Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 43
Hilmar Garðarsson: Pleased to Leave You Hilmar kemst ágætlega frá verkinu og kemur bara nokkuð á óvart. Hann hefur sérstaka rödd sem kemur manni í opna skjöldu. Hún venst samt nokkuð vel þó svo að stundum verði maður dálítið þreyttur á henni. FB 5ta herdeildin: Áður óútgefið efni „Það virðist bara vanta einhvern neista svo þetta allt smelli og þegar sú er raunin vill maður oft þreytast við hverja hlustun, enda er tónlist eitthvað sem mað- ur á ekki að þurfa neitt að rembast við. Lagasmíðar 5tu herdeildarinnar eru ekki spennandi og mörg þeirra eru í lengri kantinum sem gerir illt verra.“ SJ The Hives: Tyrannousaurus Hives „The Hives hljóma á nýju plötunni eins og þeir hljómuðu á fyrri plötunni. Þegar ég tók viðtal við þá á Hróarskeldu sögðu þeir mér að þeir hefðu þróað hljóm sinn heilmikið á þessari plötu, en það er bara ekki satt. The Hives hljóma enn eins og hópur ofvirkra kaffidrekkandi kórdrengja frá smá- bæ í Sviðþjóð sem trúa því að þeir séu The Ramo- nes endurfæddir.“ BÖS Brúðarbandið: Meira! „Tónlistin er pönk út í gegn með einföldum hljóm- um og einfaldri úrvinnslu. Enginn snilldar hljóð- færaleikur, söngur eða eitthvað slíkt heldur meira reynt að gera hlutina nægilega góða til að þeir komist til skila og að skilaboðin komist á framfæri. Þetta er nokkuð skemmtileg plata og augljóst að Brúðarbandið hefur líka skemmt sér vel.“ FB Jesse Malin: The Heat „Vegna þess hversu einsleit platan er, mun hún lík- legast vera skilin eftir í þoku gleymskunnar. En við áttum rólegar og notalegar stundir saman, ég og Jesse Malin. Veit samt ekki hvort við munum halda sambandi.“ BÖS Badly Drawn Boy: One Plus One is One „Á One Plus One is One sýnir kappinn á sér nokkr- ar hliðar. Hann fer dýpra ofan í þjóðlagahefðina en hann hefur gert áður en gleymir ekki að semja grípandi lög. Þessi nýjasta afurð Badly Drawn Boy inniheldur allt það besta sem ég hef heyrt frá lopahúfumanninum loðna.“ BÖS The Fiery Furnaces: Gallows- bird’s Bark „Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hró- arskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lek- ur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af.“ BÖS The Flavors: Go Your Own Way „Go Your Own Way er áreynslulaus poppplata með sína kosti en hefur því miður ekkert nýtt fram að færa. Bragðdauft er kannski besta orðið yfir hana. Kaldhæðnislegt en engu að síður staðreynd.“ FB !!!: Louden Up Now „Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum árs- ins, !!! er bylting.“ BÖS Velvet Revolver: Contraband „Velvet Revolver kemur bara nokkuð á óvart, átti allt eins von á að þetta væri aum tilraun gamalla rokkara til að ná sér í smá aur enda hefur útkom- an af svoleiðis ævintýrum verið allt önnur en góð hingað til. Contraband er hins vegar ágætis frumraun frá Velvet Revolver sem er vonandi kom- in til að vera.“ SJ Fear Factory: Archetype „Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar.“ SJ The Cure: The Cure „Þetta er reiða hliðin á The Cure sem hefur fengið að fljóta með í nokkrum lögum áður, en sem hef- ur aldrei verið splæst á heila plötu. Þetta er hug- rökk plata og tilraunir Ross Robinson ganga upp. Besta og heilsteyptasta plata The Cure frá því að Disintegration kom út árið 1989.“ BÖS Janet Jackson: Damita Jo „Óumdeilanlega hefur einlægnin verið víðs fjarri þegar þessi plata, Damita Jo, var unnin. Maður sér fljótlega í gegnum þunnan undirtón plötunnar og sígild en dauðþreytt formúlan að selja Janet sem kynlífstákn. Janet Jackson er fær í flest, sungið get- ur hún, en hér gerir hún allrækilega í buxurnar.“ SJ FIMMTUDAGUR 5. ágúst 2004 | Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? | [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Frumburður trúbadorsins Hilmars Garðars- sonar frá Stöðvarfirði, Pleased to Leave You, kemur nokkuð á óvart. Hilmar býr yfir hæfileikum og óvenjulegri rödd sem vafa- lítið eiga eftir að brjótast enn betur fram. PLATA VIKUNNAR Gísli Galdur Þorgeirsson, tón- listarmaður og plötusnúður „Hef verið að hlusta á nýju Ghostface Killah plötuna Pretty Toney og er mjög sáttur við hana. Ghost- face tekst að rappa yfir hvaða tónlist sem er, hvort sem að það er nýr „hittari“ með Missy Elliott eða gamalt soul- lag sem hann beitir töfrum sínum á og endurgerir. Mæli einnig eindregið með bandinu Prefuse 73 sem búa til skrýtna blöndu af „elektrónískri hip hop instrumental fusion“ tónlist. Þar eru helst plöturnar: Extinguished, One Word Extinguis- her og fyrsta platan þeirra: Vocal Stu- dies + Uprock Narratives“. Ólafur Páll Gunnarsson, forseti Rokklands á Rás 2 „Síðasta vika fór að mestu leyti í versl- unarmannahelgina eins og hjá öðrum. Í þeim félagsskap sem ég var í var að mestu leyti hlustað á Rás 2, en inn á milli partímúsík sem Böðvar bróðir minn er búinn að koma fyrir í tölvunni sinni. Hann er með sama DJ elem- entið og ég, bara mun verri tónlist- arsmekk... Ég dustaði svo rykið af On The Beach með Neil Young og American Beauty með Greateful Dead um helgina, hlustaði dálítið á nýju Lambchop plötuna Aw C’mon/No You C’mon og núna ná- kvæmlega er ég að hlusta á ansi at- hyglisverða nýja plötu með Todd Rundgren sem kemur við sögu í Rokk- landi á sunnudaginn. Platan heitir Li- ars en Todd Rundgren er t.d. maður- inn sem stjórnaði upptökum á Meat- loaf-plötunni Bat Out Of Hell!“ Benedikt Reynisson, konungur undirdjúpanna og umsjónar- maður Karate, X-ið 977 „Ég hef verið að hlusta á nýjustu breið- skífu The Fall, The Real New Fall Lp, sem kom út í fyrra. Þetta er 26. breið- skífa þeirra og jafnframt sú besta í mörg ár. Það hafa fáar sveitir verið jafn frjóar og þessi einstaka sveit sem hef- ur m.a. haft áhrif á lykiljaðarsveitir á borð við Sonic Youth og Pavement. Einnig hef ég verið að hlýða á ábreiðu- plötu með bandarísku sveitinni Silkworm, You Are Dignified. Á henni taka þeir m.a. lög eftir Shellac (hljóm- sveit upptökustjórans Steve Albini), Bedheadog Nina Nastasia og færa í nýstárlegan og skemmtilegan búning. Síðast en ekki síst hef ég verið að hlusta á þrælskemmtilega plötu með hljómsveit sem heitir Young People og heitir hún War Prayers. Þetta band spilar tilraunakennt og stundum há- vært þjóðlagapopp. Platan hljómar stundum eins og ef Shellac myndi sjá um undirspilið fyrir Cat Power.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.