Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 18
18 5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR BEÐIÐ EFTIR AÐSTOÐ Flóttamenn sem hafa orðið fyrir barðinu á flóðum í Bangladess biðu í löngum röðum eftir neyðarhjálp í flóttamannabúðum nærri Dakka, höfuðborg Bangladess. Íslenskir sláturleyfishafar: Hækka afurðaverð á nautakjöti LANDBÚNAÐUR Norðlenska og Borg- arnes kjötvörur hafa ákveðið að hækka afurðaverð á nautgripa- kjöti til bænda auk þess sem þyngdarmörk innan UN1 flokksins hafa verið lækkuð, sem þýðir að nautgripir fara yngri í slátrun en áður. Snorri Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Landsambands kúa- bænda, segir þetta gleðitíðindi fyrir nautgripabændur þar sem þeir fái að njóta hluta ágóðans af hækkandi nautgripaverði, en hækkun á afurðaverði til bænda fylgir yfirleitt í kjölfarið á verð- hækkunum til neytenda. Samkvæmt upplýsingum Landssambands kúabænda hafa flestir sláturleyfishafar hækkað verð á nautgripakjöti til bænda og hækkanir eru fyrirhugaðar hjá þeim sem hafa enn ekki tilkynnt þær. Hækkanirnar eru almennt á bilinu fimm til sjö prósent sem Snorri segir vera hógværa hækk- un en sýni að kjör íslenskra naut- gripabænda séu á réttri leið en enn sé langt í land þar til þau verða sambærileg við kjör bænda í ná- grannalöndunum. ■ Verð á landbúnaðarvörum gæti lækkað og fjármunir sem fara í styrki til landbúnaðar nýttust í annað ef Íslendingar hættu innan- landsstuðningi við landbúnað líkt og gert er ráð fyrir í rammasam- komulagi sem Alþjóðaviðskipta- stofnunin gerði um helgina. Í samningnum er Ísland þó í flokki þeirra ríkja sem sérstakt tillit verður tekið til varðandi kröfu um niðurfellingu landbúnaðarstyrkja, þegar samningurinn verður út- færður í smáatriðum, vegna þess hve framleiðsluskilyrði landbún- aðarvara eru erfið hér á landi. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, segir að það væri röng ákvörðun ef íslensk yfirvöld veldu að nýta sér þessa undanþágu og það kæmi sér illa fyrir neytendur og skattgreið- endur. „Þá væri verið að reyna að verja fortíðina lengur en góðu hófi gegnir. Betra væri að taka ákvörðun um þessi mál á eðlileg- um viðskiptalegum forsendum en að reyna að halda lífinu í geirum sem eru ekki lífvænlegir. Slæm rekstrarskilyrði gefa það til kynna að menn eiga að fást við eitthvað annað,“ segir Gylfi. Ríkisstjórn vill halda áfram styrkjum Drífa Hjartardóttir, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, segist telja að áframhaldandi stuðningur við íslenskan landbún- að sé óhjákvæmilegur. „Það er mikilvægt að hér séu framleiddar landbúnaðarvörur. Nokkur þúsund manns vinna við úrvinnslu á landbúnaðarvörum á landsbyggðinni og í Reykjavík. Það verður ekki allt fengið með því að flytja vöruna inn. Ég held að það verði langt í það að flutt verði inn nývara til Íslands. Við verðum að geta framleitt vörur, svo sem mjólk,“ segir Drífa. Hún segist jafnframt telja að flestir vilji velja íslenskt. „Það er miklu betri vara, við vitum hvernig hún er framleidd. Hér er ekki notað skordýraeitur, eins og í flestum öðrum löndum. Hreinleikinn og gæðin eru það sem skipta svo miklu máli,“ segir hún. Gylfi Magnússon segir að það sé einmitt þetta tvennt sem Drífa bendir á, lega landsins og val neytenda, sem veiti íslenskum landbúnaði sjálfkrafa ákveðna vernd. Vegna fjarlægðar frá öðr- um mörkuðum sé óhagkvæmt að flytja inn ýmsar ferskvörur, svo sem mjólk, og verði þær því ávallt framleiddar hér í þeim mæli sem þörf sé á. Þá njóti markaðurinn neytendaverndar sem felst í því að Íslendingar velji ávallt í ákveðnum mæli íslenskar vörur fram yfir útlenskar af ýmsum ástæðum. „Af þeim ástæðum myndi ís- lenskur landbúnaður lifa áfram þótt innanlandsstyrkjum yrði hætt, þótt það yrði í smækk- aðri, en mun hag- kvæmari mynd,“ segir Gylfi. Aðallega hug- lægar ástæð- ur fyrir styrkj- um Hann segir að afnám styrkja hefði að sjálf- sögðu í för með sér mjög sárs- aukafullt ferli. „Landbúnaður verður að vera hagkvæm atvinnugrein, annars hefur hún ekki rétt á sér. Ekki er verið að styrkja aðrar atvinnu- greinar sem ekki ganga,“ bendir hann á. Gylfi segir að það hefði tals- verð áhrif á þá sem starfa við landbúnað ef styrkir yrðu felldir niður. Það hefði þó lítil efnahags- leg áhrif því landbúnaður hafi lítið vægi í hagkerfinu. Spurður um helstu mótrökin gegn því að hætta stuðningi við landbúnað segir Gylfi að þau séu fyrst og fremst pólitísk. „Að sjálf- sögðu er hægt að segja margt gott um að hafa blóm- legan landbúnað. Margir hafa ánægju af að vita af því að sveitir landsins séu í rækt. Þetta eru þó aðallega huglægar ástæður, tylliá- stæður,“ segir Gylfi. Óbeinn stuðningur í formi tolla Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða hvað mest til landbúnaðar og skipa sér þar í flokk með Norðmönnum, Sviss- Kynferðisleg áreitni: Var vísað úr landi SRI LANKA, AP Frönskum ferðamanni sem fundinn var sekur um kyn- ferðislega áreitni við fjóra flug- þjóna var í gær gert að yfirgefa Sri Lanka innan tveggja vikna. Ferðamaðurinn áreitti þrjár flugfreyjur og einn flugþjón á leið sinni frá Zürich í Sviss til höfuð- borgar Sri Lanka, Kólombó, í júní. Orðalag hans var móðgandi auk þess sem hann kastaði púðum í far- þega. Ferðamaðurinn bar við ölvun og gekkst við sök sinni. Dómurinn fól einnig í sér tveggja ára erfiðisvinnu haldi ferðamaðurinn ekki almennt skil- orð í tíu ár. ■ ELSTI EFTIRLIFANDI HERMAÐURINN Henry Allingham, 108 ára, lagði blómsveig að minnisvarða um þá sem létust í fyrri heimsstyrjöld. Aldargamlir hermenn: Minntust fyrra stríðs LONDON, AP Þeir voru allir vel við aldur, hermennirnir fyrrverandi, sem tóku þátt í minningarathöfn um upphaf fyrri heimsstyrjaldar. Sá yngsti var 103 ára, sá elsti 108 ára og allir tóku þeir þátt í stríð- inu. Níutíu ár voru í gær liðin frá því heimsstyrjöldin fyrri braust formlega út. 4. ágúst 1914 lýstu Bretar stríði á hendur Þjóðverj- um og Austurríki-Ungverjalandi. Þeir síðarnefndu höfðu þá ráðist á Serbíu en þennan sama dag réðust Þjóðverjar inn í Belgíu. Fjórir af 23 eftirlifandi bresk- um hermönnum úr fyrri heims- styrjöld tóku þátt í athöfninni í gær. ■ Rökin eingöngu pólitísk Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem greiða mest til landbúnaðar. Helstu rök gegn því að hætta stuðningi við íslenskan landbúnað eru pólitísk og ástæðurnar huglægar, segir Gylfi Magn- ússon hagfræðingur. Formaður landbúnaðarnefndar vill halda stuðningi áfram. Í SLÁTURHÚSI Afurðaverð til bænda hækkar að jafnaði um fimm til sjö prósent SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING Rammasamningur Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar KÚABÚ Vegna fjarlægðar frá öðrum mörkuðum er óhagkvæmt að flytja inn ýmsar ferskvörur, svo sem mjólk, og verða þær því ávallt framleiddar hér í þeim mæli sem þörf er á. Því er lega landsins ákveðin vernd fyrir landbúnaðinn. DRÍFA HJARTARDÓTTIR: “Styrkir til land- búanaðar óhjákvæmilegir.” GYLFI MAGNÚSSON: „Rangt ef Íslendin- gar nýttu sér undanþágurnar.”BOBBY FISCHER Framselja á skákmanninn til Bandaríkjanna fyrir brot á samskiptabanni við Júgóslavíu á síðasta áratug þegar hann tefldi þar skák. Bobby Fischer: Lengi enn í fangelsi TÓKÝÓ, AP Liðið getur á löngu þar til skákmanninum Bobby Fischer verður sleppt úr fangelsi að sögn lögmanns hans. Fischer er staddur í Japan en berst gegn framsali til Bandaríkjanna. Lögmaður Fischers lagði í gær fram beiðni þess efnis að skák- manninum verði sleppt úr fangelsi meðan úrskurðinum verður áfrýjað en er að sögn ekki bjart- sýnn um jákvæð viðbrögð við beiðninni. „Japönsk yfirvöld mega halda fólki í þessari aðstöðu í sex- tíu daga og þau eru vön að halda sig við það,“ segir Fischer. ■ Hænuskref í átt til viðskiptafrelsis Rammasamningurinn sem hin- ar 147 þjóðir Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar gerðu með sér um síðustu helgi er aðeins eitt skref í mjög löngu ferli, að sögn Gylfa Magnússonar, dós- ents í hagfræði við Háskóla Ís- lands. „Viðskiptafrelsi í heiminum hefur ver- ið aukið með samningum landa á milli. Áttu þeir sér stað að mestu á síðari hluta 20. aldarinnar en áfram- hald er á því nú. Samningar hafa ver- ið gerðir með ýmsum hætti: tvíhliða samningar einstakra landa; myndun viðskiptablokka; og nú viðræður margra aðila eða nánast allra landa um að taka sameiginlegt skref til að lækka viðskiptamúra,“ segir Gylfi. „Þetta ferli byrjaði á því að auðvelda viðskipti með iðn- varning sem var helsta áhuga- mál hjá iðnríkjunum þegar þau byrjuðu að semja sín á milli. Smám saman voru erfiðari og umdeildari vörur og þjónusta teknar inn og undir það síðasta landbúnaðarvörur, en þær voru helsti ásteytingarsteinninn í síðu lotu samningaviðræðna Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar,“ segir hann. „Varðandi landbúnaðarvörur er svolítil gjá milli ríkja heimsins í norðri og fátæku landanna í suðri. Bændur ríku landanna og erindrekar þeirra hafa barist fyrir því að halda áfram vernd- arstefnunni. Fátæku löndin halda því fram að það komi niður á þeim því hægt sé að framleiða landbúnaðarvörur með lítilli tækniþekkingu. Með- al annars hefur verið bent á það að tapið sem fátæku ríkin verði fyrir vegna landbúnaðar- stefnu Evrópusambandsins sé meira en allir þeir fjármunir sem Evrópusambandið ver til þróunaraðstoðar,“ segir Gylfi. „Gífurlegir hagsmunir eru því í húfi fyrir fátæku löndin en litlir hagsmunir eru í húfi fyrir ríku löndin. Þeir snerta tiltekna hópa mjög mikið sem hafa barist talsvert gegn því að við- skipti með landbúnaðarvörur verði gefin frjáls,“ segir Gylfi. „Rammasamningruinn sem undirritaður var um helgina er hænuskref í þá átt að auka frel- si í viðskiptum með landbún- aðarvörur. Allt stefnir þó í að skrefið verði tekið til fulls,“ seg- ir Gylfi. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.