stefáns er of snemmt að segja til um hvaða áhrif rammasamningurinn kemur til með að hafa. Enn eigi eftir að takast á um nánari útfærslur og reiknireglur og ekki sé útlit fyrir að lokasamningar náist fyrr en jafnvel í byrjun árs 2007. sda@frettabladid.is Óvíst um áhrif á verð á landbúnaðarvörum Ísland er í flokki ríkja sem búa við erfið framleiðsluskilyrði í landbúnaði og veitt verður svigrúm vegna tollalækkana sem Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur lokið rammasamkomulagi um. Ekki er enn ljóst hver áhrifin verða á verð á varningi hér á landi. Samningum lokið um 2007. Kenndi 1000 manns: Ökukennari án bílprófs BERLÍN Upp komst um þýskan öku- kennara sem aldrei hefur haft bílpróf þegar hann lenti í sínum fyrsta árekstri nýlega, við pólsk- an trukk. Maðurinn hefur kennt yfir 1000 manns á mótorhjól og sagði hann við lögreglu að hann hefði ekki þorað að reyna aftur við prófið eftir að hann féll í því fyrsta fyrir 43 árum. Maðurinn hefur yfir 40 ára reynslu undir stýri á bílum, traktorum og skriðdrekum en hann var áður austurþýskur her- maður. „Ég féll á bílprófinu vegna þess að ég keyrði of hratt á hring- torgi og stöðvaði bílinn ekki full- komlega við stoppmerki,“ sagði hinn þýski ökukennari Wolf- Dieter við þýska blaðið Berlin B.Z. á laugardaginn. ■ TÓNLEIKAR MEÐ LONG JOHN BALDRY Breski blússöngvarinn Long John Baldry heldur tónleika í kvöld á Næsta bar en Baldry söng með Stuðmönn- um í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.