Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 22
Sjöfn Jónsdóttir, Jón Eiríksson, Ragnhildur K. Sandholt, Yngvi Eiríksson, Herdís Guðmundsdóttir, Auður Eiríksdóttir, Ómar Runólfsson, Garðar Eiríksson, Anna Vilhjálmsdóttir, Kristinn Eiríksson, Birna Ragnarsdóttir, Sjöfn Eiríksdóttir, Thor Smitt Amundsen og fjölskyldur. Okkar ástkæri EIRÍKUR JÓNSSON múrarameistari, Rauðhömrum 12, Reykjavík Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarsjóð Oddfellow-stúkunnar nr. 5. Þórsteinn S: 552-3780. sem lést fimmtudaginn 29. júlí 2004 verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 6. ágúst og hefst athöfnin kl. 13:30. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæsludeild og deild 13-D á Landspítala við Hringbraut. Megi góður Guð blessa ykkur öll. Karl R. Guðfinnsson, Geir Jón Karlsson, Heiða Björk, Karl Reynir, Andrea, Hafdís og systkini hinnar látnu. Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, ömmu og systur, HAFDÍSAR JÓNSDÓTTUR Rauðalæk 36, Reykjavík „Það er ekki búið að plana neitt en ef eitthvað verður þá verður það látlaust. Ég býð líklegast nánustu fjölskyldumeðlimum í kaffi enda er þetta ekkert sérstaklega merkilegur aldur,“ segir þátta- stjórnandinn Sverrir Þór Sverris- son, betur þekktur sem Sveppi, en hann er 27 ára í dag. „Afmælisdagarnir voru sér- staklega skemmtilegir þegar ég var aðeins yngri því þá komu þeir oft upp á verslunarmannahelgi. Í kringum 18 ára aldurinn var það eitt árið á föstudegi, það næsta á laugardegi og það þriðja á sunnu- degi þannig að þrjú ár í röð var það algjör snilld.“ Aðspurður um eftirminnileg- asta afmælisdaginn segir Sveppi alla afmælisdagana á táningsár- unum vera eftirminnilega. „Við félagarnir gerðum alltaf það sama á afmælisdögum hver ann- ars. Við fórum fyrst á Pizza Hut og síðan í keilu, það var alveg meiriháttar og í minningunni al- veg ógeðslega gaman.“ Sveppi segist ekki vera mikið afmælisbarn miðað við suma og nefnir í því sambandi vinnufélaga sinn Auðunn Blöndal. „Auddi er rosalega mikið afmælisbarn. Hann er vanur að hringja í fólk og minna það á að hann eigi afmæli sem er alveg gott og blessað. Ég myndi hins vegar segja að ég væri meira jólabarn.“ Þessa dagana bíður Sveppi ein- faldlega eftir því að verða þrítug- ur enda finnst honum mátulegt að halda upp á þennan dag á fimm ára fresti. „Ég bíð spenntur eftir því og ætla að halda ærlega veislu þann dag. Þó að aldurinn sé alltaf að hækka þá hræðist ég hann ekkert sérstaklega heldur hlakka frekar til, langar að láta þetta ganga aðeins hraðar og al- mennilega,“ segir Sveppi og út- skýrir ástæðuna fyrir tilhlökkun- inni yfir auknum aldri; „Mér finnst mjög spennandi að vita hvar ég verð eftir 10 ár, þá orðinn 37 ára gamall. Það getur þó vel verið að maður verði ennþá að stjórna 70 mínútum.“ Það verður þáttur í kvöld á Popp Tíví eins og vanalega og vonast Sveppi eftir að félagar hans á stöðinni muni eftir degin- um. „Ef þeir eru til dæmis að lesa þetta núna þá ætti afmælið ekki að fara fram hjá þeim og þeir hafa smá tíma til að bjarga málunum,“ segir Sveppi að lok- um. ■ 22 5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR GEIMFARINN NEIL ARMSTRONG sem var fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið fæddist á þessum degi árið 1930. AFMÆLI Rósa Ingólfsdóttir, fyrrum þula, er 57 ára. Martial Nardeau flautuleikari er 47 ára. Jóakim Reynisson kvikmyndagerðar- maður er 43 ára. Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, er 31 árs. ANDLÁT Ásgerður Klemensdóttir, frá Dýrastöð- um, lést mánudaginn 2. ágúst. Helga Ingibjörg Pálsdóttir, Suðurhlíð 38d, lést þriðjudaginn 3. ágúst. Jón Þór Jóhannsson, Prestastíg 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 1. ágúst. Soffía Magnúsdóttir, Skúlaskeiði 20, Hafnarfirði, lést laugardaginn 31. júlí. Stefán Stefánsson, Brennigerði, lést sunnudaginn 1. ágúst. Stella (Þuríður Guðrún) Ottósdóttir, frá Gilsbakka, síðast til heimilis að Hraun- búðum, Vestmannaeyjum, lést sunnu- daginn 1. ágúst. Þórður E. Halldórsson lést laugardag- inn 31. júlí. JARÐARFARIR 13.30 Friðrika Elíasdóttir (Fríða), Soga- vegi 168, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Haraldur Guðbrandsson, Háaleit- isbraut 117, 108 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Sigurður Guðmundsson, frá Otra- dal, Hrafnhólum 6, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Háteigskirkju. 14.00 Hólmfríður Halldóra Björnsdótt- ir, frá Dal, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju. 14.00 Þórir Guðmundsson, frá Sáms- stöðum, Mímisvegi 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Breiðaból- staðarkirkju í Fljótshlíð. 15.00 Ágúst Guðjónsson múrari, Hjalla- seli 33, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju. 15.00 Skúli Halldórsson tónskáld verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Það var 5. ágúst 1962 sem leikkon- an Marilyn Monroe fannst látin á heimili sínu í Los Angeles. Þegar hún fannst lá hún nakin á rúmi sínu með símann í annarri hend- inni. Tóm pillubox voru dreifð um herbergið, á merkingum þeirra mátti sjá að læknar höfðu ávísað þessum lyfjum til hennar vegna þunglyndis. Eftir stutta rannsókn var niðurstaða lögreglunnar í Los Angeles að andlát Marilyn hefði orsakast af of stórum skammti af róandi lyfjum og þetta hefði að öllum líkindum verið sjálfsmorð. Marilyn Monroe var skírð Norma Jean Mortenson og fædd- ist í Los Angeles 1. júní 1926. Móð- ir hennar átti við geðræn vanda- mál að stríða þannig að Norma Jean var að mestu alin upp af fóst- urfjölskyldum og á heimili fyrir munaðarlausa. Þegar hún var 16 ára giftist hún verkamanni en þau skildu nokkrum árum síðar. 1944 tók hún upp módelstörf og tveim- ur árum síðar var hún komin með samning við 20th Century Fox og breytti nafni sínu í Marilyn Mon- roe. Sem leikkona vakti hún ekki at- hygli fyrr en eftir 1950, sérstak- lega varð hún fræg fyrir hlutverk sín í Gentlemen Prefer Blondes 1953, How to Marry a Millionaire 1953 og The Seven-Year Itch 1955. Árið 1954 giftist hún hafnarbolta- stjörnunni Joe DiMaggio, en þau skildu átta mánuðum síðar. Tveimur árum síðar giftist hún leikritaskáldinu Arthur Miller en þau skildu árið 1961. Sögusagnir segja að hún hafi átt í ástarsambandi við John F. og/eða Robert Kennedy og sam- særiskenningar hafa lengi verið á lofti um að þeir hafi komið henni fyrir kattarnef. ■ ÞETTA GERÐIST HOLLYWOOD-STÓRSTARNA FINNST LÁTIN 5. ágúst 1962 „Allt í einu laust niður í huga mér að þessi litla baun, falleg og blá, var jörðin. Ég lyfti upp þumalfingri og lokaði einu auga og þumallinn þurrkaði út jörðina. Mér leið ekki eins og risa. Mér fannst ég vera afar lítill.“ Neil Armstrong lýsir hér hvernig tilfinning það hafi verið að sjá jörðina frá öðru sjónarhorni. Goðsögnin um ljóskuna Auddi miklu meira afmælisbarn SVERRIR ÞÓR SVERRISSON EÐA SVEPPI: ER 27 ÁRA Í DAG ÞETTA GERÐIST LÍKA 1944 Pólskur uppreisnarhópur frelsar 348 gyðinga frá þýskum fanga- búðum í Varsjá. 1984 Leikarinn Richard Burton deyr úr hjartaáfalli, 58 ára. 1969 Mariner 7, bandarísk geimflaug, flýgur fram hjá Mars. Myndir eru sendar aftur til jarðar. 1963 Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin skrifa undir sáttmála um bann á tilraunum á kjarnorkusprenging- um í lofti, höfum og í geimnum. 1983 David Crosby var dæmdur til átta ára fangelsisvistar, eiturlyf og skot- vopn fundust í fórum hans. Hann var náðaður 1986. 1999 Leikarinn Robert Downey jr var dæmdur til þriggja ára fangelsis- vistar þegar hann missti af áður skipulögðu eiturlyfjaprófi. 2000 Leikarinn Alec Guinness deyr á sjúkrahúsi í Englandi, 86 ára. SVEPPI Hann segist vera farinn að hlakka til 30 ára afmælisins enda verður þá tilefni til veisluhalda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.