Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 5. ágúst 2004 Laugavegi 32 sími 561 0075 Húðflúr fer reglulega inn og úr tísku þó að flúraður líkami sé vissu- lega einskonar lífstíll margra manna. Rokkarar og sjómenn hafa löngum verið þekktir fyrir að bera flúraðar myndir víðs vegar um lík- amann en nú sjást allar stéttir þjóð- félagsins með húðflúr. Hjá kvenfólki hefur ökklinn ver- ið vinsæll staður til að teikna á sól, blóm eða dreka og nú sér maður reglulega glitta í frumbyggjalegt munstur á neðra baki ungra kvenna. Húðflúr á sér langa sögu og forn- leifafræðingar hafa rakið húðflúr aftur til um 6.000 árum fyrir Krist. Það voru aðallega konur sem báru húðflúr í Egyptalandi hinu forna en eftir að þessi skreytilist barst til Evrópu um 2.000 árum fyrir Krist, voru Rómverjar duglegir við þessa iðju svo og Keltar. Sagan segir að lyktin af efnum þeim sem voru not- uð hafi verið svo slæm að skreyti- listamenn til forna hafi allajafna þurft að búa utan þorpsk- jarna en það er sennilega úr sög- unni nú. Margar þjóðir í dag iðka enn að skreyta líkamann ýmsum táknum til heilla guðunum, önd- unum eða dýrunum, en nútímamaðurinn notar húðflúrið aðal- lega til skrauts. Hér á landi hafa nokkrir menn sérhæft sig í húðflúri eins og Helgi tattoo, Fjölnir tattoo Braga og Jón Páll tattoo. Við slógum á þráðinn til Jóns Páls skreytimeistara á húðflúr- stofunni Studio 54 á Laugavegi 54. Að hans sögn eru vinsældir einlitu Tribal-flúranna farin að dala og lit- ríkari tattoo að verða vinsælli. Hann tekur þó fram að að ekki sé um að ræða einhverjar litabókamyndir þar sem öllum litum ægi saman, heldur opnar og léttar útlínur með fáum lit- um en oft mörgum tónum af sama lit. Segir Jón Páll að þessi stíll sé mjög vinsæll í Bandaríkjunum og og sé nú í auknum mæli ryðja sér til rúms í Evrópu. Ástæðuna fyrir þessari auknu áherslu á liti segir hann að tækninni og gæðunum í greininni hafi fleygt svo fram á und- anförnum árum að bókstaflega allt sé orðið hægt. Fólk sé því orðið djar- fara í vali á líkamsskreytingum eins og þessar myndir úr smiðju hans sýna glögglega.■ Húðflúr: Inn og úr tísku Klassískt húðflúr. Töffarar á öll- um aldri eru með húðflúr. Nýjasta nýtt í New York: Borgaðu fyrir að versla Nýjasta tískan í heimsborginni New York er að borga fyrir að versla. Nú getur fólk á öllum aldri, hvort sem það eru þreyttar hús- mæður, áttavilltir karlmenn eða tískugúrúar, fengið leiðsögn um allar aðalverslanirnar í borginni. Ferðirnar eru allt frá tveim tímum og upp í heilan dag og kosta frá rúmlega tvö þúsund krónum og upp í rúmlega tíu þúsund krón- ur. Í ferðunum eru ekki aðeins verslanir heimsóttar heldur líka vinnustofur hönnuða og flottir veitingastaðir. Einnig er farið í uppáhaldsverslanir Britney Spears og Jennifer Lopez. Síðan bjóða verslanirnar í ferðinni upp á afslátt þannig að fólk getur keypt vör- ur á hagstæðu verði. Og ef þú kaupir inn fyrir meira en sjötíu þús- und krónur þá þarftu ekki að borga fyrir leiðsögnina. Nánari upp- lýsingar er að finna á vefsíðunni expedia.com.■ Nú er hægt að fá leiðsögn í allar helstu verslanir New York borgar. Nýtt æði: Til styrktar góðu málefni Nýjasta æðið í Bandaríkjunum eru gul armbönd kennd við Lance Armstrong. Þessi arm- bönd eru til styrktar fólki með krabbamein og hafa allar helstu stjörnurnar vestan hafs sést bera þau; allt frá George Bush forseta til leikarans og prakkar- ans Ashton Kutcher. Armböndin kosta aðeins um einn dollara og hefur sala á þeim nú þegar farið yfir sjö milljónir dollara. Ekki spillir fyrir að málefnið er gott og þarft þar sem einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum fær krabbamein einhvern tím- ann á lífsleiðinni. ■ - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Á SUNNUDÖGUM Atvinnuauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.