Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 1
▲ SÍÐA 16 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR GRÆNMETISMARKAÐUR Unn- endur íslensks grænmetis ættu að gera sér ferð í Mosfellsdalinn í dag því græn- metismarkaðurinn að Mosskógum verður opinn frá og með hádegi. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING EÐA SKÚRIR á sunnan- verðu landinu. Bjart í fyrstu norðantil en þykknar þar upp þegar líður á daginn. Hlýtt í veðri. Sjá síðu 6. 7. ágúst 2004 – 212. tölublað – 4. árgangur Margrét Valdimarsdóttir: Hætt í útvarpi, situr á námsbekk BER EKKI SAMAN Landhelgisgæslan eyddi sprengiefni við Tjörnes í fyrrinótt, um 25 kílóum að þeirra sögn. Ístak hf. sem var við vegagerð á svæðinu fyrir tveimur árum segir að gæslan ofætli magnið og það hafi í mesta lagi verið um tvö kíló. Sjá síðu 2 METFJÖLDI FERÐAMANNA Met- fjöldi erlendra ferðamanna hefur sótt land- ið heim frá því í janúar. Nýjar tölur Ferða- málaráðs sýna að aukinn fjöldi erlends ferðafólks frá því á sama tíma í fyrra nemur 17 prósentum. Sjá síðu 4 BLÓÐBAÐ Í NAJAF Bandaríkjamenn segjast hafa fellt 300 uppreisnarmenn í bardögum í Najaf síðustu tvo daga. Þyrlum og þotum hefur verið beitt gegn sveitum fylgismanna róttæka klerksins Muqtada al- Sadr. Sjá síðu 6 VERÐSTRÍÐ Verðstríðið á bensínmarkaði virðist hafa tekið á sig nýja mynd og er nú bundið við afmörkuð svæði en breiðist ekki jafnt út um höfuðborgarsvæðið. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 34 Tónlist 33 Leikhús 33 Myndlist 33 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 Hvernig sem viðrar verður lita- og lífsgleðin við völd í miðbæ Reykjavíkur í dag. Tímar í lífi þjóðar: SÍÐA 22 ▲ Hinsegin dagar: SÍÐUR 20 & 21 ▲ Kristján B. Jónasson útskýrir skáldskap Indriða G. Þorsteinssonar en hann skrifaði inngang að nýrri bók Indriða þar sem þrjár sögur hans eru dregnar saman í eina. ● er 31 árs ▲ SÍÐA 27 Íslendingar: Í grafíknámi ● og hanna ítalska hringitóna ▲ SÍÐA 37 Landsbankadeild kvenna: Olga skoraði fjögur mörk ● íbv vann stórsigur gegn kr HLAUP Varnargarður sá er óttast var að brysti í miklum vatna- vöxtum í Jökulsá á Dal í fyrra- kvöld hélt og telja forsvarsmenn Impregilo og Landsvirkjunar að ekki sé lengur mikil hætta fyrir hendi. Her manna hefur síð- ustu sólarhringa unnið að því að styrkja garðinn en hann skilur milli árinnar og vinnusvæðisins við sjálfa Kára- hnjúkastíflu. Lekið hefur undir varnargarð- inn um langt skeið en slíkt er eðli- legt og sáu dælur um að dæla frá jafnóðum. Í fyrrakvöld varð álagið svo mikið að allar tiltækar hendur voru settar í að styrkja garðinn. Óttast var að svipað yrði upp á teningnum í gærkvöld en þar sem alskýjað var á Austur- landi urðu vatnavextir Jökulsár minni en kvöldið áður. Hjá Impregilo er þó allur varinn hafð- ur á þar sem veðurspár gera ráð fyrir betra veðri næstu daga og verður unnið á sólarhringsvöktum að breikkun varnargarðsins. „Vissulega fór um marga hér þegar hækkaði jafn ört í ánni og raunin varð,“ segir Leó Sigurðs- son, öryggisstjóri ítalska verk- takafyrirtækisins Impregilo sem sér um framkvæmdir við Kárahnjúka. „Um leið og ljóst varð að hætta var fyrir hendi var strax gripið til aðgerða og þær hafa skilað sér. Garðurinn er nú mun sterkari og breiðari en hann var áður og hættan að mestu leyti liðin hjá.“ Brúin yfir Jökulsá við Kára- hnjúka sem tvívegis hefur farið undir vatn síðustu daga heldur enn. Hún hefur skemmst en tek- ist hefur að forða því að brúar- gólfið fljóti burt. Í gærkvöld náði vatnsborð Jökulsár aðeins upp undir hana en setti ekki í kaf eins og undanfarin kvöld. Unnið er að því að færa raf- magnskapal þann er við hana var festur á staura yfir ána ef ske kynni að brúin færi. Líkurn- ar á því telja menn hverfandi nema að straumþungi Jökulsár grafi frá undirstöðum hennar. Slíkt hefur ekki átt sér stað hingað til. albert@frettabladid.is Glæpamaður: Límdi sig við kærustuna SPÁNN, AP Þýskur maður sem stendur til að framselja frá Spáni til Þýskalands límdi sig við kær- ustu sína til að fresta fyrirtöku málsins og vekja athygli á því. Uwe Dieter Krone er grunaður um mansal og hefur dvalið í fang- elsi í Madríd að undanförnu. Þeg- ar heimsóknartíminn kláraðist á miðvikudag kom í ljós að Krone og unnusta hans höfðu límt hend- ur sínar saman. Fangavörðum tókst ekki að losa þau í sundur og fluttu þau á sjúkrahús. Þar reyndu læknar fyrir sér en gekk engu betur. Í gær voru þau enn föst saman. ■ Óttaðist glæpamann: Skaut sig í afturendann BANDARÍKIN, AP Bandarískur maður sem var uggandi eftir að hafa heyrt fréttir af hættulegum glæpamanni sem gengi laus nærri heimili sínu endaði á því að skjóta sig í rassinn. Drew Patterson vildi vera við öllu búinn ef hann mætti glæpa- manninum og tróð skammbyssu í rassvasann. Það tókst ekki betur til en svo að skot reið af og fór í beint í rasskinnina. Fyrst varð Patterson ekki var við neitt en fann fljótlega stingandi sársauka og áttaði sig þá á því hvað hafði gerst. Hann segir þetta eitthvað það neyðarlegasta sem hafi komið fyrir sig. ■ Skjöldur Eyfjörð: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Smart er smartastur ● bílar Bobby Fischer: Afsalar sér ríkisfangi JAPAN, AP Bobby Fischer vill afsala sér bandarískum ríkisborgara- rétti að sögn lögfræðings hans. Lögmaður skákheimsmeistar- ans fyrrverandi sagði Fischer hafa sett sig í samband við bandaríska sendi- ráðið í Japan og tilkynnt þeim um ákvörðun sína. Þetta hugðist lög- maðurinn stað- festa bréflega. Afsali Fischer sér ríkisborgara- rétti getur hann staðið upp ríkis- fangslaus. Fischer myndi þá óska eftir því við flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna að verða við- urkenndur flóttamaður. ■ LÖGMAÐUR FISCHERS Masako Suzuki, lögmaður Fischers, tilkynnti um ákvörðun hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GÆTT AÐ FESTINGUM Á BRÚNNI Leó Sigurðsson. öryggisstjóri Impregilo, kannar hér festingar á brúargólfi á brúnni yfir Jökulsá á Dal sem hætt var komin í hlaupinu í fyrrakvöld. Í baksýn má sjá menn frá Rafmagnsveitum ríkisins sem vinna við að færa rafmagnsslöngu þá sem áður hékk á brúnni yfir á burðarvirki ef brúin þyldi ekki frekari vatnavexti. „Vissulega fór um marga hér þegar hækkaði jafn ört í ánni og raunin varð. Hættan af Jöklu liðin hjá í bili Ólgumikil Jökulsá skapaði hættuástand á vinnusvæði Kárahnjúkavirkj- unar í fyrrakvöld en hafði sig hægari í gærkvöld. Varnargarðurinn hef- ur verið styrktur verulega og brúin yfir Jökulsá er enn á sínum stað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.