Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR AF FÓLKI ÞRIÐJUDAGUR 3. ágúst 2004 RED HOT Í STUÐI Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers var í miklu stuði á tónleikum sem Demókrataflokkur- inn stóð fyrir í Boston í Bandaríkjunum. Anthony Kiedis söngvari var í essinu sínu og lét öllum illum látum eins og bassaleikarinn Michael „Flea“ Balzary. AP M YN D Norska unglingastirnið MariaMena, sem notaði hinn íslenska Þorvald Davíð Kristjánsson í mynd- bandi sínu við lagið You're The Only One, er nú í efsta sæti nýliðalista Billaboard. Sóló- plata hennar, White Turns Blue, hefur m.a. að geyma lag- ið sem fær mikla spilun á evrópskum og bandarískum sjónvarpsstöðvum. Platan kom út í Bandaríkjunum á dögunum og seldist í 12 þúsund ein- tökum á fyrstu fimm dögunum. Dawnette Knight sem er ásökuðum að hafa hótað leikkonunni Cathrine Zeta Jones líf- láti og ofsótt hana með símhringingum og bréfum, missti af réttarhöldum eftir að hafa tekið svefnlyf í fangelsinu þar sem hún dvelur nú. Að sögn verjanda Knight vildi hún vera úthvíld þeg- ar hún mætti í réttinn en var of vönkuð til að mæta þegar stundin rann upp. Hún fannst sofandi á gólfinu í fangaklef- anum þegar lögfræðingar komu að sækja hana í yfirheyrslu. Konan neit- ar sök í 25 ákæruatriðum sem lög- fræðingar Zeta Jones hafa lagt fram. Leikarinn og tveggja barna faðirinn,Anthony Anderson, var hand- tekinn á dögunum, grunaður um hrottafengna nauðgun á ungri konu. Anderson er sakaður um að hafa lokkað konuna inn í hjólhýsi sitt und- ir upptökum á myndinni Hustle and Flow. Fólk sem statt var í grenndinni heyrði öskur konunnar og hjálpuðu henni að komast undan leikaranum. Aðstoðarleikstjóri myndarinnar er einnig ásakaður um aðild að málinu og nauðgun. Talsmenn þeirra segja óvíst hvort þeir haldi áfram upptök- um á myndinni. Leik- og söngkonan Brandy komstí fréttir gulu pressunnar fyrir skemmstu þegar fyrrum eiginmaður hennar og barns- faðir neitaði í út- varpsviðtali að hafa gifst henni. Brandy er hins veg- ar í sambandi við körfuboltahetjuna Quentin Richard- son, sem nýlega skrifaði undir sex ára samning við Phoenix Sun. Á dög- unum fór Richardson á hnéskeljarn- ar og bað Brandy, fyrir framan vini þeirra beggja og fjölskyldur. Brandy sagði já og fékk 11,5 karata dem- antshring. Tvíburabróðir bresku Idol-stjörn-unnar Will Young, var ásakaður um að hafa ráðist á ungan mann frá Írak, Kawa Ghareeb, á skemmtistað í London fyrir nokkru. Idol- stjarnan kom bróður sínum til varnar í blaða- viðtali skömmu seinna og sagðist sjálfur aldrei geta gert slíkan hlut. Young tók það fram að hann vissi manna best hvernig bróðirinn hugsaði og að hann væri ekki ofbeldishneigður. Sekt tvíburans taldist ekki sönnuð í réttarsal og var málinu því vísað frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.