Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 34
BÓKASKÁPURINN 22 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR ALLAR BÆKUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KVENSPÆJARASTOFA NÚM... Alexander McCall Smith KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG ... Ómar Ragnarsson ÍSLENSK FJÖLL Ari Trausti og Pétur Þorleifsson ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónsson ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Stöng KORTABÓK 1:300.000 Mál og menning STANGVEIÐIHANDBÓKIN 3. BINDI Eiríkur St. Eiríksson BETTÝ Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold SKÁLDVERK - KILJUR DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KVENSPÆJARASTOFA NÚM... Alexander McCall Smith BETTÝ Arnaldur Indriðason SVO FÖGUR BEIN Alice Sebold MÝRIN Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason ÖXIN OG JÖRÐIN Ólafur Gunnarsson ANNA, HANNA & JÓHANNA Marianne Fredriksson KILLIANSFÓLKIÐ Einar Kárason NAPÓLEONSSKJÖLIN Arnaldur Indriðason HANDBÆKUR/FRÆÐIBÆKUR/ÆVISÖGUR KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG ... Ómar Ragnarsson ÍSLENSK FJÖLL Ari Trausti og Pétur Þorleifsson ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónsson ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Stöng KORTABÓK 1:300.000 Mál og menning STANGVEIÐIHANDBÓKIN 3. BINDI Eiríkur St. Eiríksson SKYNDIHJÁLP Á FERÐINNI Jónas Guðmundsson ofl. SKYNDIBITAR FYRIR SÁLINA Barbara Berger HÁLENDISHANDBÓKIN 2004 Páll Ásgeir Ásgeirsson 12 SPOR TIL HRÁFÆÐIS Victoria Boutenko Listinn er gerður út frá sölu dagana 28.07.-03.08. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Chopin's Funeral eftir Benitu Eisler Tónskáldið Frédéric Chopin lést árið 1849, einungis 39 ára gamall. Í þess- ari vel skrifuðu bók rekur Eisler ævi pólska snillingsins og einbeitir sér að sambandi hans við skáldkonuna George Sand. Eisler tekst að bregða upp eftirminnilegri mynd af flóknum og mótsagnakenndum manni og gerir tónlist hans afar góð skil. EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Þrjár skáldsögur Indriða G. Þor- steinssonar eru komnar saman í eina kilju undir yfirheitinu Tímar í lífi þjóðar. Þetta eru sögurnar Land og synir, Norðan við stríð og 79 af stöðinni. Kristján B. Jónas- son bókmenntafræðingur hefur undanfarin ár kynnt sér skáld- skap Indriða og skrifar formála að bókinni. „Það er ákveðið innra samhengi í þessum sögum, Indriði er að fjalla um ákveðið skeið í Íslands- sögunni, þrjátíu ára tímabil, um miðja 20. öld þegar íslenska þjóðin gekk í gegnum mikla umbrota- tíma. Indriði lýsti því hvað eftir annað yfir í viðtölum að þetta var sá tími sem hann áleit að skipti þjóðina mestu: kreppan, hersetan og eftirstríðsárin,“ segir Kristján. „Þessar þrjár sögur fjalla hver á sinn hátt um það hvernig fólk bregst við nýjum tíma, hvaða ákvarðanir það tekur og af hverju samfélagið varð eins og það varð. Þrátt fyrir einstaklingshyggju og andúð á sósíalistum þá var Indriði mjög samfélagslega hugsandi. Hann var alltaf að lýsa breiðri þjóðfélagsmynd í bókum sínum og um leið var hann sálfræðilegur höfundur sem leyfði persónunum að þróa atburðarásina.“ Hemingway-áhrifin Þeir sem lesa þessar bækur Ind- riða komast ekki hjá að sjá að hann var flinkur stílisti. Á sínum tíma var hann þó harðlega gagn- rýndur fyrir að stæla Ernest Hemingway. „Í fyrstu dómum um bækur Indriða var hamrað á Hemingway-áhrifunum og við- brögð við stílnum voru mjög harðneskjuleg,“ segir Kristján. „Bjarni frá Hofteigi varð fyrstur til að nefna þau í ritdómi í Þjóð- viljanum um 79 af stöðinni og oft var vitnað í neikvæðan dóm eftir Jónas Kristjánsson í Skírni. Halldór Stefánsson dæmdi bók- ina í Tímariti Máls og menningar og nefndi þá Hemingway ekki á nafn en lét í það skína að maður sem sé svo ósjálfstæður sem Indriði geti varla verið stoltur af því að gefa út bækur.“ Viðkæmur höfundur Kristján telur engan vafa á því að Land og synir sé besta bók Indriða: „Stíllinn í henni er sam- bland af Hamsun og Hemingway. Þar er að finna langar og epískar málsgreinar sem flæða vel og draga langa stemningu áfram, mynda eins konar slóða. Sonurinn í bókinni, sem vill kveðja sveit- ina, á síðan stuttaralegar setning- ar. Land og synir er feikilega vel skrifuð bók að því leyti að stíllinn tjáir algjörlega, eins vel og hægt er, hugblæ þess sem verið er að kveðja. Bókin er skrifuð í lýrísk- um angurværum stíl en er fleyguð með kaldhömruðum til- svörum sem Einar bóndasonur skýtur inn í. Indriði er viðkvæmur höfund- ur, allt að því tilfinningalegur, en er sífellt að reyna að setja lokið á þessa viðkvæmni. Án efa mótast hann af Hemingway en 79 af stöð- inni er fyrir vikið sérlega sönn lýsing á umhverfi Reykjavíkur. Það góða sem Indriði fékk frá Hemingway var ákveðin dempun og fullyrðingaleysi og miklar ytri lýsingar sem eru næstum ljós- myndalegar. Þegar Indriði bregst sem stílisti fer hann alveg yfir í tilfinningaskalann og þá verða persónur of tilfinningalegar í tali og næstum hjákátlegar. Þessi galli er mest áberandi í smásög- um hans.“ Aldrei boðunarkenndur Hversu góður höfundur var Indriði? „Ég hefði ekki skrifað svona mikið um Indriða ef ég teldi hann ekki vera góðan höf- und,“ segir Kristján. „Mér finnst Indriði vera fyrstur rithöfunda til að ná utan um nýjan veruleika sem við búum enn við. Það að vera nýkominn til borgarinnar er ástand sem er eilíft svo lengi sem þróunarlönd verða til. Auð- vitað styðst Indriði við vissa hugmyndafræði í bókum sínum en hún er aldrei boðunarkennd. Þess vegna er auðveldara að tengjast verkum hans í dag en margra annarra samtíðarhöf- unda hans sem stunduðu ein- dregnari samfélagsgagnrýni. Bækur Indriða bregða upp svip- myndum af tilfinningum fremur en að vera hörð gagnrýni á sam- félag. Í því felst styrkleiki hans.“ kolla@frettabladid.is [ BÓK VIKUNNAR ] Á þessum degi árið 1754 yfirgaf Henry Fielding London og hélt til Lissabon í Portúgal sér til heilsubótar. Fielding náði ekki heilsu og lést í Lissabon tveimur mánuðum seinna. Þekktasta verk Fieldings er Tom Jones sem kom út árið 1749. Þar er sögð saga hins óskilgetna, stórgallaða en töfrandi Tom Jones sem reynir að vinna ástir dóttur nágrann- ans. Bókin er full af litskrúðugum persónum og dregur upp afar fyndna mynd af ensku þjóðfélagi á 18 öld. Bók um Michael Moore Michael Moore hefur sérstakt lag á að koma umhverfi sínu í uppnám. Nú er komin út bók um þennan umdeilda kvikmyndagerðarmann og rithöfund. Hún heitir hvorki meira né minna: Michael Moore Is a Big Fat Stupid White Man. Höfundarnir eru tveir, David T Hardy og Jason Clarke. Í bókinni fjalla þeir um það sem þeir kalla falsanir Moore í kvikmyndum hans og bók- um og hlífa honum hvergi. Einnig eiga fimm aðrir höfundar greinar í bókinni. Gagnrýnandi Sunday Times er ánægður með bókina og segir hana gegna mikilvægu hlutverki og eiga skilið mikla útbreiðslu. Þroskinn er fólginn í því að maður lifi sólskin, regn og storma ævi sinnar þannig að maður vaxi hið innra. Albert Schweitzer Svipmyndir af tilfinningum TÍMAR Í LÍFI ÞJÓÐAR: ÞRJÁR SKÁLDSÖGUR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSONAR Í EINA KILJU Bjartur veðjar á Dan Brown Skáldsagan Da Vinci lykillinn hefur sannarlega slegið í gegn hér á landi eins og annars staðar og malar gull fyrir útgáfuforlagið Bjart. Það kemur því ekki á óvart að forlagið heldur áfram að veðja á höfundinn Dan Brown og hyggst með haustinu gefa út aðra spennusögu eftir hann, Angels and Demons. Robert Lang- don (hetjan í Da Vinci lyklinum) er aðalpersóna bókarinnar sem gerist að miklu leyti í Róm samtímans. Segir Pavarotti skrímsli Bók um óperusöngvarann Pavarotti er væntanleg. Bókin er skrifuð af umboðsmanni söngvarans til 30 ára, Herbert Breslin, en í henni lýsir hann Pavarotti sem skrímsli. Það slitnaði upp úr samstarfi þeirra árið 2002 en Breslin lýsir væntanlegri bók sinni sem sögu af fallegum og yndislegum manni sem umturnaðist í einbeitta, árásargjarna og óhamingjusama stórstjörnu. Bókin heitir „The King and I: The Uncensored Tale of Luciano Pavarotti’s Rise to Fame“ INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON „Auðvitað styðst Indriði við vissa hugmyndafræði í bókum sínum en hún er aldrei boðunarkennd. Þess vegna er auðveldara að tengjast verkum hans í dag en margra annarra samtíðarhöfunda hans sem stunduðu eindregnari samfé- lagsgagnrýni,“ segir Kristján B. Jónasson bókmenntafræðingur. Skáldsögurnar Land og synir, Norðan við stríð og 79 af stöðinni eru komnar í eina kilju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.