Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 32
20 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Viðbúið er að Gleðigangan niður Laugaveginn í dag verði stórfeng- leg og tilkomumikil. Hún hefur vaxið og dafnað allt frá því að fyrst var gengið fyrir sex árum og hug- myndaflugi göngufólks virðast engin takmörk sett. Göngufólkið mun skipta þúsundum en í halaróf- unni frá Hlemmi og niður í Lækjar- götu munu ekki aðeins koma saman sam- og tvíkynhneigt fólk heldur líka, og ekki síður, þeir sem vilja sýna samstöðu. Göngufólk kemur sér fyrir á Hlemmi klukkan 13 og tveimur stundum síðar verður marserað af stað niður Laugaveginn og sem leið liggur í Lækjargötuna. Þar hefst dagskrá klukkan 16.15. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru söngv- arar og dansarar úr Fame, Míó, hommaleikhúsið Hégómi, Þuríður Sigurðardóttir, kvennahljómsveit- in Homoz with tha Homiez, hin ís- lensk-ameríska Heklína og systur frá San Francisco, Maríus Sverris- son og Þórður Tómasson. Hinsegin dagar eru þriðja fjöl- mennasta samkoman sem haldin er í Reykjavík ár hvert. Fjölmennari eru hátíðahöldin á 17. júní og á Menningarnótt. Talnaglöggir ætla að þátttakendur Hinsegin daga í fyrra hafi verið um tuttugu þús- und. Búast má við jafn mörgum eða fleirum í ár. ■ Hinir árlegu Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir í Reykjavík í sjötta sinn í dag með skrúðgöngu og skemmtidagskrá. Gengið undir regnbogann Eftir því sem næst verður komist gefa tveir opinberir staðir í Reykjavík sig út fyrir að vera sér- staklega ætlaðir samkynhneigðu fólki. Þetta eru kaffihúsið Cafe Cozý í Austurstræti og skemmti- staðurinn Jón forseti við Aðal- stræti. Báðir eru staðirnir tiltölu- lega nýir af nálinni og báðum var þeim komið á fót án þess að sér- staklega væri gert út á viðskipti við samkynhneigða. Það kom síðar. Nokkrir staðir fyrir samkyn- hneigða hafa verið til í höfuðborg- inni í gegnum árin. Borgin var aldrei sérstakur staður samkyn- heigðra, en Bubbi söng nú samt um strákana á Borginni, sem hittast öll laugardagskvöld á barnum inni í Gyllta sal. Þetta var kyrjað tímum fyrir hinsegin daga, áður en samkynhneigð varð jafn viðtekin í samfélaginu og hún er í dag. 22 við Laugaveg er sjálfsagt sögufrægastur þeirra staða þar sem samkynhneigðir voru sérstak- lega boðnir velkomnir í nokkur ár þó gagnkynhneigðir sæktu staðinn líka. Á 22 blandaðist saman hefð- bundin barstemning á neðri hæð- inni og diskótek á efri hæð þar sem svitinn lak úr loftinu eftir taktfast- an dans gestanna. Á fyrri árum skemmtistaðarins voru þó ekki allir sem komust á efri hæðina, enda átti það að vera athvarf samkynhneigðra og þótti það nokkuð sport meðal sumra hinna gagnkynhneigðu hvort þeir kæmust upp til að sjá hvað þar færi fram. Með tímanum breyttist þetta þó og ekki er lengur hægt að segja að 22 sé sérstakur staður samkynhneigðra, heldur mæta þar bara allir sem vilja dansa. Moulin Rouge var starfrækt við Hlemm og síðar Spotlight við Ing- ólfsstræti. Þar var lögð áhersla á að skapa klúbbastemningu að er- lendri fyrirmynd og tókst vel. Spotlight flutti síðar í Hafnar- stræti þegar gamla staðnum var breytt í hluta af nýja Hóteli 101. Kúltúrinn flutti með og lifði um skeið. Mannsbar var svo opnaður við Vegamótastíg en var skammgóður vermir og lagði upp laupana á inn- an við ári. Þar drukku samkyn- hneigðir karlmenn við kertaljós og rólega tónlist. Sérstakir hinsegin hátíðardans- leikir verða haldnir á þremur stöð- um í kvöld. Á Nasa við Austurvöll þar sem dj Páll Óskar og dj Flovent skemmta, á Jóni forseta í Aðalstræti þar sem dj Skjöldur ræður tónlistinni og á Nelly’s í Bankastræti þar sem dj Atli leikur fyrir dansi. ■ Lengi hafa verið til sérstakir skemmti- og veitingastaðir fyrir samkynhneigt fólk: Samkynhneigðir og djammið KLÆÐSKIPTI ERU RÍKUR ÞÁTTUR Í MENNINGU SAMKYNHNEIGÐRA KARLA Hér má sjá Joe og Kókó í Gay Pride göngunni á síðasta ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Ásta Vilhjálmsdóttir rekur Cafe Cozy ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir að fljótlega eftir að staðurinn opnaði hafi þau ákveðið að gera hann að griða- stað samkynhneigðra enda hafi samkynhneigð dóttir hennar sagt að slíkan stað vantaði í Reykjavík. „Ég var svolítið rög við þetta í fyrstu enda vissi ég ekki að samkynhneigðir á Ís- landi skiptu hundruðum,“ segir Ásta og bætir við að rekstur staðarins sé það skemmtileg- asta sem hún hafi fengist við um ævina. Aðspurð segir hún því fara víðsfjarri að gagnkynhneigðir séu óvelkomnir á Cafe Cozy. „Aldeilis ekki, staðurinn er hinsvegar yfirlýstur griðastað- ur samkynhneigðra en allir eru velkomnir. Við höfum merkt staðinn með fána samkyn- hneigðra og ég held að það sé búið að stela sex eða sjö slíkum utan af húsinu,“ segir Ásta og dæsir yfir hegðuninni. Hún seg- ir hinsvegar mikinn mun á skemmtanahaldinu hjá samkyn- hneigðum og gagnkynhneigð- um. „Áður var alltaf eitthvað brotið og bramlað og við þurft- um að hafa dyravörð. Eftir breytinguna hefur hinsvegar allt gengið vel, umgengnin er miklu betri. Reyndar kom það einu sinni fyrir að gagnkyn- hneigður náungi kom hingað inn gagngert til að lumbra á homma.“ ■ Jón forseti er starfræktur í elsta húsi Reykjavíkur þar sem Fóget- inn átti lengi lögheimili og varnar- þing. Góð reynsla varð til þess að eigandinn, Ragnar Halldórsson, ákvað að breyta staðnum í klúbb fyrir samkynhneigða. „Í þrígang höfðu verið haldin hér sérstök skemmtikvöld fyrir lesbíur. Þessi kvöld tókust afskaplega vel og reynsla okkar af samkynhneigðum var einstaklega góð. Sú staðreynd og fyrir öfluga hvatningu góðs fólks úr hópi samkynhneigðra varð til þess að við ákváðum að snúa við blaðinu og gera húsið að sérstökum klúbbi fyrir samkyn- hneigða.“ Ragnar segir nokkurn mun á samkynhneigðum annars vegar og gagnkynhneigðum hins vegar og birtist hann ekki síst í þeirri ein- lægu gleði sem einkennir fyrr- nefnda hópinni. „Flestir samkyn- hneigðir hafa upplifað einhverja erfiðleika. Það er mín skoðun að fólk sem átt hefur erfitt að ein- hverju leyti og tekist á við það er mennskara en annað fólk. Það hef- ur vaxið við erfiðleikana og hefur yfir sér aðrar og mannlegri víddir. Það er jákvætt, sátt við sjálft sig og býr yfir ákveðnu æðruleysi gagnvart sjálfu sér og heiminum.“ Ragnar segir gagnkynhneigt fólk slæðast inn við og við og að all- ir séu velkomnir. Hann leggur hinsvegar ríka áherslu á að Jón forseti sé kvitt og klárt fyrir sam- kynhneigða, ekki sé tiplað á neinu gráu svæði með það. Og tvennt ber þess glöggt vitni. „Allir starfs- menn, fyrir utan mig, eru samkyn- hneigðir og öll dagskrá staðarins er hugsuð fyrir samkynhneigða.“ ■ JÓN FORSETI Eini skemmtistaðurinn í Reykjavík sem sérstaklega er ætlaður samkynhneigðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Kaffihús vantaði CAFE COZY Eina kaffihúsið í Reykjavík sem sérstak- lega er ætlað samkynhneigðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Einlæg gleði einkennir gesti Ráðhús  Hljómskála- garður  Hlemmur  Ganga hefst Göngu lýkur    2 4 6 5 3 7 1 1 Café Cozy í Austurstræti Þar getur göngufólk fundið kaffi og huggulegheit. Hinsegin kaffihús en auðvitað eru allir velkomnir. Jón forseti í Aðalstræti Þegar líða tekur á kvöldið má reikna með biluðu stuði á þessum eina yfir- lýsta hinsegin klúbbi í bænum enda verður diskóað fram eftir morgni með Skjöld Eyfjörð í far- arbroddi. MSC Ísland í Ingólfsstræti Staður homma sem hafa áhuga á leður-, gúmmí-, einkennis- og gallaklæðnaði. Opnunarkvöld ár- legrar hátíðar MSC Íslands, sem stendur samhliða Hinsegin dögum hófst á fimmtudag að viðstöddum fjölda erlendra gesta. Samtökin 78 á Laugavegi Hér er að finna skrifstofu og félagsaðstöðu Samtak- anna ‘78, félags lesbía og homma á Íslandi. Samtökin starfa að baráttu- og hagsmunamálum félagsmanna sinna og skapa félagslegan og menningarlegan vettvang. Jómfrúin við Lækjargötu Þessi notalegi smur- brauðsstaður er vinsæll veitingastaður samkyn- hneigðra og ekki ólíklegt að þarna verði setið við hvert borð þegar göngu- gesti fer að svengja. Nelly’s í Ingólfsstræti Plötusnúðurinn í kvöld er DJ Atli sem mun halda fólkinu í góðri sveiflu og ekki ólíklegt að lagið Ég lifi af muni ein- hvern tímann hljóma. Nasa við Austurvöll Hér verður diskó, diskó og diskó. DJ Flóvent byrjar fjörið en að því búnu sér Páll Óskar um stuðið fram á rauða nótt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.