Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 7
7ÞRIÐJUDAGUR 4. ágúst 2004 Landvernd: Landflutn- ingar orku- frekari SAMGÖNGUR Landflutningar fela í sér allt að sjöfalt meiri losun gróðurhúsalofttegunda en flutn- ingur með strandsiglingum að sögn Tryggva Felixsonar, fram- kvæmdastjóra Landverndar. Landvernd lýsir áhyggjum sínum af því að Eimskip hefur ákveðið að láta af strandsigling- um. „Þetta er skref í ranga átt út frá umhverfissjónarmiðum,“ segir Tryggvi. „Út frá þeim er ljóst að strandsiglingar eru þar mun betri þar sem landflutning- arnir eru orkufrekari.“ ■ ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Tilnefnd til Den store nordiske designpris. Íslensk hönnun: Góð kynning fyrir fatnaðinn HÖNNUN Íslenskur fatahönnuður, Ásta Guðmundsdóttir, hefur verið tilnefnd til norrænu hönnunar- verðlaunanna Den store nordiske designpris, Ginen. Verðlaunin verða afhent annað kvöld í Kaup- mannahöfn. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Ásta sem er á leið til Kaup- mannahafnar þar sem hún mun sýna sumarlínu ársins 2005 á tískuviku borgarinnar. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer með fötin mín til Kaupmannahafnar þannig að það er æðislegt að fá svona til- nefningu. Svo getur þetta verið mjög góð kynning fyrir mig.“ Sex eru tilnefndir til verðlaun- anna, þrír Danir, Svíi og Finni auk Ástu en þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru veitt að sögn Ástu. Föt Ástu hafa verið seld í Jap- an, Þýskalandi og Svíþjóð auk þess að hafa verið sýnd í París. Hér á landi eru fötin seld í Kirsu- berjatrénu við Vesturgötu. ■ TVEIR HERMENN FÉLLU Tveir bandarískir hermenn féllu og tveir særðust í Bagdad þegar sprengja skæruliða sprakk við vegkant og grandaði bíl þeirra. Þeir voru í eftirlitsferð um vest- urhluta Bagdad. Hermennirnir sem héldu lífi voru fluttir á sjúkrahús hersins. Um 30.000 bandarískar herdeildir eru á vegum bandarískra stjórnvalda í Bagdad þar sem íbúafjöldi er sex milljónir. ■ ÍRAK Átök í Afganistan: Fimmtíu felldir KABÚL, AP Mikið mannfall varð í röðum andspyrnumanna í Afganistan í gær í hörðum bardög- um þeirra við afganskar og banda- rískar hersveitir. Talsmenn banda- ríska hersins sögðu að um fimmtíu andspyrnumenn hefðu fallið. Bar- dagarnir voru háðir við landamær- in að Pakistan og nutu bandarísku og afgönsku hersveitirnar fullting- is herflugvéla. Átökin hófust skömmu eftir miðnætti að staðartíma þegar and- spyrnumenn gerðu árás á varðstöð við landamærin. Einn afganskur hermaður féll en ekki varð mann- fall í liði Bandaríkjamanna. ■ HAFNARMÁL Nýjar reglur um örygg- isvöktun hafna hafa í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir skipafélögin og aðra sem standa í slíkum rekstri að sögn Eyþórs H. Ólafssonar, öryggisstjóra Eim- skipa. Nýju reglurnar tóku gildi þann 1. júlí og fela í sér aukið eftirlit með höfnum að sögn Eyþórs. Aukins búnaðar sé krafist, til dæmis myndavéla, auk þess sem setja þurfi upp girðingar og aðgangs- stýribúnað. Eimskip tilkynnti fyrir helgi að ákveðið hefði verið að hætta strandsiglingum félagsins. Aukin öryggisvöktun réði þó ekki úrslit- um þegar sú ákvörðun var tekin að sögn Eyþórs. „Þarna er þó um að ræða kostnaðarauka þannig að þetta spilar allt saman.“ Guðmundur M. Kristjánsson, yfirmaður hafna Ísafjarðarbæjar, segir kostnað vegna breytinganna milli fimm og sex milljóna einungis í Ísafjarðarbæ. Kostnaður á lands- vísu hleypur því á tugum milljóna. Gjaldskrá hafnarinnar verður breytt um áramótin og telur Guðmundur líklegt að útgjöld vegna nýrra reglna verði teknar inn í gjaldskrána þá. „Lögin gera ráð fyrir því að við megum inn- heimta gjöld upp í sannanlegan kostnað,“ segir Guðmundur og bætir við að enn sé ekki alveg ljóst hversu mikið breytingarnar kosti. Þá eigi rekstrarkostnaður eftir að koma í ljós. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA REYKJAVÍKURHÖFN Nýjar reglur um öryggisvöktun hafna hafa í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir skipafélögin og aðra sem standa í slíkum rekstri. Nýjar reglur um öryggisvöktun hafna hafa í för með sér verulegan kostnað: Kostnaður hleypur á tugum milljóna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.