Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 2
2 4. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Hryðjuverkaviðvörun í Bandaríkjunum: Viðvörun byggðist á gömlum upplýsingum NEW YORK, AP Yfirvöld í Bandaríkj- unum gáfu út öryggisviðvörun vegna hryðjuverkahættu sem byggðist á þriggja ára gömlum upplýsingum. Samkvæmt tilkynn- ingu frá heimavarnarráðuneytinu var talið að hryðjuverkamenn hyggðu á árás á fjármálastofnanir í New York og Washington. Öryggisgæsla í kringum fjár- málastofnanir voru hertar veru- lega í kjölfar viðvörunarinnar. Götum var lokað og vopnaleit var ströng í anddyrum fjármálastofn- ana og grennd. Nú hefur komið í ljós að ekkert bendi til þess að hætta á árásum á fjármálastofn- anir séu meira yfirvofandi nú en áður. Embættismenn segja í sam- tali við New York Times að þeir skilji lítið í því af hverju gripið hafi verið til þess að lýsa yfir sér- stöku hættuástandi. Upplýsingar um að meðlimir al Kaída hafi njósnað um og rann- sakað fjármálastofnanir eru fengnar af tölvugögnum sam- kvæmt vitnisburði pakistansks tölvuverkfræðings en gögn hans voru þriggja ára gömul. Gögnin fundust í áhlaupi á skjólshús hryðjuverkamanna þar sem verk- fræðingurinn og gögn hans voru haldlögð. ■ Hætta á stuðningi við landbúnaðinn Það kæmi sér illa fyrir neytendur og skattgreiðendur ef íslensk yfirvöld ákvæðu að nýta sér und- anþágu frá alþjóðasamningum um innanlandsstuðning við landbúnað, segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur. Ekki eigi að halda lífinu í geirum sem ekki eru lífvænlegir. LANDBÚNAÐUR Það væri röng ákvörðun af hálfu yfirvalda ef Ís- lendingar héldu áfram innan- landsstuðningi við landbúnað og kæmi sér illa fyrir neytendur og skattgreiðendur, að sögn Gylfa M a g n ú s s o n a r, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. A l þ j ó ð a v i ð - skiptastofnunin gerði um helgina rammasamkomu- lag þar sem stefnt er á að dregið verði úr stuðningi við landbúnað. Ísland er í flokki þeirra ríkja sem tekið verður sérstakt tillit til, vegna erfiðra framleiðsluskilyrða landbúnaðarvara, þegar samning- urinn verður útfærður nánar. Spurður hvort Íslendingar eigi að nýta sér þann sveigjanleika sem þeim er gefinn kostur á í samningnum, eða hvort þeir eigi yfirleitt rétt á því, segir Gylfi að það yrði mjög slæmt ef þeir gerðu það. „Þá væri verið að reyna að verja for- tíðina lengur en góðu hófi gegnir. Betra væri að taka ákvörðun um þessi mál á eðlilegum við- skiptalegum forsendum en að reyna að halda lífinu í geirum sem eru ekki lífvænlegir,“ segir Gylfi. „Slæm rekstrarskilyrði gefa það til kynna að menn eiga að fást við eitthvað annað. Ef undanþág- ur yrðu nýttar til að halda uppi þessum atvinnurekstri mun það koma niður á skattgreiðendum og neytendum,“ segir Gylfi. Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða hvað mest til landbúnaðar og skipa sér þar í flokk með Norðmönnum, Sviss- lendingum og Japönum. Að sögn Gylfa nýtur íslenskur landbúnað- ur þegar ákveðinnar verndar vegna fjarlægðar frá öðrum mörkuðum og vegna neytenda- verndar. „Því myndi íslenskur landbúnaður lifa áfram, þótt það yrði í smækkaðri, en mun hag- kvæmari mynd. Það yrði að sjálf- sögðu mjög sársaukafullt ferli og hefði talsverð áhrif á þá sem starfa við landbúnað. Hins vegar hefði það lítil efnahagsleg áhrif.“ sda@frettabladid.is Kárahnjúkar: Brúnni yfir Jöklu lokað KÁRAHNJÚKAR Loka þurfti brúnni yfir Jöklu við Kárahnjúkavirkjun síðdegis í gær vegna vatna- vaxtar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er óvenjulegt að svo mikill vöxtur sé í ánni á þessum árstíma en ekki er um eiginlegt hlaup að ræða. Brúin yfir Jöklu var smíðuð í tengslum við framkvæmdirnar við Kárahnjúka og mikið notuð við flutning aðfanga til og frá virkjunarsvæðinu. Ekki er vitað hvort, eða að hve miklu leyti, þetta kemur til með að tefja framkvæmdir. ■ ,,Þá væri verið að reyna að verja for- tíðina leng- ur en góðu hófi gegnir Mér finnst það ólíklegt en hann gæti hafa verið duglegri. Örn Arnarson var með 472 þúsund krónur á mán- uði í fyrra samkvæmt Frjálsri verslun en Sigurður Sigurjónsson, félagi hans í Spaugstofunni, var með 716 þúsund á mánuði. SPURNING DAGSINS Örn, er Siggi svona miklu fyndnari en þú? Vinnuslys á Akureyri: Karlmaður beið bana LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri beið bana eftir að vinnu- vél sem hann ók rann niður brekku ofan í fjöru skammt sunn- an við bæinn Krossanes í útjaðri Akureyrar á þriðja tímanum í gærdag. Unnið var við breikkun á vegi þar sem slysið átti sér stað og flutti bifreiðin sem maðurinn ók malarefni til framkvæmdanna. Ekki er vitað hvað olli því að bíllinn hafnaði utan vegar en hann valt að lokum niðri í fjörunni. Ekki er hægt greina frá nafni hins látna að svo stöddu. ■ Harður árekstur: Kraftaverk hve vel fór UMFERÐARSLYS Vörubíll og Toyota Landcruiser jeppi skullu saman á brú yfir Laxá í Laxárdal í um- dæmi lögreglunnar í Búðardal skömmu eftir klukkan 15 í gær. Vörubíllinn var með fimmtán tonna malarhlass og fór í gegnum vegrið og féll tíu metra. Varð- stjórinn hjá lögeglunni í Búðardal segir það ganga kraftaverki næst að ökumaður vörubílsins hafi lifað slysið af en hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Sagðist hann aldrei hafa séð annað eins á 27 ára ferli í lögreglunni. Hjón og tvö börn voru í jeppan- um og sluppu þau öll vel og hlutu ekki alvarleg meiðsl en voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar og at- hugunar. Bílarnir eru báðir gjörónýtir eftir áreksturinn. ■ HAMAGANGUR Á MARKAÐI Olíumiðlarar höfðu í nógu að snúast í gær en þá fór verð hærra en nokkru sinni fyrr. Eldsneytisverð hækkar áfram: Olían í nýju hámarki OLÍUFRAMLEIÐSLA Olíuverð náði nýjum hæðum í gær eftir að Purnomo Yusgiantoro, forseti samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, sagði samtökin ekki geta aukið framleiðslu sína nægjan- lega hratt til að vinna á móti verð- hækkun. Verðið á tunnu af Brent hráoliu í New York hækkaði um allt að 42 sent, eða um eitt prósent, í 44,24 dollara sem er hæsta verð innan dags síðan árið 1983. Þessu til viðbótar er talið að ótti við frekari hryðjuverk hafi stutt við hækkun gærdagsins ■ Ljóst að neyðarkallið var ekki á rökum reist: Kallið kom af Suðurlandi LEIT „Við erum búin að gera fjar- skiptaprófun á hálendinu og á Suðurlandi. Því getum við nánast útilokað að kallið hafi komið af há- lendinu og álítum að það hafi komið úr bíl í byggð á Suður- landi,“ segir Jónína Sigurðardótt- ir, hjá fjarskiptastöð ríkislög- reglustjóra, um neyðarkall sem barst á fimmtudaginn í síðustu viku um að tuttugu veikir ferða- menn þörfnuðust hjálpar. Jónína segir að búið sé að taka af allan grun og málinu í rauninni lokið. Aðspurð um hvort neyðar- kallið hafi verið gabb segir Jónína að ljóst sé að kallið hafi ekki verið á rökum reist. Hún segir lögregl- una engu nær um hver hafi kallað eftir hjálp. Þeir sem vita hver sendi kallið eða í hvaða tilgangi það var gert eru beðnir um að láta lögregluna vita. Neyðarkall sem ekki er á rökum reist getur varðað allt að þriggja mánaða fangelsi. ■ MIKILL VIÐBÚNAÐUR Bílar voru stöðvaðir, vegum lokað og leitað var á fólki í kjölfar þess að gefin var út við- vörun um yfirvofandi hryðjuverkaárás á mánudaginn. Nú hafa bandarískir embætt- ismenn viðurkennt að upplýsingarnar séu þriggja ára gamlar. NEYÐARKALLIÐ TALIÐ KOMA ÚR BYGGÐ Neyðarkall sem ekki er á rökum reist gæti varðað allt að þriggja mánaða fangelsi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Á VETTVANGI Ísland er í flokki ríkja sem búa við erfið framleiðsluskilyrði í landbúnaði. Það gefur okkur færi á undanþágum í rammasamningi sem hefur það að markmiði að draga úr stuðningi við landbúnað. Nýting slíkrar undanþágu gæti hins vegar lengt lífið í greinum sem aldrei geta orðið sjálfbærar. GYLFI MAGNÚS- SON, DÓSENT Hann segir betra að taka ákvarðanir um framtíð landbúnaðar á eðlilegum viðskipta- legum forsendum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.