Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 8
7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Vopnafjörður: Kveikti í tveimur húsum LÖGREGLA Fullorðin kona gaf sig fram við lögregluna á Vopnafirði í gær og viðurkenndi að hafa kveikt í tveimur húsum þar í bæ um síðustu helgi. Konan á við geðræn vandamál að stíða. Húsráðendur á Vopnafirði sáu að kveikt hafði verið í gardínum í svefnherberginu þegar þeir komu heim úr ferðalagi í þriðjudags- kvöld. Kveikt hafði verð í gardínum í svefnherbergi með því að teygja sig inn um opinn glugga eða með því að henda inn rokeldspýtum. Gardínurnar brunnu og duttu niður á gólf og brenndu gólfefni en svo ótrúlega vildi til að eldur- inn slokknaði af sjálfsdáðum. Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið stórtjón. Slökkviliðið á Vopnafirði réð niðurlögum elds í öðru húsi á Vopnafirði aðfaranótt sunnu- dags. Þar hafði verið kveikt í anddyri hússins með rokeldspýt- um. Eldurinn logaði nokkuð glatt í anddyrinu og var farinn að teygja sig í húsið sjálf. Rífa þurfti af klæðningu við anddyrið til að slökkva eld sem farinn var að berast í húsið sjálft. ■ Verðstríð á bensínmarkaði er áberandi á þremur afmörkuðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í Hafnarfirði, Kópavogi og við Sundahöfn í Reykjavík. Þar er hægt að kaupa lítrann af bensíni á 99,7 til 101,9 krónur. Annars stað- ar er algengt að verðið sé á bilinu 107,3 til 109 krónur. Ef meðalverð á bensíni allra bensínstöðva er reiknað kemur í ljós að mismun- urinn er að jafnaði rúmlega 7 krónur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fram að þessu hafa Íslendingar vanist því að í verð- stríði hafi verðið lækkað að jafn- aði alls staðar á höfuðborgar- svæðinu. Garðbæingar þurfa því að fara annaðhvort í Hafnarfjörð eða Kópavog til að fá ódýrara bensín og Grafarvogsbúar í Sundahöfn. Forsvarsmenn Olíufé- laganna og hagsmunasamtaka neytenda eru sammála um að staðan á bensínmarkaði sé breytt frá því sem áður var en menn greinir á um hverjir hagnist á því. Verða neytendur eftir? Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiða- eigenda, segir greinilegt að minnstu fyrirtækin séu nú verð- leiðandi á markaðnum, öfugt við það sem hefur tíðkast hingað til þar sem stærri fyrirtæki ráði verðinu þegar fákeppni ríkir. Hann segist ennfremur „hallast að því að sú viðleitni stærri olíufé- laganna að hafa lægsta verðið í grennd við stöðvar Atlantsolíu, en ekki annars staðar, skaði til lengri tíma ímynd fyrirtækjanna á markaðnum því neytendur í dag eru um margt miklu meðvitaðri en áður“. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir greinilegt komin sé hreyfing á markaðinn eftir nokkurra ára stöðnun sem sé mjög ánægjulegt fyrir neytendur, en finnst merki- legt að verðið skuli vera lægst þar sem Atlantsolía og EGO eru með bensínstöðvar sínar, en markaðs- verð sé hærra annars staðar. Margir neytendur undrast að olíufélögin geti ekki boðið upp á sama verð á öllum bensínstöðvum sínum og finnst sér jafnvel mis- munað. Sumir telja að hátt verð á bensínstöðvum sem standa utan þeirra svæða sem bensínið er ódýrast sé til að greiða niður verð- stríð annars staðar. Samkeppni eða mismunun Hugi Hreiðarsson hjá Atlants- olíu segir að stærri olíufélög nýti sér markaðsráðandi stöðu til að hindra önnur félög til að ná fót- festu á markaði og það brjóti í bága við samkeppnislög. „Við erum nýir á markaði og að reyna að skjóta rótum. Það er sáraein- falt fyrir stærri fyrirtæki að hindra okkur í að ná fótfestu og auka markaðshlutdeild okkar.“ Hugi telur auk þess að um beina mismunun á viðskiptavinum sé að ræða þegar olíufélög verð- leggi bensínið misjafnlega eftir borgarhlutum. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ESSO, hafnar ásök- unum Huga. „Atlantsolía kærði fyrr á þessu ári Olíufélagið og reyndar fleiri olíudreifingarfyrir- tæki fyrir mismunandi verð á eldsneyti. Við höfum svarað þeirri kæru til samkeppnisyfirvalda og í kjölfar þess hefur Atlantsolía dregið til baka kæruna á hendur Olíufélaginu þó þeir virðist við- halda henni í fjölmiðlum.“ Um ójafnt verð Olíufélagsins eftir borgarhlutum segir Hjörleifur að „neytendur verða að sjálfsögðu að gera það upp við sig á hverjum tíma hvar þeir fái hagstæðasta verðið miðað við þjónustustig á hverjum stað“. Gunnar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Orkunnar, er sam- mála Hjörleifi. „Þeir sem vilja er frjálst að fara á þá staði sem bens- ínið er ódýrast og kaupa það þar. Það er engin mismunun.“ Nýtt viðskiptaumhverfi Hjörleifur Jakobsson hjá ESSO segir markaðsaðstæður á Íslandi hafa breyst og séu nú að komast í takt við það sem gerist erlendis, til dæmis sé þriggja krónu munur á milli svæða í Ósló núna. Ástæða þess að munurinn er meiri á Íslandi segir Hjörleifur vera vegna þess að menn eru að reyna að kaupa sér markaðshlutdeild. „Þess vegna hefur til dæmis fimm til sex króna hækkun á heims- markaðsverði á undanförnum átta vikum ekki skilað sér í útsölu- verði á staðbundnum svæðum. Þar eltir hver annan. Ég skil vel að þessi mikli munur valdi pirr- ingi en svona verðstríð hafa kom- ið upp áður og munu koma upp aftur en ég held reyndar að þessi munur sé of mikill í dag og að hann muni minnka á næstu vik- um,“ segir Hjörleifur. Bergþóra Karlsdóttir, fram- kvæmdastjóri EGO, tekur í svip- aðan streng. EGO rekur fjórar bensínstöðvar, tvær í Kópavogi og tvær í Reykjavík. Í Kópavogi og Vatnagörðum er bensínverðið með því lægra sem gerist á höfuð- borgarsvæðinu en í Fellsmúla kostar bensínlítrinn 107,4 krónur. „Við, eins og aðrir, bregðumst við aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Þetta er eðli samkeppninnar, menn standa í smá skærum hér og þar um bæ og þeir sem næst eru bregðast við.“ ■ BRENNUVARGUR Brennuvargur kveikti í gardínum inn um opinn glugga í svefnherbergi. TANKURINN FYLLTUR Formaður Neytendasamtakanna segir þróunina ánægjulega fyrir neytendur en segir fulla ástæðu til að gaumgæfa þróun mála. Fjársvikarinn RagnarSigurjónsson hafði 15milljónir króna af fyrrverandi sam-starfsmanni sínum, ellilífeyris-þeganum Guðbirni Guðjónssyni. Bls. 4 Skautbúningur Dorritar kostar milljónir Bls. 16 Hommar og lesbíur landsins haldaHinsegin daga um helgina. Mikilviðhorfsbreyting hefur átt sérstað í garð samkynhneigðrasem lifa ekki lengur við for-dóma og ofsóknir. DV fékkþekkta homma og lesbíurtil að tjá sig um ástina oglífið utan skápsins. Bls. 28-29 SamkynhneigðSlær í gegn Ragnar rústaði ævikvöld vinar síns Ótti og óvissa að Kárahnjúkum Landsvirkjunlýsir stríði á hendur náttúruöflunum Bls.10-11 Nicolas CageLofar að koma aftur til Íslands Bls. 6 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 175. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 ] VERÐ KR. 295 Brjóstin minnka íHollywood Sílikonið er farið úr tísku Bls. 15 Fjársvikarinn Ragnar Sigurjónsson hafði 15 milljónir af ellilífeyrisþega FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R FR IÐ R IK SS O N BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÞRÓUN Á ELDSNEYTISMARKAÐI Afmarkaðra verðstríð en áður Verðstríðið á bensínmarkaði virðist hafa tekið á sig nýja mynd og breið- ist ekki jafnt út um höfuðborgarsvæðið. Hagsmunasamtök neytenda og olíufélögin segja þetta einkenni nýs viðskiptaumhverfis á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.