Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 6
6 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR FÍKNIEFNI 46 fíkniefnamál komu upp á Akureyri um verslunar- mannahelgina og 43 í Vestmanna- eyjum. Á báðum stöðum fundust þrjár tegundir fíkniefna, am- fetamín, e-töflur og hass. Um 100 grömm af amfetamíni fundust í Vestmannaeyjum. Einn maður var tekinn með hátt í 40 grömm af amfetamíni sem talið er að ætluð hafi verið til sölu. Þá voru tveir aðrir teknir með nokkuð magn af amfetamíni, annar með 14 grömm en hinn með tólf grömm. Rúm þrjá- tíu grömm af amfetamíni sem fund- ust einnig voru í minni skömmtum. Tveir menn voru teknir með samtals tólf e-töflur og tveir með eina töflu hvor. Þá voru tekin tíu grömm af hassi allt í litlum skömmtum. Á Akureyri voru fjórir menn teknir með um 40 til 50 grömm af amfetamíni, nokkuð af hassi og e- töflum. Frekari upplýsingar um magn fíkniefna sem tekin voru á Akureyri um verslunarmanna- helgina voru ekki tilbúnar. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir mikla áherslu lagða á fíkniefnaeftirlit um verslun- armannahelgar. Ríkislögreglustjóri hafi lagt til mannafla á stærstu stað- ina til fíkniefnaeftirlits sem skýri mikið til hversu mörg mál komu upp um síðustu helgi. ■ ÍRAK, AP Harðir bardagar milli íra- skra uppreisnarmanna og banda- rískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórn- valda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og banda- rískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al- Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisn- armenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardög- unum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Banda- ríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem banda- menn eins og Íraksstjórn hefur gert. „Bandarík- in eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi,“ sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðar- menn al-Sadr eftir vopnahléi. „Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna,“ sagði Ma- hmoud al-Sudani, talsmaður al- Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð frið- sæl um tveggja mánaða skeið þeg- ar bardagarnir brutust út í fyrra- dag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú átt- ust við sveitir al-Sadr og banda- rískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undan- förnu. ■ Áhafnarskipti við Svalbarða: Spara tíma og peninga FISKVEIÐAR Áhafnarskipti voru gerð á fjölveiðiskipinu Vilhelmi Þorsteinssyni EA 11 á Svalbarða í síðustu viku. Í tilkynningu frá Samherja hf. sem gerir út skipið, er þetta í fyrsta skipti sem send er leiguflugvél til Longerbyen á Svalbarða í þessum erindagjörð- um. Kristján Vilhelmsson útgerðar- stjóri segir tilhögunina hag- kvæma þegar veitt er á fjarlæg- um miðum. Tíminn sem annars færi í langa siglingu, nýtist við veiðar og vinnslu, auk þess sem olía sparast. ■ HERMENN Í ÍRAK Danskir hermenn í Basra í suðurhluta Íraks. Atlantshafsbandalagið: Til Íraks á næstu dögum BRUSSEL, AP Fyrstu hermennirn- ir sem fara til Íraks á vegum Atl- antshafsbandalagsins til að þjálfa þarlenda hermenn koma þangað á næstu dögum. Fjörutíu menn verða í fyrsta hópnum, sem er undir stjórn hers- höfðingja í hollenska flughernum. Á næstu mánuðum munu fjöl- mennari sveitir fylgja í kjölfarið. Verkefni þeirra er að aðstoða Íraka við að byggja upp her og ör- yggissveitir sem geta ráðið niður- lögum uppreisnarmanna. ■ Ranghermt var í Fréttablaðinu 26. júlí að fólk frá Sri Lanka sem hér hefur sótt um hæli sem póli- tískir flóttamenn hafi greitt manni 50 þúsund dollara fyrir hjálp við að komast frá Sri Lanka til Kanada. Hið rétta er að fólkið borgaði 15 þúsund dollara. EKIÐ Á HJÓLREIÐAMANN Piltur á sextánda ári hlaut minniháttar meiðsl þegar ekið var á hann í Kópavogi í gær. Að sögn lögreglu var pilturinn á reiðhjóli þegar ekið var á hann en ekki með hjálm og hlaut lítinn skurð á höfði. ■ LEIÐRÉTTING ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Bardag- arnir eru einhverjir þeir mann- skæðustu sem hafa brotist út... GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,79 0,27% Sterlingspund 130,82 0,14% Dönsk króna 11,64 0,07% Evra 8652 0,17% Gengisvísitala krónu 121,67 0,29% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 239 Velta 957 milljónir ICEX-15 3.105 0,36% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 466.996 Burðarás hf. 108.524 Straumur fjárfestingarbanki 107.271 Mesta hækkun SÍF hf. 2,85% Og Fjarskipti hf. 1,41% Kaldbakur hf. 1,32% Mesta lækkun Fjárfestingarfélagið Atorka -1,05% Marel hf. -0,97% AFL fjárfestingarfélag -0,94% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.843,2 -1,20% Nasdaq * 1.791,4 -1,66% FTSE 4.337,9 -1,71% DAX 3.727,7 -2,65% NIKKEI 10.,972,6 -0,80% S&P * 1.068,5 -1,13% *BANDARÍSKAR VÍSITÖLUR KL. 18.45 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað hyggst KB banki sækja sérmarga milljarða með hlutafjárútboði til að kaupa danska bankann FIH? 2Hvaða átakasvæði er í sex þúsundmetra hæð yfir sjávarmáli? 3Hvar er Darfur-hérað þar sem hung-ursneyð vofir yfir milljónum? Svörin eru á bls. 35 ÞJÓÐHÁTÍÐ Í VESTMANNAEYJUM Þrjár tegundir fíkniefna, amfetamín, e-töflur og hass, voru teknar á Akureyri og í Vest- mannaeyjum um síðustu helgi. Fólkið á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar. BORGARAR FLÝJA BARDAGANA Írakar flúðu heimili sín undan hörðum bardögum í Najaf. Þar áttust við al-Mahdi sveitir vopnaðra stuðningsmanna sjíaklerksins Muqtada al-Sadr og bandarískar hersveitir. Blóðbað í Najaf Bandaríkjamenn segjast hafa fellt 300 uppreisnarmenn í bardögum í Najaf síðustu tvo daga. Þyrlum og þotum hefur verið beitt gegn sveitum fylgismanna róttæka klerksins Muqtada al-Sadr. Fíkniefni um verslunarmannahelgina: Mest af amfetamíni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.