Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 42
Skíðalandsliðið valið Skíðasamband Ísland valdi á dögunum landsliðið í alpagreinum og skíðagöngu fyrir næsta vetur og er óhætt að segja að fátt hafi komið á óvart í því vali. Helstu markmið skíðafólksins er að ná lágmörkum fyrir Vetrarólympíuleikana í Toronto 2006. Skíðafélag Akur- eyrar á flesta skíðamenn í alpa- greinaliðinu eða þrjá talsins, Dag- nýju Lindu Krist- jánsdóttur, Elínu Arnarsdóttur og Hrefnu Dag- bjartsdóttur. Skíðafélag Dal- víkur á tvo, Björgvin Björgvinsson og Kristinn Inga Valsson og síðan voru Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir úr Skíða- deild Víkings, Kristján Uni Óskarsson úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar, Sindri Már Páls- son úr Skíðadeild Breiðabliks og Steinn Sigurðsson úr Skíðadeild Ármanns valin í hópinn. Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði og Jakob Einar Jakobsson frá Ísafirði voru valin í landsliðið í skíða- göngu en þau dvelja bæði við nám og æfingar í Noregi. Allt í biðstöðu hjá Ólafi Inga Ólafur Ingi Skúlason, sem er á mála hjá ensku meisturunum Arsenal, er enn hjá félaginu þrátt fyrir fréttir þess efnis að hann væri genginn í raðir belgíska félagsins Beveren. Tvö ítölsk lið, Torino og Brescia, hafa einnig sýnt Ólafi Inga áhuga en hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að mál hans væru í biðstöðu. „Ég vil gjarnan fara til Ítalíu að líta á aðstæður en for- ráðamenn Arsenal vilja ekki leyfa mér það. Þeir vilja að ég fari til Beveren og ég held að vandamálið sé að þeir hafi verið búnir að lofa mér fyrirfram til Beveren án þess að spyrja mig. Beveren er áhugaverður kostur en ég vil ekki láta þrýsta mig. Ég vil skoða alla möguleika áður en ég ákveð mig og mun hitta Arsene Wenger á morgun og vonandi skýrast málin þá,“ sagði Ólafur Ingi. Tveir bandarískir til ÍR ÍR-ingar hafa fengið til sín tvo banda- ríska leikmenn fyrir komandi tímabil í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Það eru Grant Davis, 2,04 metra hár fram- herji, frá Birmingham Southern College, sama skóla og Íslendingarnir Jakob Sigurðsson og Helgi Margeirsson spila með, og Danny McCall, rúmlega tveggja metra hár kraftframherji frá Arkansas. Eggert Maríuson, þjálfari ÍR-inga, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Davis væri meiri skytta en samt harður í frá- köstum en McCall væri undir körfunni. „Ég vonast til að þeir hjálpi okkur í frá- köstunum sem voru helsta vandamál okkar á síðasta tímabili,“ sagði Eggert. Cook í Borgarnes Bandaríski leikstjórnandinn Clifton Cook, sem hefur leikið við góðan orðstír hjá Tindastóls- mönnum á Sauðár- króki undanfarin tvö tímabil, er genginn til liðs við nýliða Skalla- gríms frá Borgarnesi í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Cook skoraði 22,3 stig að meðaltali í leik með Tindastóli í fyrra og var lykilmaður í leik liðsins. Forráðamenn Skallagríms hafa auk þess samið við makedónska framherjann Jovan Zdrav- evski um að spila með liðinu á kom- andi tímabili en Zdravevski lék með MTZ Skopje í Makedóníu á síðasta tímabili. 22 3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31 1 2 3 4 5 6 Þriðjudagur ÁGÚST HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum um helgina en leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sem hefjast í næsta mán- uði. Íslenska liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum, 27-27, í Schwerin á laugardeginum en tapaði seinni leiknum á sunnudaginn í Rostock með sjö mörkum, 32-25. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var tiltölulega sáttur við leikina þegar Frétta- blaðið ræddi við hann í gær en sagði erfitt að meta stöðuna á lið- inu vegna erfiðrar æfingatarnar sem liðið hefur gengið í gegnum að undanförnu. „Ég var mjög ánægður með fyrri leikinn. Við byrjuðum reyndar illa og þurftum að vinna upp fimm marka forystu Þjóð- verjanna. Í síðari hálfleik spiluð- um við hins vegar mjög vel, vörn- in var góð, við fengum hraðaupp- hlaup í kjölfarið og sóknarleikur- inn var skynsamur. Við gátum gert út um þann leik undir lokin þegar við vorum með þriggja marka forystu, 25-22, en við brenndum af í hraðaupphlaupi og eftir það komust Þjóðverjar inn í leikinn aftur og náðu að jafna áður en leiktíminn var úti. Það er ekki hægt annað en að vera sáttur við jafntefli gegn Evrópumeistur- unum á þeirra heimavelli en það verður síðan bara að segjast eins og er að við gátum ekkert í seinni leiknum. Vörnin var afskaplega léleg og menn voru einfaldlega ekki nógu grimmir. Við höfum hins vegar æft mjög stíft að und- anförnu, æfðum til dæmis átta sinnum á fimm dögum fyrir leik- ina og menn voru þungir og þreyttir. Það fengu allir að spila og þegar slíkt er uppi á teningnum þá er kannski ekki hægt að búast við toppúrslitum leik eftir leiki. Núna munum við hins vegar létta æfingarnar fram að Ólympíuleik- um og stefnum að því að vera í toppformi þar,“ sagði Guðmundur sem velur endanlegan fimmtán manna hóp fyrir Ólympíuleikana á morgun. Þýskaland - Ísland 27-27 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 6, Guðjón Val- ur Sigurðsson 5, Sigfús Sigurðs- son 3, Róbert Gunnarsson 2, Dagur Sigurðsson 2, Gylfi Gylfason 2 og Rúnar Sigtryggs- son 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18/2. Þýskaland - Ísland 32-25 Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6, Jaliesky Garcia 5, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Róbert Gunnarsson 3, Guðjón Valur Sig- urðsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Gylfi Gylfason 2, Dagur Sigurðs- son 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundson 10, Roland Valur Eradze 7. ■ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Tiltölulega sáttur við heildarútkomuna úr leikjunum tveim gegn Þjóðverjum. ■ ■ SJÓNVARP  15.00 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  17.35 Tournament of Champions 2004 á Sýn. Bein útsending frá leik Boca Juniors og Urawa Red Diamonds á meistaramótinu í fótbolta.  19.50 Tournament of Champions 2004 á Sýn. Bein útsending frá leik Manchester United og PSV Eindhoven á meistaramótinu í fótbolta.  21.55 Heimsbikarinn í torfæru á Sýn.  23.05 Einvígið á Nesinu 2004 á RÚV. Sýnt frá Shoot-out-mótinu í golfi sem fram fer á golfvellinum á Seltjarnarnesi í dag.  23.15 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  23.50 Champions World 2004 á Sýn. Bein útsending frá leik Liverpool og Roma í Champions World-mótinu í fótbolta. MAN O CREST NÝJU MANCHESTER UNITED BÚNINGARNIR KOMNIR Jafntefli og tap gegn Evrópumeisturunum Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknatt- leik, var ánægður með fyrri leikinn en hundfúll með varnarleikinn í þeim seinni gegn Þjóðverjum. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í Andorra: Sigur á Promotion Cup KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta bar sigur úr být- um á Promotion Cup á laugardag- inn í leik gegn Lúxemburg, 81-66, í úrslitaleik í Andorra. Þetta er í annað sinn sem íslenska liðið fer með sigur af hólmi í þessu móti en það vann einnig mótið árið 1996. Íslenska liðið hafði frumkvæð- ið allan leikinn, leiddi með tveim stigum eftir fyrsta leikhluta, 20- 18, og fjórum stigum, 42-38, í hálf- leik. Í þriðja leikhluta náði ís- lenska liðið tíu stiga forystu og vann að lokum öruggan fimmtán stiga sigur, 81-66. Anna María Sveinsdóttir, sem spilaði sinn sextugasta landsleik, tilkynnti eftir leikinn að þetta væri hennar síðasti landsleikur og verður hún því ekki með á Norð- urlandamótinu í Svíþjóð sem hefst 10. ágúst. Stig Íslands: Signý Hermanns- dóttir 20 (10 fráköst, þrjú varin), Anna María Sveinsdóttir 17, Erla Reynisdóttir 15 (sex stoðsending- ar, fimm fráköst), Hildur Sigurð- ardóttir 12 (átta stoðsendingar, fimm fráköst), Erla Þorsteinsdótt- ir átta, Alda Leif Jónsdóttir fjögur (meiddist eftir 13 mínútur og varð að hætta), Sólveig Gunnlaugsdótt- ir þrjú, Birna Valgarðsdóttir tvö (sex fráköst). ■ ANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR Skoraði sautján stig í sínum sextugasta og síðasta landsleik gegn Lúxemburg á laugardaginn. Við hrósum... ... handboltamanninum Patreki Jóhannessyni fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið sem fer á Ólympíuleikana í Aþenu. Patrekur hefur verið meiddur og því ekki í því formi sem hann vildi en það þarf kjark til að gefa frá sér tækifæri til að spila á Ólympíuleikum því Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefði að öllum líkindum valið hann svo framarlega sem hann hefði getað gengið. Gott hjá Patreki sem sýndi mikinn karakter með þessari ákvörðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.