Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 6
6 3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR WASHINGTON, AP Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, John Snow, lýsti því yfir í gær að fjármálakerfi landsins hefði haldið áfram að starfa eðlilega um helgina, þrátt fyrir vísbendingar um hryðjuverk. Sagði Snow að þetta sýndi að fjár- málakerfið stæði traustum fótum. Í yfirlýsingu sem ráðherrann sendi frá sér sagði hann að fjár- málakerfi landsins stæði hvaða hryðjuverkaárás sem er af sér með sama hætti og ef um náttúru- hamfarir væri að ræða. Gífurleg- um fjármunum hefur verið varið í að byggja um bráðabirgðakerfi sem tæki við ef gerð yrði hryðju- verkaárás á bandaríska fjármála- kerfið. Slíkt kerfi á að tryggja að öll hefðbundið bankaviðskipti geti farið fram þótt hefðbundna kerfið hrynji. „Ég tek ofan fyrir fjármála- þjónustunni fyrir láta hryðju- verkaógnina ekki á sig fá,“ sagði Snow. „Framlag þeirra sem vinna í þessum geira er ómetanlegt og það er fyrir þeirra verk að fjár- málakerfi okkar stendur traust- um fótum.“ ■ Aldrei fleiri gestir á Akureyri Aðstandendur Einnar með öllu á Akureyri eru mjög ánægðir með hátíðina og segja hana þá best heppnuðu frá upphafi. Lögreglan segir að á heildina litið hafi helgin gengið mjög vel. ÚTIHÁTÍÐ „Í heildina gekk helgin mjög vel. Hér var mikið af fólki og meira en við höfum séð áður,“ segir Daníel Guðjónsson, yfir- lögregluþjónn á Akureyri. Talið er að um sextán þúsund gestir hafi verið á Akureyri. Ein nauðgun var kærð í gær- morgun og rannsakar lögreglan málið. Þá kærði ungur maður lík- amsárás í miðbæ Akureyrar, en hann hafði verið barinn í andlit þannig að tennur og nef brotnuðu. Upp komu 46 fíkniefnamál sem að sögn Daníels voru öll minniháttar ef þrjú eru talin frá. Í einu tilfell- anna voru fjórir menn handteknir með um 40–50 grömm af am- fetamíni, e-töflum og hassi auk nokkurrar upphæðar í peningum. Sjálfir sögðu þeir efnin ætluð til einkanota en grunur var á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Daníel segir grannt eftirlit hafi verið með fíkniefnum, fjórir menn hafi verið á staðnum á vegum Ríkislögreglu- stjóra og að auki hefðu tveir verið frá tollinum með leitarhunda. Sex voru teknir fyrir ölvun- arakstur um helgina en annars gekk umferðin vel og án slysa. Íbúar á Akureyri urðu fyrir nokkrum óþægindum vegna gesta, mest við tjaldstæðin á Þór- unnarstræti. Kvartað var til lög- reglu vegna fólks sem létti af sér þvagi í matjurtargörðum. „Við erum svakalega ánægð. Ég held að þetta hljóti að teljast best heppnaða hátíðin um versl- unarmannahelgi frá upphafi. Við ríflega tvöfölduðum íbúatölu Akureyrar og veðrið var eins og við hefðum pantað það sjálf,“ segir Bragi Bergmann, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Hann segir að um tíu þúsund manns hafi verið á tjaldsvæðum bæjarins og var tjaldað á mörg- um stöðum í nágrenni Akureyr- ar. Bragi segir einhverja íbúa Akureyrar hafa orðið fyrir ónæði, vantað hafi salerni á viss- um svæðum, en allir ferðakamr- ar sem til voru í bænum voru í notkun. Bragi segir að í vikunni verði farið yfir hátíðina og hvort í framtíðinni þurfi jafnvel að tak- marka aðgang því augljóst sé að ekki verði hægt að þrefalda íbúa- töluna yfir eina helgi. hrs@frettabladid.is Óánægðir öreigar: Fríðindi afnumin MOSKVA, AP Á sjötta hundrað elli- lífeyrisþega og fátækra mótmæltu í Moskvu í gær nýju lagafrumvarpi sem afnemur ókeypis almennings- samgöngur og heilbrigðisþjónustu í Rússlandi. Margir þeirra hræðast að með frumvarpinu verði seinasti opinberi stuðningurinn frá tíma kommúnisma afnuminn. Tólf ungir, róttækir þjóðernis- bolsévíkar mótmæltu einnig með því að hlekkja sig við skrifstofur í heilbrigðisráðuneytinu, brenna fána og henda myndum af Vladimir Pútín út um glugga byggingarinnar. Kalla þurfti út lögreglu sem tók fólkið til fanga. ■ Georgía: Hörð átök GEORGÍA, AP Hernaðarleiðtogi í Ab- khazia-héraði í Georgíu segir að stríðsástand hafi skapast milli ráðamanna í héraðinu og stjórnarinnar í h ö f u ð b o r g l a n d s i n s Tbilisi. A b k h a z i a klauf sig frá T b i l i s i snemma á tí- unda áratugn- um en hefur enn ekki fengið viður- kenningu fyrir sjálfstæði sínu og er því formlega enn undir valdi höfuð- borgarinnar. Spenna hefur aukist til muna á svæðinu að undanförnu því eitt af kosningaloforðum Mikhail Saaka- svili, núverandi forseta Georgíu, var að koma héruðunum aftur að fullu undir vald sitt en aðskilnaðar- sinnar eru ekki á því að gefa eftir í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. ■ Hundruðir fagna: Sýknaður af þjóðarmorði KRÓATÍA, AP Hundruðir söfnuðust saman til að fagna komu fyrrum bosnískum-króatískum liðþjálfa, Tihomir Blaskic, til Zagreb í Króa- tíu frá Hollandi. Blaskic hafði verið dæmdur fyrir morð framin á árun- um 1992–1995 en var sýknaður af Alþjóðaglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í síðustu viku. Ættingjar og fyrrum félagar Blaskic sungu og veifuðu króatíska fánanum þegar hann gekk út úr flugstöðinni á heimleið. Alþjóða- glæpadómstóllinn úrskurðaði að sannanir á hendur Blaskic tækju ekki af allan vafa um þátttöku hans í þjóðarmorðum. Þar á meðal í morði á meira en 100 manns í bosn- íska þorpinu Ahmici. Hann fékk níu ára dóm í stað 45 ára og hefur setið hann af sér. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða hljómsveit kom saman umhelgina eftir 20 ára hlé? 2Hvaða einstaklingur greiðir mest íopinber gjöld á Íslandi? 3Gegn hvaða sænska liði drógustSkagamenn í Evrópukeppninni? Svörin eru á bls. 34 Björgun við Dyrhólaey: Leist illa á vindinn BJÖRGUN Manni var bjargað úti fyrir Dyrhólaey aðfaranótt sunnudags en hann var þar einn á ferð í litlum bát. Maðurinn, sem var á leið frá Hornafirði til Vest- mannaeyja, óskaði eftir hjálp björgunarsveitarinnar laust fyrir klukkan 2 er honum var hætt að lítast á aðstæður en vindhraðinn var kominn upp í 10 m/sek úr suð- vestri. Aðeins sex mínútum eftir út- kall í Vestmannaeyjum var björg- unarbáturinn Þór lagður af stað enda tók skamman tíma að kalla út björgunarsveitarmenn sem voru við gæslu í Herjólfsdal. Björgunin tókst vel og komst maðurinn ásamt bátnum heill á húfi til Eyja. ■ Sígaunar koma saman í Póllandi: Minnast fórnarlamba helfararinnar PÓLLAND, AP Sígaunar hvaðanæva að úr Evrópu komu saman í útrým- ingarbúðunum Auschwitz-Birken- au á mánudaginn til að minnast þeirra sígauna sem teknir voru af lífi af nasistum í helförinni í seinni heimsstyrjöldinni. Sextíu ár eru liðin frá því síðustu þrjú þúsund sígaunarnir voru líflátnir í gasklefum Auschwitz. Meðan á helförinni stóð féll allt að hálf milljón sígauna, sem álitn- ir voru óæðri verur samkvæmt kynþáttastefnu Þriðja ríkisins þýska. Með því að minnast fórnar- lambanna vilja þeir sem standa að uppákomunni einnig undirstrika að víða í Austur-Evrópu heldur sígaunum áfram að vera mismun- að enn þann dag í dag. ■ Á VERÐI Mikill viðbúnaður var hjá lögregluyfirvöld- um í Bandaríkjunum um helgina vegna vísbendingu um hryðjuverk sem beinast áttu að fjármálastofnunum vestan hafs. M YN D /A P Hryðjuverkaógn í Bandaríkjunum: Engan bilbug að finna í fjármálakerfinu SPENNA hefur aukist til muna milli aðskilnaðarsinna í Georgíu og ráðamanna. GÍTARSPIL OG SÖNGUR Á TJALDSVÆÐINU Á Akureyri skemmtu flestir sé vel. Þessi ungmenni sungu og spiluðu á gítar í veðurblíðunni. VÍÐA ÞURFTI AÐ TAKA TIL HENDINNI Fólk gekk misjafnlega vel frá eftir sig. Taka þurfti til hendinni á ýmsum stöðum í bænum eftir skemmtun helgarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.