Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 25
3FIMMTUDAGUR 5. ágúst 2004 Margt er að sjá í grennd við höfuðborgarsvæðið: Túristi í einn dag Ef til vill ertu einn af þeim sem hafa ferðast út um allt og skoðað sögufræga staði erlendis og geng- ið um hálendi Íslands en hafa samt aldrei farið í Bláa lónið, upp í Hallgrímskirkjuturn eða séð Gullfoss og Geysi. Eða einn af þeim sem ferðast aldrei og vilja umfram allt bara vera heima hjá sér og sofa í eigin rúmi eða hafa hreinlega ekki efni, ráð og tíma til að ferðast. Hverjar svo sem ástæðurnar eru fyrir því að hafa ekki skoðað þá merkisstaði sem við lokkum ferðamenn með þá er einfalt að bæta úr því. Lítið mál er að byrja fallegan dag á því að labba að Hallgrímskirkju og horfa yfir höfuðborgina og fara svo í dagsferð með Iceland Excursions og Allrahanda um vinsælustu ferðamannastaði landsins. Úrval- ið er mikið og öllum ferðum fylg- ir leiðsögn. Hugsanlega er hægt að klæða sig í stíl við aðra ferða- menn þannig að maður blandist í hópinn og líta svo á Ísland með augum ferðamannsins. Sagt er að glöggt sé gests augað og með aug- um ferðamannsins getur maður öðlast nýja sýn á land og þjóð. ■ Sumarferðir til Þýskalands: Vinalegt í München Um leið og vorsólin fer að skína í München flykkjast Münchenarbúar út í sólina og nánast setjast að á útiveitinga- húsum þar sem þeir teyga bæverskan bjór og njóta lífsins til hins ýtrasta. Í München eru 180 svokallaðir bjórgarðar þar sem ekki eingöngu er borinn fram bjór í lítrakrúsum (já, þetta er ekkert grín, bjórinn fæst ekki í minni einingum í dæmigerðum b j ó r g a r ð i ) heldur má fá þar hverskyns aðrar veitingar, mat og óáfenga drykki. Fátt er notalegra en sitja kvöld- stund með Bæverjum og njóta sérrétta þeirra og s k e m m t i l e g s félagsskapar því þeir eru opnir og taka gestum fagnandi. En það er ýmislegt fleira sem heillar við München. Þó að hún hafi óneitanlega yfirbragð stórborgar er hún samt ekki stór og andrúmsloftið er hlý- legt og vinalegt. Borgin er iða- græn og einkennist af breið- strætum með stórum torgum og fjölmörgum skrúðgörðum þar sem er gaman að ganga um í sumarblíðunni. Fyrir þá sem vilja gera ferð- ina að menningarferð er óend- anlega margt í boði. Borgin er full af merkilegum söfnum og leikhúslífið blómstrar. Kvöld- stund í öðru tveggja óperuhúsa borgarinnar er ógleymanleg og full ástæða til að kanna áður en farið er af stað hvaða sýningar eru í gangi. Markaðirnir í München erum margir og fjöl- breyttir og Bæjarar, sem eru mikið gleðifólk, halda hátíðir af hverskyns til- efni þó frægust sé auðvitað Októberfestin. Frá München í B æ j a r a l a n d i geta leiðir svo legið til margra átta. Borgin er á einstökum f e r ð a m a n n a - slóðum, rétt norður af Alpa- fjöllum, og mikið af nátt- úruperlum í grennd við borgina. Auðvelt er að taka bílaleigubíl og aka suður í Alpana, fara í skoðunar- ferð að Starnbergvatni og heimsækja Schloss Neuschwanstein, einhvern frægasta kastala í heimi. Þá er freistandi að aka yfir til Austurríkis og skoða Arnar- hreiður Adolfs Hitler. Beint flug er til München með Icelandair á þriðjudögum til 7. september. ■ Bjórhátíðin í München í október laðar að fjölda ferðamanna. München er falleg borg sem iðar af lífi yfir sumartímann. Bláa lónið er vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Suðurland og Þórsmörk Leiðin liggur yfir Hellisheiði í gegnum Selfoss, Hellu og Hvolsvöll þar sem gert er stutt stopp til að kaupa mat og aðrar birgðir. Næst er kíkt á Seljalandsfoss og gengið aftur fyrir fossinn og svo upp í rútu og haldið áfram að Steinholtsá og gengið þar inn Stakkholtsgjá. Að lokum liggur leiðin að Þórsmörk þar sem ferða- mönnum gefst tækifæri til að njóta einstakrar náttúrufegurðar. Lagt er af stað kl. 8.30 og ferðin tekur 11 klukkustundir. Verð: 8.900 kr. Bláa lónið og Reykjanes Ferðin hefst á baðferð í Bláa lónið þar sem hægt er að slappa vel af, maka á sig leir og fá hálsnudd á meðan legið er í vatninu. Því næst er keyrt til sjávarþorpsins Grindavíkur og haldið áfram þaðan í gegnum hraunbreiður í átt að Reykjanesvita þar sem getur að líta mikið fuglalíf í háum klettunum. Lagt er af stað kl.9 og ferðin tekur 6 klukkustundir. Verð: 4.800 kr. (innifalinn aðgangur í Bláa lónið) Golden Circle Classic Fyrst er keyrt í gegnum jarðhitasvæði og komið að Nesjavallavirkjun og þaðan keyrt að Þingvöllum og hið forna Alþingi skoðað. Haldið er áfram að Gullfossi og Geysi en svo að Skálholti. Stoppað er við Kerið þar sem kjörið er að draga upp myndavél og smella af nokkrum góðum myndum. Á leiðinni aftur til höfuðborg- arinnar er komið við í Hveragerði þar sem hægt er sjá hvernig við Íslendingar höfum nýtt okkur jarðhitann til ræktunnar. Lagt er af stað kl. 8.30 og ferðin tekur níu og hálfa klukkustund. Verð: 5.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.