Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 31
CRUISE Á FRUMSÝNINGU Leikarinn Tom Cruise var mættur á frum- sýningu nýjustu myndar sinnar, Collateral, í Los Angeles á dögunum. Michael Mann er leikstjóri myndarinnar, hann á að baki myndir á borð við Heat og The Insider. JK Rowling, höf-undur Harry Pott- er-bókanna, ætlar að skrifa áttundu bókina um galdra- strákinn og ævintýri hans. Rowling, sem er um þessar mund- ir að ljúka við þá sjöttu, hefur hingað til lýst því yfir að aðeins sjö bækur komi út. Í áttundu bókinni verður efni sem ekki komst inn í hinar bækurnar og mun allur ágóði renna til góðgerð- armála. Eftir að síðasta bókin kemur út ætlar Rowling að setjast í helgan stein. Baðstrandargellanfyrrverandi, Car- men Electra, ætlar að fara í brjóstaminnkun, karlkyns aðdáend- um hennar til mikilla vonbrigða. Electra, sem fór í brjóstastækkun á sínum tíma, sér eftir öllu saman og vill að barmurinn verði eðlilegur á ný. Leikkonan Gwy-neth Paltrow finnst betra að búa í New York heldur en í London. Ástæðan er sú að þar fær hún meira næði. Chris Martin, söngvari í Cold- play, hefur búið með henni í New York ásamt dóttur þeirra Apple og virðist full sátt ríkja um dvalar- staðinn. Hin brjóstgóðal e i k k o n a , Pamela Anderson, ætlar að láta stóra nektarmynd af sjál- fri sér fylgja með sinni fyrstu skáld- sögu. Anderson var aðeins einn mánuð að skrifa bókina, sem ber heitið Star. Rapparinn 50 Cent, sem kemurhingað til lands innan skamms, mun koma fram í feluhlut- verki í þáttunum The Simpsons. Mun hann meðal annars syngja dúett með Bart Simp- son. Að sögn Nancy Cartwright, sem talar fyr- ir Bart, verður út- koman ekkert í líkingu við lagið vinsæla Do the Bart- man sem kom út árið 1991. 25MIÐVIKUDAGUR 4. ágúst 2004 Skotlínur frá Scierra fyrir þá sem vilja ná lengra Leynivopn Veiðihornsins. Victoria´s Secret. Höfundur Bjarni Júlíusson. Hefur reynst frábærlega í laxveiði á sólríkum dögum. Skothausar og heilar skotlínur frá Scierra sem eru hannaðar af Henrik Mortensen og Hywel Morgan hafa slegið í gegn enda magnaðar línur á góðu verði. Skothausar aðeins 4.890, heilar skotlínur aðeins 5.890.- Gerðu verðsamanburð, fáðu þér góða skotlínu á sanngjörnu verði og náðu lengra. Byrjendur ná fyrr góðum tökum á fluguköstum með skotlínum frá Scierra. Veiðihornið Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 sími 568 8410 Fylgstu með leynivopni vikunnar á mánudögum. FRÉTTIR AF FÓLKI ■ KVIKMYNDIR Blanda hefur nú gefið flesta lax- ana í sumar, næstum 1300 laxa. Veiðimaður sem var á svæði þrjú fyrir fáum dögum í Blöndu, veid- di 16 laxa og missti tvo væna, ann- an fantastóran sem hann glímdi við lengi en fiskurinn hafði betur. Flestir laxarnir sem voru að veið- ast fengust á mjög smáar flugur. Mikið hefur rignt síðustu daga og mikill kippur komið í veiði- skapinn. „Það var allt vitlaust í Laxá í Kjós, 63 fiskar fyrir há- degi,“sagði Bjarni Ómar Ragnars- son, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, aðspurður um veið- ina. Veiðimaður sem við ræddum við í Ytri-Rangá var kominn með 12 nýja laxa á stöngina fyrir há- degi og í Laxá á Nesjum tók veiði- skapurinn kipp um leið og rigna tók. Áin hafði gefið 8 laxa en veið- in meira en tvöfaldaðist á einum og hálfum degi. Holl sem var að hætta veiðum í Laugardalsá í Ísa- fjarðardjúpi veiddi yfir 70 laxa og svona mætti lengi telja. Mokveiði hefur verið í Leirvogsá og þar eru komnir um 450 laxar á land og lít- ið lát á veiðinni. Ungu veiðimennirnir hafa ein- nig staðið sig vel í sumar og marg- ir fengið fína fiska eins og hann Arnar Freyr Gíslason sem veiddi 6 punda urriða á silungasvæðinu í Vatnsdalnum. Fiskurinn tók maðkinn á ómerktum veiðistað og var um mikla baráttu að ræða. Fiskurinn gaf sig ekki fyrr en eft- ir rúmlega 15 mínútu bardaga og hafði hann þá hreinsað sig nokkrum sinnum. Annar ungur veiðimaður, Ár- sæll Páll Óskarsson, gerði fína ferð í Mývatnssveit og veiddi einn boltafisk á fluguna Hólmfríði númer 8. Og veiðisögurnar detta inn, ein af annarri. Ein segir frá veiði- manninum sem var að veiða í vatnslitlu veiðiánni og lítið var að gerast, eiginlega ekki neitt því áin var að þorna upp. Hann gengur eftir árbakkanum og kastar flug- unni, það er lítið hreyfing á svæð- inu. Allt í einu sér hann stein út í miðjum hylnum og ákveður að kasta flugunni af honum og sjá hvort eitthvað gerist ekki. Hann kastar nokkur köst og ekkert ger- ist, fyrr en steininn sem hann hafði kastað á syndir í burtu og hverfur sjónum og sást ekki meira á svæðinu. Og veiðimaður- inn fór heim með öngulinn í rass- inum. ■ Breski leikarinn Jude Law hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd um ævi Ian Curtis, söngvara hljómsveitarinnar Joy Division. Hlutverkaval Law er talið heldur óvenjulegt því undanfarið hefur hann leikið í stórum Hollywood-myndum á borð við Cold Mountain. Nýja myndin verður byggð á bók sem Deborah, ekkja Curtis, skrifaði um eigin- mann sinn, sem framdi sjálfsvíg árið 1980. Þá var Curtis aðeins 23 ára og hljómsveitin hans á leið í tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir lát Curtis stofnuðu eftir- lifandi meðlimir Joy Division, hljómsveitina New Order sem átti eftir að njóta mikilla vinsælda. Hið vinsæla lag hennar, Blue Monday, var tilvísun í dauða Curt- is. Peter Hook, bassaleikari New Order, segist vera nokkuð ánægð- ur með valið á Law í aðalhlutverk- ið. Hann hefði samt frekar viljað sjá Sean Harris, sem lék Curtis í myndinni 24 Hour Party People, fara með hlutverkið. ■ Rokksveitin The Strokes ætlar að gefa út sína fyrstu tónleikaplötu í haust. Um er að ræða tónleika sem voru teknir upp af BBC í Alex- andria-höllinni í London á síðasta ári. Á plötunni verða meðal annars lögin, Is this It, 12:51og Hard To Explain af plötunum Is This It og Room on Fire, síðustu plötu sveit- arinnar. Talið er að ný hljóðvers- plata frá The Strokes komi í fyrsta lagi út næsta vor. ■ JUDE LAW Law ætlar að leika í nýrri mynd um for- sprakka Joy Division, Ian Curtis. Jude Law leikur Curtis Tónleikaplata frá Strokes THE STROKES Tónleikaplata er væntanleg frá New York-sveitinni The Strokes. ■ TÓNLIST VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Ungu veiðimenn- irnir standa sig vel ÁRSÆLL PÁLL ÓSKARSSON Með boltafisk af urriðasvæðinu í Mývatnssveit. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Ó SK AR ■ KVIKMYNDIR AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.