Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 40
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar „Ætli ég horfi ekki til veðurs og hugsi mér til hreyfings ef það lof- ar góðu,“ segir Ólafur F. Magnús- son, læknir og borgarfulltrúi, en hann er 52 ára í dag. Ólafur segist ekki vanur að halda upp á daginn nema um stórafmæli sé að ræða. „Fimm- tugsafmælið er afar eftirminni- legt enda var það haldið á miklum sólskinsdegi í fallegu umhverfi Rafstöðvarheimilisins í Elliðaár- dal. Veislan var óvenju stór og blandaðist að sumu leyti við ánægjuleg kosningaúrslit fyrr um sumarið. Það voru því margir sem mættu til að samfagna þennan dag.“ Sumarið hefur verið nokkuð rólegt í borgarmálunum að sögn Ólafs og býst hann við að svo verði áfram í ágúst. „Ég hef getað notið þess að vera í fríi en ég er vanur að hafa yfirdrifið nóg að gera bæði sem heimilislæknir og borgarfulltrúi.“ Fríið hefur hann meðal annars notað til að skoða sig um á há- lendinu en hann hélt í bakpoka- ferð inn á Kringilsárrana í júlí. „Þetta var stórkostleg ævintýra- ferð en Kringilsárrani er nátt- úruperla inn af Kárahnúkum. Við eyddum þarna sex dögum í aust- urlenskri bongóblíðu sem gerði ferðina enn betri. Ómar Ragnars- son hefur verið óþreytandi að sýna okkur myndir af þeim nátt- úruperlum sem er að finna á Snæfells- og Brúaröræfum, en í því sambandi eiga menn eins og Friðþjófur Helgason, Jóhann Ís- berg, RAX, Guðmundur Páll Ólafsson, Páll Steingrímsson og feðgarnir Snorri og Haukur Snorrasynir þakkir skildar – ásamt fleirum. Ég held að það ættu fleiri borgarfulltrúar og al- þingismenn að leggja leið sína þangað enda þeir sem hafa tekið ákvörðun um að eyðileggja svæð- ið með virkjunarframkvæmd- um.“ Ólafur var í hópi 37 ferðalanga sem lögðu leið sína um undra- veröld Jöklu og Kringilsárrana í júlímánuði. „Það eru tvær vaskar konur, Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir, sem skipuleggja þessar ferðir af algjörri hugsjón en fyrirtækið kalla þær Augna- blik. Nafngiftin er við hæfi enda erum við að festa í minni síðustu augnablikin í sögu þessa svæðis fyrir komandi kynslóðir sem munu ekki eiga þess kost á að fara um það með þessum hætti,“ segir Ólafur að lokum. ■ 20 3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR MARTIN SHEEN Bandaríski leikarinn, sem margir muna sjálfsagt eftir úr Apocalypse Now, er 64 ára í dag. AFMÆLI Eyjólfur Sverrisson knattspyrnukappi er 36 ára. Tómas Lemarquis leikari er 27 ára. ANDLÁT Aðalheiður Jónsdóttir, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 21. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Eiríkur Jónsson múrarameistari, Rauð- hömrum 12, Reykjavík, lést fimmtu- daginn 29. júlí. JARÐARFARIR 10.30 Nína Þórðardóttir, Sundlaugar- vegi 22, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Jón Pálmi Karlsson, Lindasíðu 2, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Sigríður Ellingsen, áður til heimil- is á Ægisíðu 80, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Þröstur Helgason kennari, Hóf- gerði 12, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju. 14.00 Jakob Jónsson bóndi, Varmalæk, verður jarðsunginn frá Borgarnes- kirkju. 14.00 Margrét Tryggvadóttir, Stóru- Borg, Víðidal, Vestur-Húnavatns- sýslu, verður jarðsungin frá Breiðabólstað í Vesturhópi. Ítalski landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus hélt úr höfn þennan dag árið 1492 frá höfn- inni Palos á Spáni. Hann ætlaði sér að finna sjóleiðina úr vestri til Asíu þaðan sem bárust sögur um að smjör drypi af hverju strái. Þann 12. október sá áhöfnin til lands. Áhöfnin taldi landið vera Spán en í raun voru það - Bahamaeyjar. Síðar í mánuðin- um sá Kólumbus til lands á Kúbu en taldi sig þar hafa fundið meg- inland Kína. Í desember lenti áhöfnin svo á eyjunni Hispa- njólu sem hann kvað líklega vera Japan. Á Hispanjólu stofnaði Kólumbus litla nýlendu áður en hann sneri aftur til Spánar með gull, krydd og fanga sem kallað- ir voru indíánar eftir landinu sem Kólumbus taldi sig hafa fundið. Kólumbus leiddi alls fjóra leiðangra vestur um haf á lífsleið sinni og nam land á mörgum eyja Karíbahafsins, Mexíkó auk meginlands Mið- og Suður-Ameríku. Þrátt fyrir það náði hann aldrei takmarki sínu sem hann sigldi upp með frá byrjun, að finna leið frá vestri austurs til gnægtabrunns Asíu sem Evrópubúar sáu í hillingum á liðnum öldum. Kólumbus lét lífið á Spáni árið 1506 án þess að gera sér grein fyrir því hvílíkt afrek hann hafði unnið með því að uppgötva Ameríku. Landa- fundir Kólumbusar gerðu það að verkum að Spánn varð um tíma mesta og ríkasta veldi heimsins sökum alls þess gulls og silfurs sem fyrirfannst í álfunni og fluttir voru skipsfarmar af heim til Evrópu. ■ ÞETTA GERÐIST KÓLUMBUS SIGLDI ÚR HÖFN Á SPÁNI ÁLEIÐIS TIL KÍNA. HANN ENDAÐI Í AMERÍKU. 29. júlí 1958 „Bill Clinton var líklega greindasti forseti tuttugustu aldarinnar.“ Leikarinn Martin Sheen fer fögrum orðum um Bill Clinton en honum þykir afskaplega lítið til arftaka hans koma. Kólumbus leggur af stað ÓLAFUR F. MAGNÚSSON hefur notið þess að vera í fríi í sumar enda rólegt yfir borgarmálunum. Skoðaði hálendið í bongóblíðu AFMÆLI: ÓLAFUR F. MAGNÚSSON, LÆKNIR OG BORGARFULLTRÚI, ER 52 ÁRA Í DAG. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jakob Jónsson bóndi, Varmalæk verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 3. ágúst klukkan 14:00. Jarðsett verður í Bæjarkirkjugarði. Jarþrúður Jónsdóttir, Birna Jakobsdóttir, Halldór Bjarnason, Jón Jakobsson, Kristín Guðbrandsdóttir, Helga Jakobsdóttir, Hallgeir Pálmason, Sigurður Jakobsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir, Magnea K. Jakobsdóttir, Ragnar Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. LANDKÖNNUÐURINN Þrátt fyrir að ferð Kólumbusar yfir hafið til Ameríku hafi verið ein allra mikilvægasta sigling mannkynssög- unnar fannst honum hann hafa mistekist. ÞETTA GERÐIST LÍKA 1492 Öllum gyðingum gert að yfirgefa Spán. Aðgerðin var liður í að hreinsa landið af ókaþólskum öfl- um og erlendum eftir tæplega átta alda veru múslima í landinu. 1914 Fyrsta sjófæra skipið siglir um Panamaskurðinn. 1914 Þýskaland lýsir yfir stríði við Frakk- land. Daginn eftir lýsti Bretland yfir stríði á hendur Þjóð- verjum sem markaði upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar. 1936 Jesse Owens vinnur fyrstu af fjórum gullpeningum sínum á Ólympíuleikunum í Berlín. 1971 Paul McCartney tilkynnir stofnun nýju hljómsveitar sinnar Wings. 1988 Yfirheyrslunum í Íran - Kontra- hneykslinu lýkur. Engin tenging var gerð milli forseta Bandaríkj- anna Ronalds Reagan og upp- reisnarmanna í Níkaragúa. 1994 Þrír fangar teknir af lífi í Arkansa í Bandaríkjunum. Þetta var í fyrsta skipti sem opinber aftaka átti sér stað í ríkinu í 32 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.