Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Aumingja forstjórinn! Nú á dögunum hafa verið tilkynntarþær upphæðir sem ýmsir forstjór- ar þiggja fyrir sín mikilvægu störf. Sumir þessara manna eru með einbýlis- húsaverð á mánuði og aðrir hafa fyrir sæmilegri jeppaútborgun, en það sem athygli vekur er að einn þekktur yfir- maður hefur aðeins 61.000 krónur á mánuði. Annað hvort er hann með svona ótrúlega brenglað sjálfsmat að hann lætur sér nægja þessa smánarlús eða það er eitthvað meira en lítið að hjá fyrirtækinu. FYRIR þennan aur verða menn að velja hvaða útgjöld ganga fyrir á mánuði. SKYLDI viðkomandi velja rafmagnið fram yfir hitann, er hann kannski einn af þeim sem birtist skyndilega á mat- málstíma í öðrum húsum og passar þá upp á að fá að hringja nokkur símtöl í leiðinni. Fyrir 61.000 á mánuði er nátt- úrlega með öllu ómögulegt að reka bíl og strætókortið er víst ekki gefins þannig að hann verður að íhuga það vandlega hvort hann dembi sér á slíkan lúxus. Auðvitað er hægt að gera góð kaup í Góða hirðinum í skótaui og göml- um sófum en líklega fær þessi forstjóri skó gefins af frændum og máské frænkum. Það er auðvitað eins og allir sjá ótrúlega kerlingalegt að hafa ekki hærri kaupkröfur. Það dettur engum í hug að hér sé eitthvað gruggugt á ferð- inni að viðkomandi sé hreinlega að skrökva, að hann eigi svo helvíti góða framtalsfrænku að hann geti gefið upp laun sem eru lægri en hjá bærilega vinnandi unglingum á sumrin. MEÐ því að sjá þennan lista yfir for- stjóralaunin birtist ágætis mynd af Nýja Íslandi. Menn eru með 20 milljón- ir á mánuði og niður í 61 þúsund. Mér fyndist að það ætti að fylgja þessum láglaunaforstjóra eftir þegar hann tínir fjallagrösin og veiðir hornsílin sér til matar því eitthvað getum við hin nú lík- lega lært af honum þar sem hans laun eru frekar nær raunveruleika hins sauðsvarta almúga heldur en millurnar tuttugu sem hljóma í eyrum eins og marsbúavals. ÞÚ sem gutlar í þinni eigin skuldasúpu og finnur ekki lottómiðann, starir á reikningahrúguna og þorir ekki að opna bréfin frá innheimtulögfræðingnum getur náð upp andanum með því að söngla. Já já já auðvitað er það satt, margur verður af aurum api. Ef þú finnur enga huggun í þessu, skaltu íhuga mjög vel í hvers konar samfélagi þú vilt búa. ■ ELÍSABETAR BREKKAN BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.