Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 51
31ÞRIÐJUDAGUR 3. ágúst 2004 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Í líklega áttunda sinn er þessi nýja plata 5tu herdeildarinnar komin í spilarann og er ég að hefja enn eina tilraunina á loft, að gá hvort tón- listin falli mér ekki loksins í skaut. En allt kemur fyrir ekki. Það er ekki hægt að finna neitt til forráttu í hljóðfæraleiknum né heldur frá- gangnum, sem er alveg nógu góður til að koma þessu öllu til skila. Það virðist bara vanta einhvern neista svo að þetta allt smelli og þegar sú er raunin vill maður oft þreytast við hverja hlustun, enda er tónlist eitthvað sem maður á ekki að þurfa neitt að rembast við. Lagasmíðar 5tu herdeildarinnar eru ekki spennandi og mörg þeirra eru í lengri kantinum sem gerir illt verra. Bar ég þá von í brjósti að tónlistin myndi vinna á með tíman- um og eitthvað myndi gleðja eyrað. Það er einna helst að kveð- skapurinn höfði til mín á köflum en hann steytir líka harkalega á skeri annars staðar sem gerir heildarútkomuna ekki nógu góða. Textarnir eru stundum í hnyttnara lagi en detta líka niður í það að vera undir meðallagi. Hefði mátt vanda betur til verka þar. Bjartasti punktur plötunnar er að mínu mati lagið Farðu vel. Er það eina lag plötunnar sem kveikir af einhverju viti í mér og gefur smá von um betri afurð næst. Þrátt fyrir allt fær hljómsveit- in hrós frá mér fyrir frumlegan hljóm, spilar mandólínið stóra rullu þar. Tónlistin höfðar samt engan veginn til mín þrátt fyrir- ítrekaða hlustun. Smári Jósepsson Ekki að gera sig 5TA HERDEIILDIN: ÁÐUR ÓÚTGEFIÐ EFNI SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is kl. 10 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 14 MEAN GIRLS kl. 6RAISING HELEN kl. 8 THE CHRONICLES OF RIDDICK kl. 10.30 AROUND THE WORLD IN 80 DAYS kl. 5.30 og 10 kl. 8 og 10.15kl. 4 og 6 37.000 gestir BESTA SKEMMTUNIN FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER 37.000 GESTIR HHH H.J. Mbl. „Það má sem sagt vel mæla með Artúri konungi sem hressilegri ævintýrastríðsmynd.” „...hasarinn er góður." HHH ÓÖH DV „Öðruvísi og spenn- andi skemmtun" HHH S.V. Mbl. FINNST ÞÉR ÞÚ STUNDUM VERA UMKRINGDUR UPPVAKNINGUM? ETERNAL SUNSHINE kl. 5.40, 8 og 10.20 THE DAY AFTER TOMORROW kl. 10.30 SÝND kl. 5 og 8 37 þúsund gestir SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 „Öðruvísi og spennandi skemmtun" HHH S.V. Mbl. Missið ekki af svakalegum spennutrylli af bestu gerð SÝND kl. 5.50, 8 og 10.20 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 ára kl. 4 og 6 M/ÍSL.TALI kl. 8 M/ENSKU TALI HÆTTULEGA FYNDIN RÓMANTÍSK HRYLLINGSMYND MIÐAVERÐ 500 kr. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 F í t o n / S Í A  Ragnheiður Georgsdóttir sýnir verk sín á Thorvaldsen.  Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmað- ur sýnir í Skaftafelli, Seyðisfirði.  Myndlistasýning Svandísar Egilsdótt- ur, Kjólarnir hennar ömmu Guzmania á Hótel Selfossi. Sýn- ingin stendur til 16. ágúst. Hin þýska Good bye Lenin! gerist að mestu leyti á árunum 1989–1990 þegar Berlínarmúrinn fellur og við fáum að fylgjast með hruni múrsins frá sjónarhorni þeirra sem bjuggu austanmegin. Sagan fjallar um Kerner-fjöl- skylduna, faðirinn sem slapp vest- ur yfir er alltaf í bakgrunninum og skýrir ofurtrú móðurinnar á hinu sósíalíska kerfi. Hún fór ekki og þarf því nýja kjölfestu í lífið. Skömmu áður en heimsmyndin gjörbreytist með falli múrsins, hruni Sovétríkjanna og endalok- um kalda stríðsins fær frú Kerner hjartaáfall og fellur í dá í átta mánuði. Þegar hún vaknar aftur gerir sonurinn hvað hann getur til að viðhalda gömlu heimsmynd- inni fyrir móður sína, því hann óttast að sannleikurinn verði henni að aldurtila. Áður en ég fór að sjá myndina minnti söguþráðurinn mig helst á plottið í Underground í leikstjórn Kusturica, en samanburðinum lýkur jafnframt þar. Good bye Lenin! hefur ekki nærri því jafn flókna sögu að segja og í stað þess að fara út í fáránleikann og flókna breytingu samfélagsins, snýr Wolfgang Becker sér frekar að persónusögunni. Öðru hvoru er vísað til þeirra miklu breytinga sem urðu, fólk horfir á vestur- þýskt sjónvarp, Þjóðverjar fagna sameiginlegum sigri í knatt- spyrnu og Austur-Þjóðverjar kvarta undan atvinnuleysi. Innrás vestursins birtist í auknu matar- úrvali, Burger King og bílum. Það var mikið búið að auglýsa hversu fyndin þessi mynd væri og hve óvenjulegt það væri fyrir þýska kvikmynd. Ég áttaði mig ekki alveg á þeim húmornum. Það breytir því ekki að fyrir mynd sem fór afar hægt af stað, þróaðist hún í mjög hugljúfa fjöl- skyldusögu sem ég hafði ánægju af. Svanborg Sigmardóttir ■ KVIKMYNDIR Hugljúf en ekki brálæðis- lega fyndin GOOD BYE LENIN! LEIKSTJÓRI: WOLFGANG BECKER [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Samkvæmt bandaríska tímaritinu Teenhollywood munu Keira Knightley og Orlando Bloom eyða meirihluta næsta árs við tökur á tveimur framhaldsmyndum af Pirates of the Caribbean, en fram- leiðandinn, Jerry Bruckheimer hef- ur ákveðið að báðar myndirnar verði teknar samtímis. Áætlað er að þessir tveir leikarar fái tæpar 13 milljónir hvor fyrir leik sinn í báð- um myndunum. Í fyrstu myndinni var það frammistaða Johnny Depp sem þótti skara fram úr og margir segja því að það hafi verið honum að þakka að fyrsta myndin dró að sér fjölda áhorfenda á síðasta ári. Því er talið að hann geti krafist hæstu greiðslunnar í þetta sinn. Ákvörðunin um að taka báðar myndirnar samtímis geri það að verkum að þau geti ekki leikið í öðr- um myndum í heilt ár og því geti þau krafist launa í samræmi við það. ■ Sjóræningjarnir mæta aftur og aftur JOHNNY DEPP Var talinn stærsta stjarna Pirates of the Caribbean. Nú á að gera tvær framhalds- myndir í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.