Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 44
24 3. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Breski hnefaleikakappinn DannyWilliams kom öllum á óvart þegar hann rotaði Mike Tyson í bar- daga félaganna í Louisville í Banda- ríkjunum aðfaranótt l a u g a r d a g s i n s . Williams sló Tyson niður í fjórðu lotu eftir að hafa staðið af sér þung högg frá hinum 38 ára Tyson í byrjun. Þetta er aðeins í fimmta skiptið sem Tyson tapar bar- daga og gæti þýtt endalok ferils hans sem atvinnuhnefaleikakappa. Tyson kenndi hnémeiðslum um ósigurinn og sagðist ekki hafa getað beitt sér frá því í byrjun annarrar lotu. Williams segist hafa áhuga á þvíað berjast aftur við Tyson og sanna fyrir öllum að þessi sigur hans í Louisville hafi ekki verið heppni. „Ég veit að það halda allir að þessi sigur minn hafi verið heppni en ég er þess fullviss að ég á meira inni,“ sagði Williams sem er jafnvel tilbúinn til að fórna bardaga um heimsmeistaratitil til að berjast aftur við Tyson. Svissneski tenniskappinn RogerFederer ber höfuð og herðar yfir aðra tenniskappa í heiminum í dag og sýndi það í Toronto á sunnu- daginn þegar hann bar sigur býtum á Toronto Masters- mótinu. Federer vann Bandaríkja- manninn Andy Roddick örugglega í úrslitaleiknum og hefur nú unnið 23 leiki í röð sem er lengsta sigur- ganga eins tenniskappa síðan Pete Sampras vann 24 leiki árið 1999. Vijay Singh, kylfingurinn snjalli fráFidjieyjum, fór með sigur af hólmi á Buick Invitational-mótinu á PGA- mótaröðinni í golfi sem lauk í Michigan á sunnudaginn. Singh tókst að standast áhlaup Bandaríkjamanns- ins John Daly á síð- asta hringnum og lauk mótinu á 23 höggum undir pari. Daly kom næst- ur á 22 höggum undir pari og Tiger Woods og paragvæski kylfingurinn Carlos Franco komu næstir á 21 höggi undir pari. Newcastle ætlar ekki að fram-lengja samninginn við knatt- spyrnustjóra sinn, hinn 71 árs Bobby Robson, þegar hann rennur út næsta vor. Freddy Shephard, stjórn- arformaður félags- ins, sagði að Newcastle þyrfti að fara að horfa til framtíðar því Rob- son yrði ekki eilífur í starfi. Robson var ekki sáttur við þessi ummæli Shep- hards og hefur krafist fundar með honum þar sem hann telur að hann hafi ekki vitað af þessari ætlun Newcastle. Talið er líklegt að Alan Shearer, sem hyggst hætta að spila eftir þetta tímabil, taki við af Robson. Skagamenn og sænska liðiðHammarby hafa víxlað leikjum sínum í annarri umferð forkeppni UEFA-bikarins. Liðin tvö voru dregin saman á föstudag- inn og áttu Skaga- menn að leika fyrri leikinn heima 12. ágúst. Þeir munu nú spila í Svíþjóð 12. ágúst og heima á Akranesi 26. ágúst. Spánverjinn Jose Antonio Reyes,sem leikur með Arsenal, var val- inn besti leikmaður fjögurra liða mótsins sem fram fór í Amsterdam. Arsenal náði reyndar ekki að skora í mótinu, gerði markalaus jafntefli gegn River Plate og Ajax, en Reyes fór á kostum á vængn- um hjá Arsenal, sem lék án flestra sinna bestu manna, og spáir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, að Reyes eigi eftir að fara á kostum á komandi leiktíð og verða andstæðingunum erfiður ljár í þúfu. Sölustaðir um land allt · Sjá frekari upplýsingar á www.thinkpad.is Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Þú og Margverðlaunaðar fartölvur sem fanga hug þinn FARTÖLVUR IBM ThinkPad R51 - UJ032DE · Intel Pentium M 1,5GHz, 1MB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” TFT skjár (1024x768) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b 11Mb · Allt að 4 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 2 ára neytendaábyrgð Tilboðsverð: 159.900 kr. IBM ThinkPad T42 - UC25WDE · Intel Pentium M 1,5GHz, 1MB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 30GB diskur m/ APS fallvörn · 14” TFT skjár (1024x768) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 5 klst. rafhlöðuending · Þyngd aðeins 2,05 kg · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 189.900 kr. einstakt par IBM Thinkpad R51 - TJ9BRDE · Intel Pentium M 1,7GHz, 1MB flýtiminni · 512MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” Flexview TFT skjár (1400x1050) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 4:40 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 199.900 kr. IBM ThinkPad T42 - UC2JXDE · Intel Pentium M 735 1,7GHz, 2MB flýtiminni · 512MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” Flexview TFT skjár (1400x1050) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 4:45 klst. rafhlöðuending · Þyngd aðeins 2,4 kg · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 229.900 kr. 6.017 .rk *IÐUNÁM Á 482.7 .rk *IÐUNÁM Á 809.4 .rk *IÐUNÁM Á 433.6 .rk *IÐUNÁM Á NÁMUTI LBOÐ 154.900 kr. Námufélögum Landsbankans býðst afar hagstæð tölvulán að hámarki 300.000 krónur í 3 ár. * Lán til 36 mánaða miðað við 8,75% vexti skv. vaxtatöflu Landsbankans 1. júlí 2004. N Ý H E R J I / 1 40 Hið árlega Shoot-out mót í golfi fór fram á Nesvelli á Seltjarnarnesi í gær: Magnús vann í fyrsta sinn GOLF Hið árlega Shoot-out góð- gerðamót Nesklúbbsins fór fram í áttunda sinn í gær á Nesvellinum á Seltjarnarnesi. Tíu af bestu kylfingum öttu kappi saman með shoot-out-fyrirkomulagi þar sem kylfingurinn með versta skorið á hverri holu fellur út þar til einn stendur eftir. Tvær konur mættu til leiks, þær Ragnhildur Sigurðardóttir, sem vann þetta mót í fyrra, og Ís- landsmeistarinn Ólöf María Jóns- dóttir. Átta karlar voru meðal keppenda, Íslandsmeistararinn Birgir Leifur Hafþórsson, Björg- vin Sigurbergssson, Heiðar Davíð Bragason, Magnús Lárusson, Sig- urpáll Geir Sveinsson, Ólafur B. Loftsson, Örn Ævar Hjartarson og Stefán Már Stefánsson en styrkt- araðili mótsins DHL-hraðflutn- ingar gáfu 250 þúsund krónur sem runnu að þessu sinni til félagsins Einstakra barna. Magnús Lárusson, kylfingur úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, sem tók þátt í mótinu í fyrsta sinn fór með sigur af hólmi eftir að hafa lagt Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja á loka- holunni. Magnús byrjaði illa og þurfti þrívegis að fara í svokallað shoot-out á fyrstu holunum þar sem þeir sem eru með versta ár- angurinn á holunni keppa sín á milli hver dettur út. Hann komst hins vegar í gegnum þær raunir og spilaði lokaholurnar mjög vel. Hann fékk fugl á sjöundu og átt- undu holu og hefði væntanlega fengið fugl á lokaholunni ef Örn Ævar hefði ekki gefið honum auð- velt pútt og sigurinn. Magnús var glaðbeittur þegar Fréttablaðið ræddi við hann að móti loknu og sagði þetta mót vera hörkuskemmtilegt. „Þetta er skemmtilegt fyrirkomulag, ekk- ert stress og virkilega gaman að spila. Ég byrjaði afar illa en náði mér síðan á strik og get ekki ver- ið annað en sáttur með sigurinn í fyrstu tilraun,“ sagði Magnús. ■ MAGNÚS LÁRUSSON Kom, sá og sigraði á shoot-out-móti Nesklúbbsins í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.