Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 1
● losnar um hreðjatakið? VISA-bikar karla: ▲ SÍÐA 20 KR tekur á móti FH Hlíf Böðvarsdóttir: ▲ SÍÐA 30 Prjónar pils á tíræðisaldri MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR FJÓRÐUNGSÚRSLIT Í BIKAR Í kvöld fara fram fyrri tveir leikir fjórðungs- úrslita í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Á Kópavogsvelli tekur HK á móti Valsmönn- um en á KR-velli verður sannkallaður risa- slagur þegar FH-ingar sækja KR-inga heim. Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.30. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆTT VIÐ SKÚRUM SÍÐDEGIS Einkum á vesturhelmingi landsins. Bjart- viðri á Norður- og Austurlandi. Áfram fremur milt. Sjá síðu 6 28. júlí 2004 – 209. tölublað – 4. árgangur HÆTTA BER STUÐNINGI Það kæmi sér illa fyrir neytendur og skattgreiðendur ef íslensk yfirvöld ákvæðu að nýta sér undan- þágu frá alþjóðasamningum um innanlands- stuðning við landbúnað, segir Gylfi Magnús- son, hagfræðingur. Sjá síðu 2 HÉLT NAFNI SÍNU LEYNDU Ragnar Sigurjónsson, sem flúði íslenskt réttarkerfi fyr- ir rúmum fimm árum, hefur verið framseldur frá Taílandi til Íslands. Sjá síðu 4 HROKAFULL FRAMKOMA Á annan tug íslenskra starfsmanna hefur flæmst úr starfi frá Kárahnjúkum vegna hrokafullrar framkomu yfirmanna undirverktakafyrirtæk- isins Sodexho. Sjá síðu 8 MILLJÓNIR MANNA Í HÆTTU Rík- isstjórn Súdans heitir því að taka ástandið í Darfur-héraði föstum tökum. Á næstu vik- um ræðst hvort hún geri alvöru úr loforð- um sínum. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Jón Þór Þorleifsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Skemmtilegt að synda ● heilsa Steingrímur J. Sigfússon: ▲ SÍÐA 18 Þjálfast með göngu upp á Esjuna ● er 49 ára í dag LÖGREGLURANNSÓKN Lík Sri Ra- hmawati fannst í djúpri og þröngri hraunsprungu í Almenn- ingi fyrir sunnan Hafnarfjörð í gær. Hákon Eydal, sem hefur ját- að að hafa banað fyrrum sambýl- iskonu sinni og barnsmóður, Sri Rahmawati, vísaði lögreglu á rétt- an stað eftir að honum var sagt að rannsókn lögreglu sýndi að fyrri staðsetning sem hann gaf upp stæðist ekki. Ljóst er að Hákon Eydal benti vísvitandi á rangan stað til að villa um fyrir lögreglu. Á þriðjudaginn í síðustu viku sagði Hákon lög- reglu að hann hefði varpað líki Sri í sjóinn fram af klettum á Prest- húsatanga í Hofsvík á Kjalarnesi. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar hjá lögreglunni í Reykjavík var lögreglan ekki sátt við tilvísun Hákonar eftir athugun og rann- sókn á Kjalarnesinu. Í framhald- inu var Hákoni sagt að frásögn hans gæti ekki gengið upp eftir vettvangsrannsókn á Presthúsa- tanga og nágrenni. „Þá féllst hann á að vísa okkur á líkið, sem var í hraunsprungu í Almenningi sem er innan þess svæðis sem við höfðum leitað á. Búið var að ganga svæðið,“ segir Ómar Smári. Líkið var vandlega hulið með grjóti og var erfitt að sjá að nokk- uð hefði verið sett í sprunguna, sem er um þriggja metra djúp. Líkið var í drapplituðum poka eins og Hákon hafði lýst. Lögreglan vildi ekki segja frekar til um hvort einhverjir hlutir hefðu fundist í sprungunni. Ómar Smári segir að þó að sak- borningur gefi lögreglu upplýsing- ar varðandi rannsókn mála megi ekki miða rannsókn út frá því að frásögnin sé sönn. Vissulega verði að athuga ábendinguna vel og þá kanna hvort hún geti staðist. hrs@frettabladid.is Lík Sri fundið Hákon villti um fyrir lögreglu. Líkið fannst í hraunsprungu fyrir sunnan Hafnarfjörð. FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson forsætisráðherra gekkst undir að- gerð á Landspítala - háskólasjúkra- húsi í gær og voru skjaldkirtill og nærliggjandi eitlar fjarlægðir. Í rannsóknum í kjölfar aðgerðar- innar 21. júlí, þegar nýra og gall- blaðra voru fjarlægð, kom í ljós ill- kynja mein í skjaldkirtli. Æxlið í nýranu reyndist vera ill- kynja en var staðbundið og hefur bati forsætisráðherra verið góður og engin eftirköst komið í ljós. Í fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu kemur fram að aðgerð- in í gær hafi gengið vel og haft eftir læknum að batahorfur séu mjög góðar. Þá er tekið fram að engin tengsl séu á milli meinsins sem fjarlægt var í gær og hins sem fjar- lægt var 21. júlí þegar forsætis- ráðherra var fyrst lagður inn. Davíð mun dvelja á sjúkrahúsi í nokkra daga til viðbótar og verður frá störfum í nokkrar vikur þar til hann nær fullum bata. Davíð Oddsson og fjölskylda hans vilja koma á framfæri þakk- læti til starfsfólks á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þá vill fjölskyld- an þakka fyrir kveðjur, góðar óskir og fyrirbænir sem borist hafa frá miklum fjölda fólks. ■ Veikindi forsætisráðherra: Batahorfur mjög góðar DAVÍÐ ODDSSON Læknar segja batahorfur forsætisráðherra vera mjög góðar. Hann gekkst undir að- gerð í gær þar sem skjaldkirtill var fjar- lægður. Burðarás á bankaveiðum Burðarás keypti í gær 3,38 prósent í Singer and Friedlander sem KB banki á fimmtung í. VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið Burðarás hefur keypt 3,38 prósenta hlut í breska bankanum Singer and Friedlander. „Við höfum lýst því yfir að meðal þeirrar starfsemi sem við fjárfest- um í sé fjármálastarfsemi,“ segir Friðrik S. Jóhannsson, forstjóri Burðarás. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um kaupin. KB banki á tæp 20 prósent í Sing- er and Friedlander og vangaveltur hafa verið um að KB banki hyggist innan skamms hefja ferli sem enda muni með yfirtöku á breska bankan- um. Líklegt er að Burðarás hyggist með þessu næla sér í skammtíma gengishagnað, þar sem venjulega er greitt álag á markaðsverð við slíka yfirtöku. Hugsanlegt er þó að Burðarás ætli sér í keppni um bank- ann ásamt Landsbankanum sem er ásamt Björgólfsfeðgum stærsti eig- andi Burðaráss. Landsbankinn og KB banki kepptu um danska bank- ann FIH sem KB banki keypti og tók Burðarás þátt í kauptilraun með Landsbankanum. Forsvarsmenn KB banka lýstu því yfir 24. febrúar að yfirtaka á bankanum væri ekki á dagskrá að sinni. Samkvæmt breskum reglum er þeim óheimilt að hefja yfirtöku í sex mánuði eftir slíka yfirlýsingu. Sá frestur rennur út 24. ágúst og má telja líklegt að yfirtökutilraun hefj- ist fljótlega upp úr því. haflidi@frettabladid.isALMENNINGSHRAUN Á REYKJANESI Hákon Eydal hefur vísað lögreglu á lík Sri Rahmawati. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FRIÐRIK JÓHANNSSON Forstjóri Burðaráss vill ekki gefa upp markmið fjárfestingar félagsins í Singer and Friedlander. Búist er við yfirtöku KB banka á breska bankanum innan skamms.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.