Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 54
Barnaleikrit eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur „Þetta er aðstaða sem ætti ekki að vera hægt að lenda í nema á Jóni forseta,“ segir Dagbjört Hákonar- dóttir en hún er eini gagnkyn- hneigði starfsmaðurinn í þættinum Hjartslætti á Skjá einum í fimm manna tökuliði. „Erlingur og Bald- vin Kári sem stjórna þættinum með mér og dagskrárgerðarmaðurinn Jón Þór eru allir hommar og nú í lok sumarsins bættist Hrafnhildur Gunnarsdóttir myndatökumaður í hópinn og hún er lesbísk. Þetta hlýt- ur að vera mest gay vinnustaður á landinu og það er bara gaman,“ seg- ir Dagbjört ,sem finnst samkyn- hneigt fólk með afburðum skemmti- legt. „Þau eru öll voða hugrökk og opin og uppfull af lífsgleði.“ Hjartsláttur hefur undanfarin ár lagt einn þátt undir Hinsegin daga í Reykjavík og svo verður einnig um þáttinn í kvöld. „Það verður hver einn og einasti við- mælandi í þættinum samkyn- hneigður,“ segir Dagbjört. Maríus Sverrisson söngleikjastjarna verður í aðalviðtali þáttarins og leikkonan Ingrid Jónsdóttir fær tækifæri til að gleðja vin sinn. Í þættinum verða líka allir starfsmennirnir samkynhneigðir nema Dagbjört sem segir að sumar- ið hafi að mestu leyti farið í að reyna að toga hana út úr skápnum. „Það væri gaman ef við gætum öll verið gay en ég verð líklega að sætta mig við að vera undantekn- ingin sem sannar regluna. Því mið- ur er ég eins „straight“ og hægt er að vera en vil þó meina að ég hafi góð áhrif á alla þessa hommamenn- ingu. Annars hefur það verið ákveð- in lífsreynsla fyrir mig að fá að vera öðruvísi og tel það hollt fyrir alla að prófa að vera í minnihlutahópi.“ ■ Öll nema ein hýr 42 5. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR Hrósið fær hin lífsglaða Hlíf Böðvarsdóttir fyrir að hanna nýtísku lopapeysupils 95 ára að aldri. HRÓSIÐ „Þetta er saga sem Guðrún Eva skrifaði þegar hún var átta ára,“ segir leikarinn Guðmundur Jónas Haraldsson, en hann hefur skrifað leikgerð að nýju barnaleikriti, sem nefnist Ljónið sem gat ekki öskrað, í samstarfi við rithöfundinn Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Söguleikhúsið áætlar að sýna verkið í haust. „Við byggjum þetta á barnasögu Guðrúnar en sú saga var um ljón sem gat skyndilega ekki öskrað og þegar við fórum að kafa ofan í söguna fannst okkur hún táknræn fyrir ákveðna hluti í lífinu. Við hóf- umst handa við að semja leik- gerð upp úr sögunni og höfðum það að reglu að hittast á ákveðn- um tímum, elda okkur mat og byrja svo að skrifa.“ Ljónið sem gat ekki öskrað er heimspekilegt barnaleikrit. „Þetta er þroskasaga Ljónasar sem býr í Loftnetadal ásamt ýmsum furðuverum. Einn góðan veðurdag í morgunsöng ljón- anna hefur Ljónas misst hæfi- leikann til að öskra og í staðinn hefur hann hlotið óperurödd. Honum finnst þetta hræðilegt og Ljónas ákveður að leysa mál- ið upp á eigin spýtur. Hann yfir- gefur heimahagana og lendir í ýmsum hættum og ævintýrum en að lokum stendur hann frammi fyrir því að þurfa að breyta eigin viðhorfum til að geta leyst vandamálið.“ Guðrún Eva og Guðmundur tileinka sýninguna förufólki. „Förufólkið, sem gekk á milli bæja og flutti fréttir og skemmtiatriði, markar upphafið að leiklist á Íslandi. Uppsetning- in okkar er svolítið í anda föru- fólksins því framsetningin miðar að því að hvetja ímyndun- arafl áhorfenda. Við hugsum leikritið sem andsvar við mötun en fyrst og fremst á þetta þó að vera skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna.“ Guðmundur Haraldsson fer með hlutverk Ljónasar ogýmissa annarra kostulegra karaktera í Ljóninu sem gat ekki öskrað. Hann útskrifaðist úr leiklist frá Drama Center London árið 1992. „Ég hef unnið mikið í barnaleikhúsi og finnst það gefandi og skemmtilegt. Síðustu tíu árin hef ég farið hringinn í kringum landið átta sinnum með barnasýningar þar sem ég hef samið leikgerðirnar í samstarfi við annað listafólk.“ ■ LEIKHÚS GUÐMUNDUR JÓNAS HARALDSSON ■ Hefur unnið leikgerð með Guðrúnu Evu upp úr sögu sem hún samdi átta ára. GUÐMUNDUR JÓNAS HARALDSSON Fer með öll hlutverkin í „Ljónið sem gat ekki öskrað“ sem frumsýnt verður í haust. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 í dag Trukkabílstjórinn Hélt ég myndi deyja Dettifoss Dópskuggi yfir skipinu Ráðherra Fíladelfía í stað forsetans Lárétt: 1 ungviði, 6 maðk, 7 tvíhljóði, 8 tónn, 9 kjark, 10 aum, 12 ráðherra, 14 eldur, 15 átt, 16 tímabil, 17 fæðu, 18 venda. Lóðrétt: 1 jörð, 2 matvæli, 3 í röð, 4 sundstaðinn, 5 kraft, 9 rám, 11 málmur, 13 ílát, 14 hólf, 17 skóli. Lausn. TÓNLISTIN Er að hlusta á Maroon 5 einmitt núna. Ég uppgötv- aði hljómsveitina á FM 95,7 en hlusta þó alltaf mest á Bob Marley. BÓKIN Ég er að lesa Power of Kabbalah. Þetta er eitthvað sem Madonna var að lesa um daginn og ég ákvað að kíkja á þetta. Þetta er voða fín bók sem ég fann hjá Máli og menningu og hún fjallar um leiðir til jákvæðs lífsviðhorfs. BÍÓMYNDIN Ég var að horfa á De Grönne slagtere, eða Grænu slátrarana, sem er ógeðsleg mynd um gaura sem drepa fólk, borða það og selja líkin í búðinni sinni. Danskar myndir eru í uppáhaldi og ég á þessa mynd á dvd. BORGIN Ég var í Zagreb í Króatíu síðast. Þetta er stór borg og ég týndist í henni. Við vorum að reyna að leita að einhverjum stað og þurftum að stoppa fullt af fólki til að fá leiðbeiningar um hvert við ættum að fara en einn voðalega hjálpsamur maður hljóp um allt á táslunum til að vísa mér veginn. Þarna voru líka margir gamlir kallar úti að tefla skák á gömlum kókkössum og bara fín stemning í borginni. BÚÐIN Ég fer mikið í Spútnik hér heima en versla föt þó aðal- lega í H&M í útlöndum. VERKEFNIÐ Ég er að fara út á sunnudaginn til að keppa á ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast 13. ágúst. Fram á sunnudag er ég að æfa á fullu í Kópavogslauginni og undirbúa mig andlega og líkamlega. Markmiðið er að standa sig betur en síðast og hafa gaman af þessu í leiðinni. ■ SJÓNVARP ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Burðarás. Henning Mankell. Drykkjum af Booztbarnum sem eru gerðir úr skyri og ávöxtum. Lárétt: 1folald,9orm,7au,8la,9hug, 10bág,12sif, 14bál,13na,16ár, 17mat,18snúa. Lóðrétt: 1fold,2ora,3lm,4laugina, 5dug,9hás,11járn,13fata,14bás, 17ma. AÐ MÍNU SKAPI RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR SUNDKONA Kaballah og ólympíuleikarnir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. UMKRINGD SAM- KYNHNEIGÐUM Allir viðmælendur í Hjartslætti í kvöld eru samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.