Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 38
„Fótboltinn í sumar hefur verið allt of flatur,“ segir Arnar Björns- son íþróttastjóri á Stöð 2 og Sýn en bætir því að mótið hafi verið spennandi. „Það hefur vantað allan glans á liðin nema kannski FH-ing- ana sem hafa heillað mig einna mest, þeir hafa leikið hvað skemmtilegasta fótboltann.“ Arnar tekur fram að sér hafi ekki leiðst á vellinum í sumar en saknar þess að lið og leikmenn taki þá áhættu í leik sínum sem þeim ber að gera til að gera leikinn skemmtilegri. „Allar aðstæður hafa verið fínar, skilyrðin góð og menn vel stemmdir en það vantar dirfskuna.“ Spurður hvort einhver lið hafi komið honum á óvart með góðri frammistöðu nefnir Arnar aftur FH-ingana. „Ég neita því ekki að ég bjóst ekki við þeim svona sterk- um. Þeim gekk vel í fyrra og oft reynist liðum erfitt að fylgja eftir góðum árangri enda kröfurnar miklar. FH hefur tekist að standa vel í lappirnar undir þessari pres- su. Hið mikla líf í Víkingunum hef- ur líka komið mér verulega á óvart, ekki síst eftir skelfilega erf- iða byrjun þar sem nánast allir voru búnir að dæma þá til vistar í deildinni fyrir neðan.“ Beðinn um að nefna lið sem hafa ekki staðið undir væntingum telur hann fyrst upp KR-inga. „Þeir hafa ekki gert það sem búist var við af þeim. Skagamenn ekki heldur.“ Þegar talið berst að frammi- stöðu einstakra leikmanna segir Arnar að heilt yfir vanti menn stöðugleika. „Menn fylgja ekki eft- ir góðri frammistöðu í síðasta leik. Það er eins og þeir séu sáttir og leyfi sér að gera nánast ekkert í þeim næsta. Mér sýnist þetta reyndar loða við allar íþróttagrein- ar, það vantar þessa hörku sem einkenndi eldri kynslóðirnar þar sem góð frammistaða í einum leik kallaði á enn betri frammistöðu í þeim í næsta.“ Arnari er ekki að fullu ljóst af hverju þetta stafar en dettur helst uppeldislegir þættir í hug. „Þessir leikmenn hafa verið keyrðir á æfingar, það hefur verið dekstrað við þá hér og þar og þá vantar meiri karakter.“ En hvað heldur Arnar Björns- son um framhaldið, hverjir verða Íslandsmeistarar og hvaða lið falla í fyrstu deild? „Ég býst við að þetta verði spennandi alveg fram á síð- ustu metrana. Það kæmi mér ekk- ert á óvart ef Fylkismenn stæðu í lappirnar í ár og FH-ingarnir, með sinn sterka hóp, gætu farið alla leið. En svo má aldrei afskrifa Skagamenn, þeir eru ótrúlegir og hafa alltaf verið. En ég sé KR-inga ekki gera neinar rósir, það vantar allt bit í þá.“ Arnar telur að lokaspretturinn verði Grindavík og KA sérstaklega erfiður án þess þó að hann vilji úr- skurða þau fallin. „Það er langur vegur þar frá. Holningin á þeim er hinsvegar þannig að mér sýnist þetta verða þeim erfitt. Svo geta Frammarar og Víkingar dregist niður í þetta líka.“ BJORN@FRETTABLADID.IS 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Lokasprettur Landsbankadeild- arinnar í knattspyrnu karla er að hefjast og baráttan um stigin fer harðnandi. Mjótt er á munum á toppi og botni en þrettán stig skil- ja efsta liðið frá því neðsta. Hvert lið á möguleika á að næla sér í átján stig í leikjunum sex sem eft- ir eru og fræðilega getur botnlið dagsins í dag enn orðið Íslands- meistari og toppliðið getur að sama skapi fallið. Í vor spáðu fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn félaganna fyrir um lyktir mótsins og gerðu þeir ráð fyrir að 4 lið myndu berjast á toppnum, 4 á botninum og 2 sigla lygnan sjó um miðja deild. KR og ÍA eru nokkuð fjarri því sem spáð var, gengi ÍBV er talsvert betra en ráð var fyrir gert en KA og Fram hafa brugðist væntingum. Auðvitað er ómögulegt að segja fyrir, með vissu, hvernig liðin rað- ast í sæti að aflokinni lokaumferð- inni laugardaginn 18. september og í því sambandi má benda á að á síðasta ári breyttist margt frá tólf- tu umferð til þeirrar síðustu. Fylk- ir, Grindavík, KA og Þróttur misstu þá flugið en að vanda hysjuðu Frammarar upp um sig brækurnar. Skagamenn léku þó manna best á lokametrunum og unnu sér inn 16 af þeim 18 stigum sem voru í boði. Séu tímabilin nú og í fyrra enn borin saman kemur í ljós að mun færri mörk hafa - verið skoruð í leikjum sumarsins. 144 slík hafa litið dagsins ljós nú á móti 180 í fyrra og er munurinn þrjú mörk í hverri umferð. Sókn- dirfska liðanna virðist því ekki jafn mikil og áður en erfitt er að greina ástæður þess. Hverjir verða meistarar? Toppliðið FH hefur aðeins beð- ið lægri hlut í einum leik í sumar, gegn Fylkismönnum í Árbænum í annarri umferð mótsins. Liðið hef- ur hinsvegar gert fimm jafntefli. Eyjamenn, sem eru í öðru sætinu, hafa hinsvegar tapað í þremur viðureignum og gert jafntefli í þrígang. Fylkir hefur tapað í tví- gang og gert fimm jafntefli. Spámenn hallast helst að því að FH og Fylkir berjist um Íslands- meistaratitilinn á lokasprettinum og að Eyjamenn blandi sér í bar- áttuna. Þeir vilja þó ekki afskrifa Skagamenn sem alltaf eru líklegir til alls og sumir nefna að KR-ingar eigi enn möguleika á að sýna sitt rétta andlit. Ómögulegt er að segja fyrir um hvert þriggja fyrstnefndu liðanna á „þægilegustu“ leikina eftir þar sem úrslitin í sumar hafa oft verið óvænt og baráttan á lokasprettin- um getur leyst nýjan kraft úr læð- ingi. FH-ingar eiga eftir að fá Vík- inga, Skagamenn og Framara í heimsókn og fara til Eyja, Grinda- víkur og Akureyrar. Eyjamenn eiga eftir útileiki gegn KR-ingum, Keflvíkingum og Skagamönnum og heimaleiki gegn FH, Víkingi og Fylki. Árbæingarnir eiga svo úti- leiki gegn Keflvíkingum, Víking- um og Eyjamönnum og fá Frammara, KA-menn og KR-inga í heimsókn. BJORN@FRETTABLADID.IS ÓLAFUR JÓHANNESSON ÞJÁLFARI FH Hafn- firðingarnir hafa leikið vel í sumar og eru að margra mati með besta liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR EYJAMENN FAGNA MARKI Þeir hafa laumað sér upp stigatöfluna og geta allt eins haft Íslandsbikarinn með sér út í Eyjar í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Baráttan harðnar – líf eða dauði í húfi Sex umferðir eru eftir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. FH-ingar eru á toppnum og sérfræðingar Fréttablaðsins telja að baráttan um Ís- landsmeistaratitilinn standi helst á milli þeirra og Fylkismanna. G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Arnar Björnsson íþróttafréttamaður hjá íslenska útvarpsfélaginu: Það vantar dirfsku í íslensku liðin ARNAR BJÖRNSSON Verður spennandi fram á síðustu metrana. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.