Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 28
20 4. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Við mælum með... ...að KR-ingar fari að hafa samband við særingarmann sem geti hrakið þá illu anda sem virðast taka sér bólfestu í leikmönnum liðsins er það mætir Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Það er farið að dimma í Vesturbænum og ef leikurinn gegn FH tapast er staða liðsins orðin mjög svört. Þar af leiðandi tapa þeir litlu á að reyna óhefðbundnar leiðir.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Miðvikudagur ÁGÚST Við hrósum... ...Knattspyrnusambandi Íslands fyrir óhemju mikinn metnað. Forkólfar sambandsins stefna að því að slá aðsóknarmetið á Laugardalsvellinum og fá um 20 þúsund áhorfendur á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu 18. ágúst. Þeir eru ekkert að grínast með þessu mark- miði sínu og til að undirstrika það hafa þeir dregið gamla brýnið Eusebio á flot en hann átti heiðurinn af því að 18.194 áhorfendur mættu á leik Vals og Benfica árið 1968. FÓTBOLTI Stórleikur átta liða úrslit- anna er klárlega viðureign KR og FH í Frostaskjóli. Liðin hafa mæst oft síðustu ár og er óhætt að segja að FH sé komið með hreðjatak á KR en það er orðið ansi langt síðan Vesturbæjarrisinn lagði Fimleikafélagið. Ólafur Kristjáns- son, þjálfari Fram, hefur leikið með báðum félögum og við fengum hann til þess að spá í spilin fyrir okkur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik því hann gæti orðið vendipunktur fyrir bæði lið. Ef FH sigrar staðfestist það að þeir geta virkilega barist á mörgum vígstöðvum og fyrir KR er þetta möguleiki til þess að rífa sig upp úr ládeyðu. Þannig að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur,“ sagði Ólafur en hann telur KR virkilega þurfa á sigri að halda enda gerir hann ekki ráð fyrir því að þeir verji titil sinn í deildinni. „Mér finnst hafa verið mjög neikvæðir tónar í kringum KR. Leiðinlega neikvæðir síðan ég kom heim. Það er kvartað yfir öllu og það virðist ekki vera starfs- friður í Vesturbænum en það er ekkert nýtt enda virðist bara vera starfsfriður þar ef það næst árangur. Ég tel að FH hafi hópinn til þess að fara alla leið í bæði deild og bikar en ég efast um að KR hafi það.“ Eins og áður segir hefur FH haft gríðarlegt tak á KR síðustu mánuðum en telur Ólafur að slíkt hafi áhrif þegar út í svona leik er komið? „Þegar maðurer þjálfari og segir við lið sitt að tölfræðin hafi ekkert að segja þá er það bara til þess að reyna að gera lítið úr töl- fræðinni. Það er aftur á móti stað- reynd að svona lagað hefur áhrif á leikmenn og sérstaklega þá sem tóku þátt í leikjunum á undan. Engu að síður hlýtur að styttast í sigurleik hjá KR en sálfræðitakið er mjög sterkt hjá FH. Ég tel að FH-liðið í dag sé einfaldlega of sterkt til þess að tapa þessum leik þannig að ég tippa á FH-sigur,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Hin viðureign kvöldsins fer fram á Kópavogsvelli þar sem liðið í fyrsta sæti 1. deildar, Valur, tekur á móti liðinu í þriðja sæti deildarinnar, HK. Valur hefur haft gott tak á HK í sumar og unnið báðar viðureignirnar, 5-1 og 1-0. Við fengum Bjarna Jóhanns- son, þjálfara Breiðabliks, til að leiða okkur í allan sannleika um það hvernig þessi leikur fer. „Mér finnst eins og bæði þessi lið hafa verið með hugann við þennan leik frá því að drátturinn fór fram því ekki hafa þau verið að hala inn stigin í deildinni frá drættinum. Ég tel að bæði lið mæti vel undirbúin og að leikur- inn endi í vítaspyrnukeppni þar sem HK fer með sigur,“ sagði Bjarni ákveðinn og greinilega búinn að rýna vel í kristalkúluna sína. Rétt er síðan að geta þess að leikirnir hefjast klukkan 18.30. henry@frettabladid.is FH sleppir ekki hreðjatakinu ■ ■ LEIKIR  18.30 HK og Valur mætast á Kópavogsvelli í 8-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu.  18.30 KR og FH mætast á KR-velli í 8-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  16.25 Einvígið á Nesinu 2004 á RÚV. Endurtekinn þáttur.  19.10 Champions World 2004 (Chelsea - AC Mílan) á Sýn.  20.50 Champions World 2004 (Liverpool - Róma) á Sýn.  23.15 US PGA Tour 2004 (US Bank Championship In Milwaukee) á Sýn.  23.50 Bikarkvöld á RÚV. Sýnt úr leikjum í 8-liða úrslitum VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM VI Átta liða úrslit VISA-bikars karla hefjast í kvöld með tveim leikjum. KR tekur á móti FH og 1. deildarliðin HK og Valur mætast í Kópavogi. NÁ KR-INGAR AÐ LOSA TAKIÐ? Atli Viðar Björnsson og Gunnar Einarsson eigast við í opnunarleik KR og FH í Landsbankadeildinni í sumar. Þá fór FH með sigur af hólmi, rétt eins og í bikarleik félaganna í fyrra. Rússneski hornamaðurinn sterki,David Kekelia, hefur yfirgefið handknattleikslið Stjörnunnar og mun leika með Gróttu/KR á næstu leiktíð. Hann bætist í hóp fjölmargra leikmanna sem yfir- gefið hafa Garða- bæjarliðið frá því að síðustu leiktíð lauk og nánast má líkja því við faraldur. David Kekelia hefur verið einn traustasti en um leið einn vanmetnasti leikmaður Íslands- mótsins undanfarin ár og er mikill fengur fyrir lið Gróttu/KR. Handknattleiksmaðurinn IngólfurRagnar Axelsson hefur gengið til liðs við Fram frá bikarmeisturum KA. Ingólfur er 21 árs gamall og þykir efnilegur. Hann er rétthentur útispilari sem getur leyst nokkrar stöður þótt oftast leiki hann á miðjunni. Stjórnarformaður enska úrvals-deildarfélagsins Portsmouth, Milan Madaric, hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að Dwight Yorke væri ofarlega á óskalista liðsins. Sagan hermir að Portsmouth hafi þegar boðið Black- burn Rovers 400.000 pund fyrir framherjann snjalla. Háar launakröf- ur hans gætu þó sett strik í reikning- inn varðandi vistaskiptin. Graeme Souness, framkvæmdastjóri Black- burn, vill Yorke í burtu enda andar köldu á milli þeirra. Enska úrvalsdeildarfélagið Totten-ham Hotspur kemur líklega til með að gera samning við leikmann- inn Dagui Bakari en hann lék æfingaleik með félaginu gegn Nott- ingham Forest á dögunum. Bakari er 29 ára gamall sóknarmaður og hefur leikið með franska liðinu Lens und- anfarin ár. Tottenham þarf nauðsyn- lega á sóknarmanni að halda eftir að Írinn Robbie Keane meiddist á dögunum og Portúgalinn Helder Postiga var seldur. Luke Chadwick er genginn til liðs við 1. deildarlið West Ham United. Hann fór á frjálsri sölu frá ensku bik- armeisturunum Manchester United en kappinn lék reyndar sem láns- maður með 1. deildarliði Burnley á síðustu leiktíð. Chadwick þótti á sínum tíma mjög efnilegur leikmað- ur en komst lítt áleiðis enda barðist hann við David Beckham um stöðu í byrjunarliðinu. Nú vonast hann til að ferillinn gangi í endurnýjun líf- daga á hjá West Ham. Hinn 71 árs gamli Sir Bobby Rob-son, framkvæmdastjóri enska úr- valsdeildarfélagsins Newcastle United, ætlar ekki að fjarg- viðrast vegna yfir- lýsingar stjórnarfor- manns félagsins, Freddy Shephard, þess efnis að samn- ingur Robsons verði ekki endurnýjaður eftir næsta keppn- istímabil. Robson sagði að nú yrðu menn að snúa bökum saman og ein- beita sér að komandi leiktíð og úti- loka allt utanaðkomandi áreiti. Hann tilkynnti einnig að hann hefði ekki í hyggju að hætta afskiptum af knatt- spyrnu eftir að samningur hans rennur út heldur reyna fyrir sér ann- ars staðar, enda fyndist honum hann eiga nóg eftir. Svo gæti farið að Ítalinn RobertoBaggio mæti til leiks þegar ítalski boltinn fer að rúlla að nýju. Baggio lagði skóna formlega á hilluna eftir að síðustu leiktíð lauk og fékk meira að segja eitt stykki kveðjuleik. Síðan þá hafa forráða- menn tveggja fyrr- verandi liða hans, Bologna og Fiorent- ina, lagt hart að honum að endurskoða ákvörðunina og boðið honum samning. Baggio, sem skoraði sitt tvö hundruðasta mark í Seria A, í vetur, hefur ekki úti- lokað að snúa aftur en segist þurfa meiri umhugsunarfrest. Leikbönn hafa augljóslega áhrif á leikmenn: Rio að missa það? FÓTBOLTI Það má fastlega gera ráð fyrir því að leikmaður sem er að afplána átta mánaða langt leik- bann hafi tíma til að heimsækja hárgreiðslustofu. Það er einmitt það sem Rio Ferdinand hefur greinilega gert. Hann mætti á æfingu og skartaði þá nýrri hár- greiðslu - einhverri óhugnanleg- ustu afró-greiðslu sem sést hefur síðan hljómsveitin Jackson 5 var að toppa vinsældalista út um allan heim. Venjulega hefur Rio verið hár- prúður með eindæmum, með annaðhvort stutt eða snoðað hár. Gera má ráð fyrir að hárgreiðsla Rio hafi lífgað upp á æfingar Man.Utd. því liðinu hefur ekki gengið vel á æfingamótinu í Bandaríkjunum. Vonandi gerir hann það eina rétta í stöðunni og rakar á sér hausinn áður en hann snýr aftur í ensku úrvalsdeildina því menn með slíka hárgreiðslu eru ekki líklegir til að fara af fullum krafti upp í skallaeinvígi. ■ FLOTTUR MEÐ FRÓIÐ Svona leit Rio Ferdinand út þegar hann mætti á æfingu hjá Man.Utd. í fyrradag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.