Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 7. ágúst 2004 17 MERKISATBURÐIR 7. ágúst 1876 Hollenska njósnakvendið Mata Hari fæðist. 1903 Fornleifafræðingurinn og mann- fræðingurinn Louis B. Leaky fæðist. 1934 Áfrýjunarréttur í Bandaríkjunum úrskurðar gegn banni á bókina Ulysses eftir James Joyce. 1942 Bandaríski herinn gerir innrás á Guadalcanal, og þar með hefst fyrsta stórsókn Bandamanna í Kyrrahafinu í seinni heims- styrjöldinni. 1947 Flekinn Kon Tiki, sem hafði borið sex manna áhöfn yfir Kyrrahafið, strandar á skeri í Pólýnesíu. 1957 Bandaríski gamanleikarinn Oliver Hardy deyr. Félagi hans Stan Laurel lést níu árum síðar. 1959 Bandaríska geimfarinu Explorer 6 er skotið út í geiminn. Frá því bárust fyrstu myndirnar af jörðinni utan úr geimnum. 1974 Franski ævintýramaðurinn Philippe Petit gekk á reipi milli tvíburaturn- anna í World Trade Center í New York. 1990 George Bush Bandaríkjaforseti sendi herlið til Sádi-Arabíu til þess að verja ríkið gegn hugsanlegri árás frá Írak. 20-70% afsláttur Opið alla helgina Útsalan er hafin 25% afsláttur Leðursófasett 3+1+1 verð áður: 248.000 verð nú: 186.000 20% afsláttur Borð (180x100) og sex stólar (án sessu) verð áður: 99.000 verð nú: 79.200 Sessa: 1.900 Úrval af leðursófasettum á 25-30% afslætti 30% afsláttur Heilsudýna í Queen stærð, rúmgafl og tvö náttborð verð áður: 163.800 verð nú: 114.660 h ö n n u n : w w w .p ix il l. is 40% afsláttur Borð (180x100) og sex bólstraðir stólar verð áður: 114.400 verð nú: 68.640 30% afsláttur Stórar ljósakrónur úr smíðajárni verð áður: 26.000 verð frá: 18.200 PERSÓNAN Hver? Snorri Már Skúlason faðir, eiginmaður og ýmislegt fleira meðal annars verk- efnisstjóri enska boltans á Skjá ein- um. Hvar? Núna er ég í vinnunni á fundum og í öðru undirbúningsferli áður en her- legheitin hefjast. Hvaðan? Ég er uppalinn í Vesturbænum í Reykjavík til 9 ára aldurs en eftir það bjó ég í Kópavoginum. Hvað? Ég bíð eftir að enski boltinn byrji að rúlla og eftir að Þjóðminjasafnið opni. Hvenær? Enski boltinn hefst 4. ágúst og Þjóðminjasafnið opnar 1. september. Hvers vegna? Ég hef undanfarið verið að starfa við þessi tvö verkefni sem mér finnast bæði mjög heillandi, hvort á sinn hátt. Hvernig? Jú takk ég hef það fínt þó ég hafi heldur mikið að gera þessa dagana. Ómissandi hátíð „Þetta er í tólfta sinn á jafnmörg- um árum sem handverkshátíðin er haldin hér að Hrafnagili,“ segir Björk Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Handverkshátíðin er að sögn Bjarkar orðinn fastur og ómiss- andi liður í tilveru íslensks hand- verksfólks. Á hverju ári koma á milli sex og átta þúsund manns á hátíðina sem stendur yfir eina helgi. „Hátíðin samanstendur af margs konar sýningum, sölubás- um, námskeiðum og öðru sem tengist handverki. Í ár leggjum við áherslu á málma og úrvinnslu á þeim. Það verður því leitast við að móta umgjörð sýningarinnar og dagskrá með þemað að leiðar- ljósi.“ Meðal þeirra sem verða gestir á hátíðinni í ár eru Therese Johanson, eldsmiður frá Svíþjóð, og Jan-Erik Svensson koparslagari frá Noregi. „Gestir og gangandi fá að fylgjast með þeim við vinnu sína sem er ótrú- lega áhugavert og skemmtilegt,“ segir Björk. Björk segir mikla grósku vera í handverkinu á Íslandi og það sé nauðsynlegt fyrir fólk sem vinn- ur að því að hafa sameiginlegan vettvang eins og hátíðina að Hrafnagili til að hittast á ári hverju. „Hátíðin er ekki síst haldin fyrir fólkið í greininni enda heyrir maður á því að það skipuleggur jafnvel sumarfríið sitt í kringum hátíðina.“ Það eru allir velkomnir á há- tíðina og gestum gefst kostur á að tjalda í námunda við hátíðar- svæðið. Nánari upplýsingar má síðan nálgast á handverks- hatid.is. ■ THERESE JOHANSON Sænski eldsmiðurinn mun vera við störf á Handverkshátíðinni að Hrafnagili í ár. HANDVERKSHÁTIÐ: HÚN ER HALDIN NÚ Í 12 SINN AÐ HRAFNAGILI:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.