Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 24
6 3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Skeifan 19 • 108 Reykjavík • Sími 533 1060 • Fax 533 1069 • www.xhus.is • xhus@xhus.is Jón Magnússon Hrl. lögg. fasteigna og skipasali Hilmar Viktorsson, viðskiptafr. Bergur Þorkelsson, Sölufulltrúi gsm: 860 9906 Valdimar R. Tryggvason Sölufulltrúi gsm: 897 9929 Valdimar Jóhannesson Sölufulltrúi gsm: 897 2514 Guðbjörg Einarsdóttir, Ritari Í smíðum Daggarvellir í Hafnarfirði. Erum með til sölu 120 fm 4ra herbergja íbúðir í fjórbýlishúsi. Sérinngangur í allar íbúðir. Garður og svalir snúa til suðurs. Mjög gott skipulag og vandaðar innrétting- ar. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Lóð og bílastæði skilast fullfrágengin. Traustur byggingaraðili. Teikningar og frek- ari upplýsingar á skrifstofu Xhúsa. Stutt í afhendingu. Verð aðeins 16.8 millj. Rað- og parhús Marbakkabraut - Nýbygg- ing. Mjög fallegt nýtt parhús á tveimur hæðum. Húsin eru rúmlega fokheld í dag. Hægt að koma fyrir fjórum herbergjum. Stutt í alla þjónustu. Eigandi skoðar skipti á minna. Góð verð. Tilbúið til afhendingar strax. 4ra til 7 herb. Dvergabakki. Vorum að fá í sölu 103 fm íbúð á 2. hæð í mjög góðu húsi. Þrjú góð svefnherbergi. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Stutt í alla þjónustu og skóla. Eign í sérflokki. Kleppsvegur - snýr að Brekkulæk. Glæsileg 106 fm endaíbúð á 3. hæð í góðu húsi sem snýr að Brekkulæk. Búið er að endurnýja íbúðina að verulegu leyti. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Eign í sér- flokki.Verð 14.9 millj 2ja herb. Möðrufell Mjög góð 2ja herbergja íbúð á 4.hæð. Hvít/mahoní innrétting í eld- húsi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Góð stofa með útgang út á svalir. Áhv. 5,0 millj. húsb. Verð 8,3 millj. FÍN FYRSTU KAUP. Skógarás. Vorum að fá í sölu 66 fm 2ja herb. íbúð á jarðhæð í góðu húsi. Suð- ursólpallur með skjólveggjum. Tengi fyrir þvottavél á baði. Geymsla innan íbúðar. Áhv. 4,1 millj. Verð. 10,4 millj. Bláhamrar. Erum með í einkasölu mjög góða 72 fm íbúð á 6. hæð ( efsta hæðin ) með frábæru útsýni. Tvö svefnher- bergi. Húsið er nýlega klætt að utan. Mjög snyrtileg sameign og lóð. Þetta er eign í sérflokki mið miklu útsýni. Verð 11,9 millj. Krummahólar - bílskýli. Vorum að fá góða 2ja herbergja íbúð á 5. hæð ásamt 24 fm stæði í bílaskýli. Mikið útsýni yfir borg- ina. Lyfta og húsvörður í húsinu. Frystihólf og geymsla í kjallara. Verð. 8,9 millj. Sumarbústaðir Grímsnes - Hestland Sérlega glæsilegt nýtt sumarhús 65 fm + 31 fm svefnloft á frábærum stað rétt við Hvítá. Lóð- in er 0,8 hekt. eignarlóð. Húsið er byggt á staðnum og eru steyptir sökklar og gólfplata. Húsið verður fullkárað að utan með ca. 80 fm verönd, Að innan verður húsið einangrað og plastað, með öllum milliveggjagrindum og millilofti klæddu að ofan. Raflagnir verða komnar með nauðsynlegum vinnuljósum ásamt rafmagnstöflu í geymslu. Hitatúpa verður tengd og lokað frostlangakerfi á geilsahita í gólfum. Verð 11,5 millj. Leigufélag óskar eftir ÁTT ÞÚ 2ja, 3JA eða 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á HÖF- UÐBORGARSVÆÐINU. Okkur hefur verið falið að leita fyrir stórt leigufélag, eftir fjölda íbúða til kaups. Íbúðirnar mega vera hvar sem er á höfuðborgasvæðinu. Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhendinga- tími. Frekari upplýsingar er hjá sölufull- trúum XHÚSS. Óska og skiptaskrá Erum með kaupendur af eftirtöldum eignum : • 4ra herbergja íbúð í Stífluseli eða Stranda- seli fyrir ákveðinn kaup- anda sem komin er með greiðslumat og viðbóta- lán, afhending er sam- komulag. 3ja herbergja íbúð í Kópavogi, kaup- andi er með greiðslumat uppá 13 millj. • 2ja herbergja íbúð á svæði 105. Verð allt að 11.5 milj. Upplýsingar gefa sölufulltrúar XHÚSS. EIGN VIKUNNAR Hulduland. Mjög góð 120 fm 5 herbergja íbúð á þessum frábæra stað í Fossvogi. Stór stofa með útgang út á góðar suðursvalir með miklu útsýni. Parket og flísar á gólf- um. Þvottaherbergi innan íbúðar. Húsið er í góðu við- haldi. Garður og allt umhverfi kringum húsið til mikill- ar fyrirmyndar. Sími 533 10 60 Til sölu 66 fm sumarbústaður Bústaðurinn verður staðsettur á Flúðum með verönd. Vatn og rafmagn verður tengt og parket á gólfum. Skipti á íbúð eða húsi á Spáni koma vel til greina. Frekari upplýsingar fást hjá Ólafi í síma 564-6655 eða 693-4868 Salómon Jónsson, Lögg. fasteignasali Verslunarmiðstöðin Nían á Egils- stöðum er til sölu hjá útibúi Fast- eignasölunnar Hóls þar í bæ. Eignin er á þremur hæðum og er í heild um 1.400 fermetrar. Á jarðhæð eru alls 356 fermetra verslunarrými ásamt sameigin- legu rými sem hægt er að nýta til dæmis sem kaffistofu. Efri hæð- inni er skipt upp í fjögur rými sem hvert og eitt er með lofti upp að hverju rými ásamt svölum. Fallegar glerhurðir eru fyrir hvert rými á efri hæð og kjallara, sem einnig eru til í geymslu fyrir jarðhæðina ef óskað er. Kjallar- inn er 513 fermetrar og er að- gengi í hann bæði frá bílaplani og einnig er stigi frá jarðhæð ásamt lyftu. Eignin gefur mikla mögu- leika á allskyns starfsemi og þjónustumöguleikum. Staðsetn- ing verslunarmiðstöðvarinnar er eins og best verður á kosið, húsið blasir við þegar farið er um þjóð- veg númer eitt, en eftir honum liggur umferð til bæði suðurs og norður. Allar upplýsingar um eignina er hægt að fá hjá sölufulltrúa Hóls á Egilsstöðum í síma 471 1600 eða í 863 1345. ■ Egilsstaðir: Verslunarmiðstöðin Nían til sölu Verslunarmiðstöðin Nían á Egilsstöð- um er til sölu hjá Fasteignasölunni Hóli þar í bæ. Verslunarmiðstöðin er um 1.400 fermetrar að stærð. Innbrotsþjófar láta það oft vera að brjót- ast inn í hús þar sem einhver er inni. Ráð: Að heiman Þegar haldið er í frí er gott að skilja við húsið sitt þannig að fólk haldi að ein- hver búi í því. Þá reyna innbrotsþjófar og aðrir óæskilegir gestir síður að brjót- ast inn. Margt er hægt að gera til að láta fólk halda að einhver sé í húsinu þínu og um að gera að kynna sér það. Biddu vin eða ættingja um að passa húsið fyrir þig. Ef þau geta ekki búið í húsinu þá geturðu allavega beðið þau um að kíkja við nokkrum sinnum á meðan þú ert í burtu. Settu inn tímastillingar á ljósin. Þannig geturðu kveikt og slökkt á þeim sjálf- krafa á vissum tímum dagsins. Dragðu fyrir áður en þú ferð. Biddu svo þann sem kíkir á húsið að breyta gardínunum alltaf þegar þau koma við. Kveiktu á símsvaranum ef þú átt svo- leiðis. Hafðu boðin venjuleg og alls ekki taka fram að þú sért í fríi. Ef bíllinn þinn er sýnilegur á götunni biddu þá vini þína að keyra hann nokkrum sinnum á meðan þú ert í burtu. Biddu þann sem passar húsið þitt um að vinna aðeins úti á meðan þú ert í burtu. Bara eitthvað smávegis svo hann sé sýnilegur. Biddu blaðberann um að hætta að bera blöðin til þín á meðan þú ert í fríi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.