Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 12
12 5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR FAGNAÐ Á GÍBRALTAR Íbúar Gíbraltar fögnuðu því í gær að 300 ár eru liðin frá því Bretar náðu völdum á land- svæðinu. Þeirra á meðal var þetta fólk sem klæddi hundinn sinn í fánalitum Bretlands. Kostnaður við ólympíuleikana fer vaxandi: Skuldsetja sig næsta áratuginn GRIKKLAND, AP Útlit er fyrir að ólympíuleikarnir verði mun dýr- ari en grísk stjórnvöld stefndu að. Nú er svo komið að sérfræðingar eru farnir að lýsa áhyggjum af því að leikarnir íþyngi gríska ríkinu svo mjög að það kunni að taka gríska skattborgara tíu ár, hið minnsta, að borga reikninginn. „Það sem við höfum tekið saman sýnir kostnað upp á sex milljarða evra og rúmlega það,“ sagði aðstoðarfjármálaráðherr- ann Petros Doukas í viðtali við grísku útvarpsstöðina Flash. Það samsvarar rúmum 500 milljörð- um króna en sumir fjármálasér- fræðingar segja að kostnaðurinn verði á bilinu 800 til 900 milljarð- ar króna þegar uppi verður staðið. Ljóst þykir að kostnaðurinn vegna ólympíuleikanna verði svo mikill að hallarekstur ríkissjóðs Grikklands nemi meira en fjórum prósentum af landsframleiðslu. Það er mun meira en reglur evru- svæðisins kveða á um. Samkvæmt þeim má halli ríkissjóðs ekki nema meira en þremur prósent- um. ■ Minnihluti hagnaðar úr starfsemi útibúa Einungis sex prósent af hagnaði KB banka fyrir skatta er vegna hefðbundinn- ar viðskiptabankastarfsemi. Hlutfallið er hæst hjá Landsbankanum. BANKAR Hefðbundin bankastarf- semi, eins og hún snýr að almenn- ingi skilaði sex til 28 prósentum af hagnaði bankanna fyrir skatta. Hefðbundin viðskiptabanka- starfsemi skilaði KB banka 488 milljónum af 7,5 milljarða hagnaði fyrir skatta eða sex prósent af hagnaðinum. Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri KB banka, segir af- komuna af þessari starfsemi óvið- unandi. Að hans sögn vinnur bank- inn að yfirferð lána til smærri fyrir- tækja og einstaklinga í því skyni að auka gæði lánanna. Þessari vinnu sé ekki að fullu lokið og hún leiði til hærri færslu á afskriftareikninga bankans. Hæsta hlutfallið er hjá Lands- bankanum eða 28 prósent. Af 7,5 milljarða hagnaði bankans fyrir skatta koma rúmir tveir milljarðar af viðskiptabankastarfsemi. Tölu- verður kostnaður fylgir viðskipta- bankastarfseminni, þar sem hún er mannfrek. Þótt hlutfallið sé undir markmið- um KB banka, varpar það engu að síður ljósi á ólíkar áherslur bank- anna. KB banki hefur verið sterkastur á sviði fjárfestinga- bankastarfsemi. Guðmundur Magnússon, pró- fessor í viðskiptafræði, segir þetta þróun sem hafi mátt greina undan- farin misseri. „Íslenskir bankar eiga meira af hlutabréfum en bank- arnir í löndunum í kringum okkur og það hefur gengið vel hjá þeim.“ Auk þessa bendir Guðmundur á að bankarnir hafi hagnast vel á eign í öðrum verðbréfum í lækkandi vöxt- um. „Það ætti nú að fara að draga eitthvað úr því. Þótt vextirnir hafi verið eitthvað að lækka til okkar, þá eru vextirnir enn þeir hæstu á Norðurlöndum“ segir Guðmundur. Hann segist búast við því að þessi þróun muni ekki halda svona áfram. „Til lengdar verður hluta- bréfahagnaður ekki jafn mikill hluti af hagnaði bankanna.“ Guðmundur bendir einnig á að talsvert af tekjum bankanna hafi komið til vegna fjármögnunar kaupa og sölu á fyrirtækjum. „Út- lánaaukning hefur aukist mikilu hraðar en landsframleiðsla sem þýðir að í vaxandi mæli eru menn að græða á því að kaupa og selja hverjir öðrum.“ haflidi@frettabladid.is Öryggi í Ísrael: Veikir blettir JERÚSALEM, AP Helsti flugvöllur og stórar herstöðvar í Ísrael eru ekki nægilega vel varðar gagn- vart hugsanlegum árásum hryðjuverkamanna. Þetta kem- ur fram í nýrri leyniskýrslu ísraelskra yfirvalda um ástand öryggismála. Heildarástand öryggismála er þó ekki talið slæmt en rann- sóknin tók til sextíu mikilvægra mannvirkja, meðal annars Ben Gurion flugvallarins. Þar eru sagðir vera veikir blettir í ör- yggismálum. Til dæmis segir í skýrslunni að sums staðar geti hryðjuverkamenn komist nægi- lega nálægt vellinum til að skjóta flugskeytum á flugvallar- byggingar og flugvélar. ■ Flokksþing repúblikana: Búist við mótmælum NEW YORK, AP Búist er við að stórir hópar standi fyrir mótmælum þegar bandaríski Repúblikana- flokkurinn heldur flokksþing sitt í New York í lok mánaðarins. Mót- mælendur hafa í hyggju að setjast fyrir í hótelanddyrum, stöðva um- ferð fólks inn í byggingar og svindla sér inn á viðburði á vegum flokksins. Skipuleggjendur mótmælanna vonast til þess að þúsundir taki þátt í mótmælunum sem hefjast á Times torgi sama kvöld og flokks- þingið verður sett; þann 30. ágúst. Daginn eftir er gert ráð fyrir að mótmælendur standi fyrir mót- mælum sem feli í sér óhlýðni við fyrirmæli lögreglu. Mótmælend- ur segjast kæra sig kollótta um að vera stungið í steininn. Mestu skipti að koma skilaboðum á framfæri. ■ Vestræn skotmörk: Íri skotinn SÁDÍ ARABÍA, AP Írskur maður var drepinn þegar tveir menn vopnað- ir vélbyssum þustu inn á skrif- stofu hans í Riyadh höfuðborg Sádí Arabíu og skutu hann. Um er að ræða annað dráp á Íra á tveimur mánuðum. Ekki er vitað hvaða menn voru að verki. Vesturlandabúar hafa verið skot- mörk í skotárásum, sjálfs- morðsárásum og mannránum frá 12. maí í fyrra þegar bílsprengja grandaði 35 manns. Litið er á árásirnar sem tilraun til að grafa undan efnahagi landsins. ■ BANNA HÝR HJÓNABÖND Kjós- endur í Missouri samþykktu stjórnarskrárbann við hjónabönd- um einstaklinga af sama kyni. Sjö af hverjum tíu kjósendum greiddu atkvæði með banninu. Líklegt er að fleiri ríki fylgi í kjöl- farið og setji stjórnarskrárbann við hjónaböndum samkynhneigðra. ■ EVRÓPA ■ BANDARÍKIN SKÁLMÖLD Íraki sést hér við eina af kirkjunum í Bagdad sem varð fyrir árás. Ráðist á kirkjur: Árásirnar fordæmdar ÍRAK, AP Stjórnvöld í Írak og múslimskir trúarleiðtogar hafa fordæmt vel skipulagðar árásir á kirkjur á í landinu sem kostuðu sjö manns lífið og særðu 37. Þrjár kirkjur í höfuðborginni Bagdad og ein í borginni Mosul urðu fyrir árásunum sem eru þær fyrstu sem hið 750.000 manna kristna samfélag í Írak verður fyrir síðan Bandaríkjamenn komu Saddam Hussein frá völdum. Árásirnar þykja boða breyttar áherslur hjá uppreisnarmönnum sem hafa aðallega ráðist á Bandaríkjaher og íraska sam- starfsmenn þeirra. ■ BÖRN FUNDU SPRENGIEFNI Aust- urrísk börn að leik fundu jarð- sprengur og önnur sprengiefni frá tímum seinni heimsstyrjald- arinnar á engi nærri þorpinu Sandl. Hluti sprengiefnanna var enn virkur og því mikil hætta á ferðum. Sprengjusérfræðingar gerðu sprengjurnar óvirkar. SLÖSUÐUST Í JARÐSKJÁLFTA Sjö manns slösuðust þegar jarð- skjálfti reið yfir vesturströnd Tyrklands í gærmorgun. Fólkið slasaðist þegar það stökk fram af svölum og út um glugga til að forða sér út úr húsum sínum. Ekki er vitað um neinar skemmd- ir sem rekja má til skjálftans. Sex létust í flugslysi: Hrapaði á íbúðarhús BANDARÍKIN, AP Sex létu lífið, þeirra á meðal tvö börn, þegar lítil flugvél flaug á hús við golfvöll í Austin í Texas. Vélin breyttist í eldhnött þegar hún lenti á húsinu og fórust allir sem voru um borð í henni. Þrennt var í húsinu þegar atvikið átti sér stað en þau sluppu öll við meiðsl. „Ég sá hann reyna að beygja til vinstri eða forða sér með öðrum hætti. Við það missti hann aflið og hrapaði til jarðar,“ sagði Bert Brown, fyrrum atvinnuflugmaður, sem varð vitni að flugslysinu þar sem hann var að leika golf. Svo virðist sem vélarvandamál hafi valdið slysinu. Flugvélin hafði rétt tekið á loft frá nálægum flug- velli þegar slysið átti sér stað. ■ RÓLEGHEIT Í MIÐASÖLU Ólympíuleikarnir hefjast á föstudag í næstu viku. Enn má fá miða á einstaka viðburði. HÚSIÐ SEM VÉLIN LENTI Á Sex voru um borð í flugvélinni og létust allir. Fólkið í húsinu slapp án meiðsla. AFKOMA VIÐSKIPTABANKASTARFSEMI BANKANNA Í HLUTFALLI VIÐ HEILDARAFKOMU: Afkoma í milljónum króna janúar til júní 2004 Landsbankinn Íslandsbanki KB banki Afkoma viðskiptabankastarfsemi Hreinar vaxtatekjur 6.081 4.542 3.127 Aðrar tekjur 1.724 1.432 715 Afskriftir 1.812 1.143 1.407 Hagnaður fyrir skatta 2.087 1.223 488 Heildarafkoma: Hagnaður fyrir skatta 7.426 8.200 7.519 Hagnaður eftir skatta 6.035 6.825 6.158 Hlutdeild viðskiptabankastarfsemi í hagnaði fyrir skatta 28% 15% 6% LÍTIÐ AF HAGNAÐINUM Hlutur viðskiptabankastarfsemi í hagnaði bankanna er mismunandi. Hlutfallið er hæst hjá Landsbankanum og lægst hjá KB banka. Mikill hagnaður er af verðbréfaeign og fyrirtækja- verkefnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA TILBÚIN Í MÓTMÆLIN Flokksþing repúblikana verður ekki ein- ungis hátíð repúblikana heldur er búist við miklum mótmælum meðan á þinginu stendur. Sú var einnig raunin þegar demókratar héldu sitt þing í Boston.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.