Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 134 stk. Keypt & selt 20 stk. Þjónusta 55 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 17 stk. Tómstundir & ferðir 14 stk. Húsnæði 48 stk. Atvinna 38 stk. Tilkynningar 6 stk. Gamlir hlutir í nýjum búningi BLS. 7 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 5. ágúst, 218. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.48 13.34 22.17 Akureyri 4.18 13.18 22.16 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég ferðaðist mikið sem barn og man eftir því að hafa keyrt hinumegin á landið án þess að stoppa. Þá hossað- ist maður í bílnum í níu klukkustundir og það var alveg hrikalegt,“ segir Þóra Sigurðardóttir, annar umsjónar- maður Stundarinnar okkar, en hún hefur mikið ferðast með börnum og hefur ráð undir rifi hverju um hvernig eigi að létta börnum langar bílferðir. „Mjög sniðugt er að taka með geisladiska og ekki gera þau mistök að hafa bara einn eða tvo því það getur kallað á sturlun hjá þeim fullorðnu að hlusta á sama efn- ið endalaust en svo er líka hægt að hlusta á barnaefnið í útvarpinu,“ segir Þóra. Jafnframt segir hún að hægt sé að fara í allskyns bílaleiki þar sem til að mynda hver farþegi velur sér tölustaf eða númer og svo er lesið af bílnúmerum og stig fást ef upp koma þau númer og stafir sem hafa verið valdir og slíkt hið sama sé hægt að gera með liti á bílum. Hún segir það jafnframt mikilvægt að stoppa reglu- lega en ekki endilega við sjoppur þar sem oft eru lang- ar biðraðir og það eykur bara á andlega togstreitu. Best er að stoppa á einhverjum góðum stað þar sem hægt er að teygja úr sér og fá sér eitthvað að snarla og gott ráð er að hafa með hollt nesti og þá getur fjölskyldan sest öll saman út í guðsgræna náttúruna og snúið svo aftur í bílinn mett og sátt. „Það er nauðsynlegt að stoppa og fara úr bílnum ef ferðin er löng og jafnvel sniðugt að stoppa og fara í sund. Að sitja í bíl svona lengi eins og ég gerði í gamla daga er bara geðbilun,“ segir Þóra. „Ef það er verið að bjóða upp á snarl í bílnum þá skal varast að setja börn- in á sykurtripp því það kallar bara á stórslys og klósettferðir á fimm mínútna fresti. Þess vegna er best að hafa nestið hollt,“ segir Þóra. Mikilvægt finnst henni að hafa börnin í þægilegum fötum og jafnvel hafa kodda svo þau geti hallað sér. Fyrir minni börnin er nauðsynlegt að sjá til þess að þau sjái vel út úr bílnum til að koma í veg fyrir leiða og bílveiki. „Ef þau fara að þreytast þá er mikilvægt að halda þeim við efnið og segja þeim til dæmis hvað sé bak við næsta fjall svo þau geri sér grein fyrir lengd ferðarinnar og sjái fyrir endann á henni. Líka er sniðugt að hafa Vegahandbókina með og segja þeim frá merkum hlutum eins og hvar hafi verið bardagi eða eitthvað slíkt,“ segir Þóra. „Tímarnir eru breyttir en þegar ég var barn þá voru engir geislaspilarar eða barnaefni í útvarpinu. Ég man það að ég og systir mín bjuggum okkur hreið- ur í skottinu á Volvo station bíl fjölskyldunnar ægilega ánægðar með tilveruna en þá voru engin bílbelti í bíl- um og svo mátti ekki opna glugga því þá kom svo mik- ið ryk inn,“ segir Þóra hlæjandi. kristineva@frettabladid.is Ferðast með börnin: Geðbilun að keyra lengi án þess að stoppa tiska@frettabladid.is Fyrirsætuskrifstofur á Bretlandseyjum leita nú ákaft að rauðhærðum fyrirsætum af báðum kynum. Þessi vaxandi eft- irspurn er vegna aukins áhuga hönnuða á rauð- hærðu fólki. Nú eru mörg verkefni í markaðssetningu og sýningu á fatn- aði og vörum sér- staklega sniðin að rauðhærð- um. Margar fyrir- sætuskrifstofur kvarta sáran yfir þessari tísku- bylgju þar sem skortur er á rauðhærðu fólki. „Rauðhært fólk gerir sér einfald- lega ekki grein fyrir hve fallegt það í raun er,“ var haft eftir Lesley Middlemiss, eiganda fyrirsætu- skrifstofunnar Tyne Tee Models. Hausttískan í ár gætir mikilla áhrifa frá Afríku. Ástæða þess er vegna fjölmargra ungra hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref. Margir af þeim eru svartir á hörund og koma frá Afríku. Fyrir stuttu síðan var tískuvika haldin í Suður Afríku og þar mátti greinilega sjá að tískan er að breytast all- verulega. Þar mátti líta sandala úr kýrskinni og not- uðum dekkjum og föt í jarðarlitum. Suður Afríka er þar af leiðandi komin á tískukortið og er tíska næsta árs blanda af frumstæðum, afrískum fötum og mjög nútímaleg- um klæðnaði. Fatahönnuðurinn Donatella Versace hefur verið lögð inn á meðferðarstofnun. Donatella hefur átt við alvarlegt fíkniefnavandamál að stríða og mun reyna að greiða úr kókaín- fíkn sinni inn á stofnuninni. Að sögn vina Donatellu hefur hún barist við fíkniefnavandann í mörg ár. Margir frægir einstak- lingar hafa sent Donatellu sínar bestu óskir um skjótan bata enda þekkir hún alla í bransanum. Söngkonan Christina Aquilera sendi til dæmis blóm og kort til Donatellu til að styrkja hana á þessum erfiða tíma. Nærfataframleiðandinn Victoria’s secret hafa nú hannað heila nærfatalínu sem höfðar til stúlkna á aldrinum 18–22 ára. Þetta er í fyrsta sinn sem Victoria’s secret hannar heila nærfatalínu sér- staklega fyrir þennan aldurshóp. Framleiðandinn valdi tuttugu stúlkur á þessum aldri til að vera talsmenn línunnar í skólum yfir gervöll Bandaríkin. Línan heitir Pink eða Bleikt en er þó ekki öll bleik heldur alveg einstaklega stelpuleg. Í línunni má finna nærbuxur í skær- um litum og mikið af bómullar- náttfötum svo eitthvað sé nefnt. Nærföt Victoria’s secret er hægt að panta á vefnum shopusa.is Ilmvatnsframleiðandinn Chanel hefur nú ráðið fyrirsætuna Kate Moss aftur til starfa. Kate hefur látið frekar illa upp á síðkastið og héldu því flestir að Chanel myndi láta hana róa sinn sjó. En hún var ráðin aftur til að vera andlit Coco Madomoiselle ilms- ins. Herferð vegna ilmsins hefst á næsta ári og segja fróðir menn að Kate hafi fengið væna fúlgu fyrir samninginn. Í gamla daga var keyrt þvert yfir landið án þess að stoppa eða svo mikið sem opna glugga. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TÍSKU Ef pústið pípir og bremsurnar braka, hættu að aka og láttu okkur laga. Kvikk- þjónustan, Sóltúni 3, s. 562 1075. Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. Uppl. í s. 893 1030. Gámur er góð lausn á plássleysi! Vertu í sambandi við erum með hagstæða lausn fyrir þig. S. 587 2470 eða lausnir@mi.is www.bos.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.