Fréttablaðið - 08.08.2004, Side 1

Fréttablaðið - 08.08.2004, Side 1
VARNARGARÐUR STYRKTUR Vinnu við að styrkja og breikka varnargarðinn við Kárahnjúkastíflu sem óttast var á tímabili að léti undan er nú lokið. Unnið var af full- um krafti og er garðurinn nú nægjanlega hár og breiður að mati framkvæmdaraðila til að standast frekari vatnavexti. Sjá síðu 2 ÍSLENDINGAR Í DARFUR Íslenskur hjúkrunarfræðingur er við störf í Darfur. Hún segir hjálparstofnanir hafa komið miklu til leiðar í héraðinu og ástandið sé stöðugt í búðunum sem hún starfar. Hún segir þó fá- tækt meiri en hún hafi séð áður. Sjá síðu 2 MIKIÐ Á SIG LAGT Knattspyrnuáhuga- menn á landsbyggðinni sem ekki ná Skjá einum leita leiða til að fjármagna uppsetn- ingu á sjónvarpssendum.Skjár einn hefur boðið stærri bæjarfélögum að koma upp sendum ef heimamenn greiða hluta kostn- aðar. Sjá síðu 6 ORGELTÓNAR Í HALLGRÍMS- KIRKJU Bandaríski orgelleikarinn Steph- en Tharp leikur á orgel Hallgrímskirkju í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Leikarnir hefjast eftir fimm daga. Þetta hefur ekki gengið þrautalaust fyrir Aþenuborg. ▲ SÍÐUR 16 & 17 Ólympíueld- urinn heim MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG           VEÐRIÐ Í DAG 8. ágúst 2004 – 213. tölublað – 4. árgangur Ólafur F. Magnússon með há markmið fyrir minnsta borgarstjórnarflokki OPIÐ 1 3-18 Í D AG LOKADAGURINN! SÍÐUR 14 & 15 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Mótmælir ólýðræðislegri misnotkun RÚV ▲ Dreifir Mentosi um allt GLAMÚRPÍA Þessi vakti verðuga athygli í göngunni enda með endemum glæsileg og tignarleg. Stúlkan heillaði alla upp úr skónum með seiðandi framkomu og ekki spillti búningurinn sem var óaðfinnanlegur. 40 þúsund manns í miðborg Reykjavíkur:: Litaskrúð á hinseginhátíð HÁTÍÐARHÖLD Hinsegin dagar eða Gay Pride voru haldnir hátíðlegir í Reykjavík gær. Lögregla taldi að tæplega fjörutíu þúsund manns hefðu verið samankomin í mioðhafi kíkt í miðborgina en hátíðarhöldin fóru mjög vel fram. Litadýrð og skrautlegir búningar voru allsráðandi í skrúðgöngu sem fór frá Hlemmi og niður að Lækjargötu. Þúsundir fylgdust með göngunni á Laugarveginum, þrátt fyrir vætu. Sem betur fer fyrir suma af fáklæddu þátttakendunum var veðrið þó með mildara móti. Að lokinni skrúðgöngu var slegið upp mikilli skemmtun í Lækjargötu. Þetta var yndislegur dagur og stórkostlegt hvað þetta tókst allt saman vel. Allur stuðningur er góður og ég tek þátt alveg fram á nótt,” sagði Alda Gísladóttir, en hún er í félaginu Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra. Fjöldi gagnkynheigðra þátttakenda í hátíðarhöldunum hefur aldrei verið meiri en í ár Sjá síðu 4 Opið 13-17 í dag Bryndís Helgadóttir: HEIMSÓKN Matti Vanhanen, for- sætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á há- degisverðarfundi þeirra í ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu í gær. Vanhanen er staddur hér í opin- berri heimsókn en Halldór tekur á móti honum sem starfandi forsætis- ráðherra. Halldór sagði fund þeirra hafa verið góðan, þeir hafi rætt samskipti landanna, aukna verslun og viðskipti þeirra á milli, Evrópu- mál, Atlantshafsbandalagið og al- þjóðamál. Vanhanen sagði reynslu Finna af Evrópusambandinu góða, sérstak- lega eftir stækkunina sem hafi auð- veldað mjög mikið innan sambands- ins. Vanhanen ræddi stöðuna í norrænu samstarfi þar sem þrjár Norðulandaþjóðanna eru í ESB og þrjár þeirra eru í NATO. Hann sagði þetta ekki hamla samskiptum land- anna á nokkurn hátt og það væri ekki á döfinni að Finnar sæktu um aðild að Atlantshafsbandalaginu. „Við viljum þróa samstarf okkar við Atlantshafsbandalagið, sem hefur verið farsælt, en höfum ekki í hyggju að ganga í það.“ Aðspurður hvort hann teldi það nauðsynlegt fyrir Ísland og Noreg að ganga í ESB í náinni framtíð sagði Vanhanen að það þyrfti hvert ríki fyrir sig að ákveða sjálft. Hann skilur hins vegar að Íslendingar séu uggandi vegna hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins. Þetta er fyrsta heimsókn Vanhanen til Íslands í forsætisráð- herratíð sinni en hann hefur komið tvisvar áður hingað til lands. Opin- berri dagskrá heimsóknarinnar lýk- ur í dag með ferð hans og utanríkis- ráðherra í Bláa lónið. bergsteinn@frettabladid.is Afstaða stjórnvalda til ESB skiljanleg Forsætisráðherra Finna skilur að Íslendingar séu uggandi vegna Evrópusambandsins. Ráðherrann er hér í opinberri heimsókn og átti fund með Halldóri Ásgrímssyni í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÞYKKNAR SMÁM SAMAN UPP Úr- komusvæði nálgast vestanvert landið og þar fer að rigna í kvöld. Bjart austantil fram eftir degi. Hiti 10-20 stig. Sjá síðu 6.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.