Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FAHRENHEIT 9/11 "Virkilega fyndin og einstaklega vel gerð." K.D. Fbl. **** H.J. Mbl. *** Ó.H.T. Rás 2 *** S.K. Skonrokki Ekki sitja eftir… 1.490,- LUNS krítar/segultafla 2.950,- SVENNING skrifborðsstóll 1.190,- IK E 25 25 4 08 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is 4.450,- SUMMERA minnisbækur 4 stk. + poki 190,- KASSETT kassar 2 stk. 690,- 690,- MÖRKER vinnulampi TRAKTOR kollur á hjólum 1.290,- SLABANG vekjaraklukka SUMMERA minnisbækur FIRA geymslubox 95,- Grænmetisbuff, cous cous og sósa Góður kostur 490,- ORRE ruslafata 550,- MIKAEL tölvuborð 2.950,- 990,- SET taska 190,- DOKUMENT pennastandar 2 stk. 1.950,- NERO skúffueining 95,- BAR segullisti 690,- KASSETT tímaritahirsla Af sjálfstæðis- baráttum Það var mjög merkilegt að fylgj-ast með Gay Pride skrúðgöng- unni ganga niður Laugaveginn í fyrra í grenjandi rigningu. Karnival- fílingurinn var ekki það merkileg- asta heldur miklu frekar baráttuand- inn og sigurtilfinning sem lá í loft- inu. Þetta er eitthvað annað en 17. júní hugsaði ég með mér en þá áttaði ég mig skyndilega. Svona VAR 17. júní! Svona var sigurtilfinningin þegar aldamótakynslóðin fór stolt og nýfrjáls í skrúðgöngu árin eftir 1944. Ein og ein gömul kona í þjóð- búningi minnir á stemningu sem var, en á 60 árum hafa allir gleymt að 17. júní var sigurhátið en ekki hefð. GAY Pride ber með sér flest ein- kenni þjóðhátíðar en hefur yfir sér brag sem 17. júní hefur löngu týnt. Þarna eru ekki einhverjir skátar að norpa með fánann í þegnskylduvinnu heldur hefur einhver gripið fána til að bera hann af hreinu stolti. Í göng- unni er einmitt hópur sem hefur barist fyrir málstað og unnið sigur og veit að frelsi eða sjálfstæði eru alls ekki sjálfgefin fyrirbæri eða út- þvæld orð í munni stjórnmálamanna. EINS og í allri sjálfstæðisbaráttu notar hópurinn ýkt tákn til að skil- greina sig. Þarna er regnbogafáninn sem tákn umburðurðarlyndis og fjöl- breytileika. Í stað fjallkonunnar birt- ist dragdrottningin og þjóðsöngvar óma eftir Gloriu Gain. í stað karl- mennskutákna sjómannsins og bónd- ans kemur leður og latex og frelsis- hetjurnar eru lifandi en ekki steypt- ar í eir. Á GAY Pride eru margir sem hafa bælt tilfinningar sínar, farið í felur með þær, goldið þeirra og mætt for- dómum, sætt mismunun og jafnvel ofbeldi. Þarna eru jafnvel menn sem hröktust úr landi. Í þessum hópi hefði átt að vera fólk sem tók líf sitt af ótta við útskúfun samfélagsins. Þarna eru ættingjar og vinir að stíga fram og sýna ástvinum sínum sam- stöðu. Mikil þátttaka almennings gerir gönguna að stórsigri enda snýst baráttan ekki síst um viður- kenningu samfélagsins. KYNSLÓÐIN sem nú fagnar veit fyrir hverju var barist og því drukkn- ar merkingin ekki í blöðrum, pylsum eða brjóstsykurssnuðum og aldrei myndi þeim detta í hug að skipta út regnbogafánanum fyrir rauðar Voda- fone veifur eins og gerðist á 17. júní 2003. Fáninn hefur ennþá merkingu. MEÐ hliðsjón af 17. júni eru það ef- laust óhjákvæmileg örlög Gay Pride að drukkna í pylsum og gasblöðrum. Þeir sem vilja upplifa alvöru sjálf- stæðisstuð ættu því að drífa sig í bæinn. Yngri kynslóðir munu taka frelsi og umburðarlyndi sem sjálf- sögðum hlut og jafnvel berjast gegn staðalímyndum frá dögum barátt- unnar. Ein og ein gömul dragdrottn- ing eða aldraður leðurhommi munu minna á stemningu sem var. ANDRA SNÆS MAGNASONAR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.