Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 46
Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að fyrsta manneskjan sem kæmi með skilti sem á stæði „La Primavera er besta veitingahús í heimi“ mætti eiga von á glaðningi hjá kokkinum Jamie Oliver sem er staddur hér á landi. Veitingamenn- irnir á La Primavera höfðu ekki hugmynd um uppátæki Jamies Oli- ver en höfðu vart undan við að taka á móti blöðum með áletruninni um dásemd La Primavera í allan gær- dag. Jamie Oliver þykir ótrúlega uppátækjasamur kokkur og enginn nema hann einn veit upp á hverju hann tekur til að gleðja heppinn Ís- lending, en Leifur Kolbeinsson, eig- andi La Primavera, kynntist Jamie Oliver þegar þeir þeir störfuðu um tíma saman á River Café í London. Jamie Oliver bað fólk um að skil- ja eftir nafn og heimilisfang með áletruninni og segja veitingamenn La Primavera ómögulegt að spá fyrir um hvort Jamie Oliver sendi hinum heppna matreiðslubók eða bjóðist til að koma heim til viðkom- andi og elda mat. Erindi Jamie Oliver hingað til lands er að útbúa jólakvöldverð- arhlaðborð sem ljósmyndað verð- ur fyrir jólablað matreiðslutíma- ritsins Delicious. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu eyðir Jamie Oliver töluverðum tíma á Íslandi uppi á Vatnajökli en þar heldur hann til með hópi af fag- fólki. Ekki er Oliver þó eingöngu umkringdur fagfólki því tvö sprelllifandi hreindýr fóru með honum upp á Vatnajökul til að ná fram réttu jólastemningunni í ljósmyndunum sem þar voru tekn- ar. Jamie Oliver er vonum framar ánægður með Íslandsdvölina og hefur því væntanlega bæst í hóp þeirra Íslandsvina sem koma hing- að aftur og aftur. ■ 34 7. ágúst 2004 LAUGARDAGUR ... fær Júlíus Júlíusson fyrir að bjóða þúsundum Íslendinga í mat á Dalvík. HRÓSIÐ Lagt verður af stað kl. 9:00 frá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ). Leiðsögn um fornleifauppgröft í Reykholti og á Þingvöllum. Nesjavallavirkjun skoðuð. Koma til Reykjavíkur verður ekki síðar en kl. 20:00. Aðalfararstjóri verður Jónína Bjartmarz alþingismaður. Ýmsar uppákomur verða í ferðinni á völdum stöðum fyrir bæði börn og fullorðna. Bókanir og nánari upplýsingar í síma 540 4300 fyrir kl. 16 fimmtudaginn 12. ágúst n.k. Allir hjartanlega velkomnir. Sumarferð framsóknarmanna í Reykjavík laugardaginn 14. ágúst n.k. Sem er? Þið hafið öll heyrt um handstýrðu símana sem fólk notaði í gamla daga löngu fyrir tíma tölvu og gsm síma. Allt fer í hringi og nýjasta nýtt í gsm heiminum eru handstýrð hleðslutæki sem ætluð eru til að styðja við nútíma símtæk- in. Handstýrðu hleðslutækin eru mjög hentug í tjaldferða- lagið eða bara við hvaða aðstæður þar sem engin raf- magnsinnstunga er við höndina. Þá stingur maður hand- stýrða hleðslutækinu í gsm símann og snýr af krafti. Við núninginn myndast rafstraumur og þannig er hægt að end- urhlaða símann. Fáanlegt: Þýska fyrirtækið Dresdner Kleinwort Wasserstein á heiðurinn af uppfinningunni og hægt er að leita upplýsinga á síðunni careersatdrkw.com | DÓTAKASSINN | Dótið? Handstýrt hleðslutæki Þrír íslenskir nemar í graf- ískri hönnun á Ítalíu fengu einstakt tækifæri þegar þeim var boðið að semja sjónvarps- auglýsingu fyrir ítalska síma- fyrirtækið 48383. „Við vorum við nám í bandarískum lista- háskóla sem nefnist Lorenzo De'negici,“ segir Daníel Oddsson, en hann var í skól- anum ásamt Guðbrandi Þór Bragasyni og Birgi Pétri Þor- steinssyni. „Við vorum allir í áfanga sem kallast Postpro- duction grafics og gestakenn- ari, sem á sína eigin hönnun- arstofu þarna úti, bauð okkur að gera þessa auglýsingu. Kenn- arinn er mikils metinn og vinnur meðal annars við virtasta tísku- og hönnunarskólann í Flórens og okkur þótti þetta því mikill heið- ur,“ segir Daníel, sem telur það ekki tilviljun að Íslendingunum var boðið verkið. „Ítalirnir þekkja allir Sigurrós og Björk og Ísland virðist vera einhvers konar trend hjá þeim um þessar mundir og það hefur ábyggi- lega haft sitt að segja.“ Auglýsingin sem Íslend- ingarnir gerðu nær nú til um 50 milljón áhorfenda. „Við vorum beðnir um þetta í apr- íl, auglýsa átti hringitóna fyrir símafyrirtæki og við fengum vinkonu okkar til að dansa en breyttum henni í svarta fígúru sem dansar á bleikum bakgrunni.“ Strákarnir sömdu svo tón- listina við auglýsinguna sjálf- ir. „Útkoman var bara þónokk- uð svöl miðað við ýmislegt sem var í gangi þarna á Ítalíu,“ segir Daníel. Ítalska tónlistarstöðin All music og MTV Italia hafa verið með auglýsinguna eftir íslensku hönnuðina í spilun síðan í maí en auk þess er hún sýnd á öllum rík- issjónvarpsstöðvunum á Ítalíu. ■ GRAFÍSKIR HÖNNUÐIR FRAMTÍÐARINNAR Þeir Daníel Oddsson, Guðbrandur Þór Bragason og Birgir Pétur Þorsteinsson fengu einstakt tækifæri úti á Ítalíu. HÖNNUN DANÍEL ODDSSON ■ Segir Ísland vera trendí hjá Ítölum um þessar mundir. Hönnuðu auglýsingu fyrir ítalskt símafyrirtæki 48383 Símaauglýsingin sem strákarnir hönnuðu. JAMIE OLIVER Aldrei að vita nema heppinn Íslendingur fái dýravininn Jamie Oliver í heimsókn. UPPÁTÆKI JAMIE OLIVER ■ Tók tvö hreindýr með sér upp á Vatnajökul til að ná fram réttu jólastemningunni. Með tvö hreindýr upp á Vatnajökli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.