Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 14
„Fjárlögin og stöðugleikinn í efna- hagsmálum er forsenda alls ann- ars og skiptir því meginmáli að leggja höfðuáherslu á þann mála- flokk,“ segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sem taka mun við embætti for- sætisráðherra 15. september. Við myndun ríkisstjórnar var það hluti af samningi ríkisstjórnar- flokkanna að þeir myndu skipta milli sín forsætisráðuneytinu. Halldór segir málefnin sem bíða hans í forsætisráðherraemb- ættinu hefðbundin. Tímabil fjár- laga sé að renna upp og því muni efnahagsmál og atvinnumál verða hæst á baugi á næstunni auk mál- efna sem þeim tengjast, svo sem velferðarmál og skattamál. Ríkisstjórnin hefur þegar efnt hluta af ríkisstjórnarsáttmálanum er varðar skattamál með því að lækka og samræma erfðafjár- skatt og lækka hátekjuskatt. Mun það því meðal annars koma í hlut Halldórs að stýra ríkisstjórninni í ákvörðunum um lækkun tekju- skatts og endurskoðun á virðis- aukaskattskerfinu, líkt og ríkis- stjórnin hefur þegar lýst vilja sín- um fyrir. Ekki áherslubreyting á embættinu Spurður hvort áherslubreyting verði á embættinu segist Halldór ætla að halda áfram því góða starfi sem hafi verið unnið á und- anförnum árum. „Það er ekki eingöngu mitt heldur allrar ríkisstjórnarinnar og þingmeirihlutans sem að baki stendur. Það er nauðsynlegt að eiga gott samstarf um þau mál- efni sem þarf að takast á við,“ segir Halldór. Hann segist ekki viss um að það breyti í sjálfu sér svo miklu fyrir Framsóknarflokkinn að flokkurinn taki við völdum í for- sætisráðuneytinu. „Það liggur fyrir að þetta er samningur sem gerður var milli flokkanna. Aðalatriðið er það að núverandi ríkisstjórn geti skilað góðu starfi og haldi áfram að vinna að því að bæta afkomu þjóð- arinnar. Ef það tekst þá er það vel,“ segir hann. Halldór vill ekkert segja um fyrirhuguð ráðherraskipti ríkis- stjórnarinnar, um þau verði til- kynnt þegar nær dregur. Samstarf stjórnarflokkanna gott Halldór gegnir um þessar mundir stöðu tveggja ráðherra í veikindum Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Aðspurður segir hann það ganga mjög vel og allt hafi farið fram með eðlilegum hætti til þessa. „Það er tiltölulega rólegur tími í stjórnmálum eins og er og engin sérstök erfiðleikamál uppi. Það sem mestu máli skiptir er að for- sætisráðherra nái sínum fyrri styrk. Ríkisstjórnin mun leysa úr þeim málum sem upp koma,“ segir Halldór. Halldór neitar því að samstarf- ið milli flokkanna hafi stirðnað við átökin sem fylgdu fjölmiðla- málinu og lyktum þess. „Samstarfið milli flokkanna er gott, við þurfum eins og allar rík- isstjórnir að takast á við margvís- leg málefni. Í öllum samsteypu- stjórnum kunna að vera mismun- andi áherslur. Það eru einfaldlega dagleg verkefni íslenskra stjórn- mála,“ segir hann. Fjölmiðlanefndin í start- holunum Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sam- tali við Fréttablaðið á dögunum að stefnt væri að því að nýtt og endurskoðað fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram á Alþingi fyrir ára- mót. Spurður um það sagði Halldór að engin tímasetning hefði verið ákveðin í því sambandi. „Ákveðið var að fjölmiðla- nefndin myndi hefja undirbúning að nýju frumvarpi og mun stjórn- arandstaðan meðal annars taka þátt í þeirri vinnu. Aðalatriðið er að koma því starfi af stað og gefa nefndinni það svigrúm sem þörf er á án þess að draga starf hennar um of á langinn, það er engum til góðs,“ segir Halldór. Aðspurður segir hann það ekki hafa verið rætt innan flokksins hvaða ákvæði þættu æskileg að hafa í frumvarp- inu. Halldór neitar því að ágreining- urinn innan Framsóknarflokksins hafi verið jafn mikil og dregið hefur verið upp í fjölmiðlum. „Ég tel að fjölmiðlar hafi ýkt þessi átök. Það má segja að þetta hafi verið eins og veðrið nú um verslunarmannahelgina,“ segir hann. „Vont veður er miklu vin- sælla fréttaefni en gott veður. Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að ýkja og gera meira úr því sem miður fer. Slæmar fréttir virðast meira áberandi í fjölmiðlum þessa dagana. Og leitin að þeim,“ segir Halldór. Samstaða um endurskoðun stjórnarskrár Vegna ákvörðunar forseta að synja fjölmiðlalögunum svoköll- uðu staðfestingar 2. júní kom upp áður óþekkt staða í íslenskri stjórnskipun og var því jafnvel haldið fram að stjórnskipunar- kreppa hefði myndast. Greindi lög- spekinga á um ýmis grundvallar- ákvæði stjórnarskrárinnar og í kjölfarið náðist pólitísk samstaða um að nauðsynlegt væri að hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar sem fyrst. Forsætisráðherra hafði reynd- ar þegar gert það að umtalsefni sínu í kjölfar fyrirspurnar Stein- gríms J. Sigfússonar á Alþingi síð- asta haust. Halldór segir að allir séu sam- mála um að nauðsynlegt sé að fara ofan í ýmis atriði stjórnarskrár- innar. „Miklu máli skiptir að gera það með almennum hætti, ekki í ljósi einhvers ákveðins máls. Umfjöllun um stjórnarskrárbreytingu er allt annars eðlis en öll önnur mál. Hún varðar stjórnmálin almennt og starfssvið mikilvægustu embætta þjóðarinnar. Verið er að ræða mál- efni sem varða lengri framtíð og eiga við alla þá sem starfa að þess- um málum. Það skiptir okkur 14 4. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR STUDDUR YFIR LANDAMÆRIN Íraskir landamæraverðir hjálpa íraska flóttamanninum Nasi Khalaf yfir landa- mærin til Íraks á ný. Khalaf flúði til Írans ásamt fjölskyldu sinni árið 1991 þar sem hann hefur dvalið síðan án þess að sjá heimaland sitt. Taívan þykir ógna samskiptum Kína og Bandaríkjanna: Bandaríkin selja vopn til Taívan PEKING, AP Á mánudag sagði Wu Bangguo, einn af æðstu leiðtogum Kína, bandarískum öldungadeild- arþingmönnum sem voru í heim- sókn í Asíulandinu að Kína myndi aldrei gefa Taívan formlegt sjálf- stæði. Bangguo sagði að spurning- in um framtíð Taívan ógni sam- skiptum Kína og Bandaríkjanna. Hann sagði að ráðamenn í Wash- ington yrðu að sætta sig við stefnu stjórnvalda í Peking í garð Taívan sem gengur út á að standa í veginum fyrir að landið fái form- legt sjálfstæði. Í borgastríðinu í 1949 slitnuðu tengsl milli stjórnarinnar í Peking og Taívan sem í dag er þó er ekki sjálfstætt nema að nafninu til. Kína hefur hótað að hertaka eyj- una lýsi hún yfir sjálfstæði sínu. Ummæli Bangguo fylgja í kjöl- far fregna um að Bandríkin séu í þann mund að selja Taívan vopn og tækjabúnað fyrir andvirði tæpra þrettán hundruð milljarða íslenskra króna sem ekki hefur fallið í góðan jarðveg í kínversku höfuðborginni. ■ Heimdallur: Framboð til formennsku STJÓRNMÁL Helga Árnadóttir tölv- unarfræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, á næsta aðalfundi félagsins. Í fréttatil- kynningu kemur fram að fjöl- breyttur hópur standi að framboði Helgu, sem endurspegli þann víð- tæka stuðning sem grundvallar- atriðin í stefnu félagsins njóta. Yfirlýst markmið framboðsins er að tryggja að stjórn félagsins sé skipuð af fjölbreyttum hópi. Helga sat í stjórn Heimdallar árið 2001 til 2002 og var kosningastjóri ungra sjálfstæðismanna í borgar- stjórnarkosningunum 2002. ■ Rándýr minnisvarði veldur slysum: Gosbrunnur Díönu LONDON, AP Starfsmenn í Hyde-garð- inum í London leita nú leiða til að lagfæra gosbrunn tileinkaðan minn- ingu Díönu prins- essu. Elísabet drottning opnaði brunninn fyrir tæpum mánuði síð- an og kostaði hann um 470 milljónir króna. Gosbrunnin- um var lokað 22. júlí eftir að þrjár mann- eskjur höfðu slasað sig meðan þær óðu í brunninum. Talað er um að takmarka að- gengi að brunninum sem og að setja gestum garðsins reglur sem koma eiga í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. ■ HER ALÞÝÐULÝÐVELDISINS Kínverskir hermenn marsera í hátiða- höldum sem fram fóru í landinu 1. ágúst sem mörkuðu þau tímamót að 77 ár eru liðin frá því að Mao Zedong náði völdum í landinu. GOSBRUNNUR Hinum rándýra minnisvarða um Díönu prinsessu í London hefur verið lokað vegna slysahættu. Tvær litlar stúlkur sjást hér við leik með- an fólk gat ennþá buslað í brunnin- um. Stöðugleiki forsenda alls Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra 15. september. Hann boðar ekki miklar breytingar heldur segist ætla að halda áfram því góða starfi sem hafi verið unnið á undanförnum árum. Mikilvægt að endurskoðun stjórnarskrár fari ekki fram í ljósi ákveðins máls. SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL HALLDÓR ÁSGRÍMSSON TEKUR VIÐ FORSÆTISRÁÐ- HERRAEMBÆTTI 15. SEPT- EMBER. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Það skiptir okkur miklu máli að við vitum hver mörk okkar eru, hvað getum við gert og hvað ekki. Þessi óvissa sem upp hefur komið um stjórnarskrána og mismunandi álit um það hvað er heimilt að gera samkvæmt stjórnarskránni er mjög óþægileg.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.