Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 2
2 8. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Árekstur flutningabíls og jeppa á einbreiðri brú: Bremsurnar ekki bilaðar SLYS Slys sem varð á brúnni yfir Laxá í Laxárdal í siðustu viku, er flutningabíll og jeppi skullu sam- an með þeim afleiðingum að vöru- bíllinn steyptist fram af brúnni, er ekki rakið til bilunar í bremsu- búnaði flutningabílsins. Að sögn Jóhanns B. Björgvins- sonar, lögregluvarðstjóra í Búðar- dal, er rannsókn málsins að ljúka og bendir allt til að um algjört óhapp hafi verið ræða en ekki bilun. Sérfræðingar frá bifreiða- skoðunarstöðinni Frumherja hafa lokið við rannsókn á bifreiðunum og skilað lögreglunni skýrslu. „Samkvæmt skýrslunni bendir ekkert til að um bilun hafi verið að ræða. Eftir skýrslutöku og rannsókn á atvikum teljum við að ökumenn bifreiðanna hafi ekki metið aðstæður rétt og þess vegna hafi orðið árekstur,“ sagði Jóhann í samtali við Fréttablaðið. Athugasemdir voru gerðar við skoðun flutningabílsins í april og stóðst hann ekki skoðun. Eigandi bílsins, Sigvaldi Arason framkvæmdastjóri Borgar- verks í Borgarnesi, hefur neitað því að athugasemdirnar hafi lotið að bremsubúnaðinum og fullyrt að bremsurnar hafi verið í lagi. ■ Aldrei séð jafn mikla fátækt Íslenskur hjúkrunarfræðingur er við störf í Darfur. Hún segir hjálpar- stofnanir hafa komið miklu til leiðar í héraðinu og ástandið sé stöðugt í búð- unum sem hún starfar. Hún segir þó fátækt meiri en hún hafi séð áður. HJÁLPARSTARF „Ég hef verið við hjálp- arstörf í suðurhluta Afríku í fjögur ár og hef aldrei séð jafn mikla fátækt,“ segir Hjördís Guðbjörns- dóttir hjúkrunarfræðingur en hún er einn þriggja sendifulltrúa Rauða kross Íslands í Darfurhéraði í Súdan. Hjördís sinnir heilsugæslu í Abshok flóttamannabúðunum í norðurhluta Darfur en um 50 þús- und manns eru nú í búðunum og fer fjölgandi. Búðirnar eru staddar í miðri eyðimörk og að- stæður voru ákaf- lega erfiðar fyrir þá hjálparstarfs- menn sem komu fyrst. Skortur á hreinu drykkjar- vatni og veikindi settu sitt mark á starfið. „Þetta tekur sýnilega mjög á hjálpar- starfsmenn,“ segir Hjördís en bætir við að miklu hafi verið komið til leiðar. „Um það bil 250 manns leita til heilsugæslunnar daglega og við höfum komið upp að- stöðu fyrir ungbarnavernd sem mæður geta leitað til.“ Súdönsk yfirvöld hétu í síðustu viku að hlíta ályktun Sameinuðu þjóðanna og afvopna vígasveitir. Hjördís segist eiga erfitt með að greina hvort ástandið hafi breyst síðan þá. „Við verðum ekki beinlínis vör við breytingarnar sem eiga sér stað, við fáum mestmegnis fregnir utan frá. En það er greinilegt að það er spenna vegna málsins og súd- önsk yfirvöld hafa farið fram á meiri tíma til að afvopna vígasveit- ir.“ Hjördís segir að hjálparstarfs- mönnum sé tekið afar vel af Súdön- um og hún finni ekki fyrir neinum óþægindum. Abshok búðirnar séu jafnvel öruggari en hún hafi átt að venjast. Alþjóðadeild Rauða krossins sá um skipulag búðanna sem Hjördís telur að séu til fyrirmyndar. „Búð- irnar eru ákaflega vel hannaðar, skipt í hverfi og götur og daglegt líf gengur með ró og spekt. Hjálpar- stofnanir reyna að sjá fólki fyrir nauðsynjum og í útjaðri búðanna hefur verið komið upp markaði þar sem fólk getur reynt að verða sér úti um það sem það vanhagar um. Hjördís segir að búðirnar geti laðað að fólk sem er að leita sér betri lífs- skilyrða vegna almennrar fátæktar. „Við erum fyrst og fremst að reyna að koma lífinu í sama horf og það var áður en átökin hófust svo fólk geti haldið áfram með líf sitt. Aðspurð hvort hún sjái fram á að átökin verði til lykta leidd á næst- unni segist Hjördís lifa í voninni. „Við vonum að stjórnvöld taki málin föstum tökum en Rauði krossinn er ekki í pólitískum átökum heldur leggjum við áherslu á að aðstoða fólkið í landinu og reynum að sjá til þess að mannréttindalög séu virt.“ bergsteinn@frettabladid.is LOKUN Ayad Allawi, forsætisráðherra Íraks á blaðmannafundinum á laugardag þar sem tilkynnt var um tímabundnu lokunina. Írösk stjórnvöld: Loka útibúi Al-Jazeera ÍRAK, AP Íraska ríkisstjórnin hefur lokað útibúi sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera í landinu í 30 daga. Rík- isstjórnin telur að fréttaflutningur stöðvarinnar ýti undir ofbeldi og óeiningu í landinu. Lokunin á að gefa sjónvarpsstöðinni tækifæri til að laga umfjöllun sína á ástandinu í Írak sem talin er einhæf og orsaka spennu milli ólíkra hópa í landinu. Ráðamönnum Al-Jazeera var ekki gefin upp ástæða fyrir lokuninni. Bandarísk stjórnvöld hafa löng- um verið gagnrýnin á sjónvarps- stöðina sem talin er tengjast al- Kaída. ■ VILJA MEINA RÁÐHERRA AÐ- GANG Evrópusambandið vill koma í veg fyrir að Yuri Sivakov, íþróttamálaráðherra Hvíta-Rúss- lands, fái að vera viðstaddur ólympíuleikana í Aþenu. Ástæðan er meint þátttaka hans í mann- réttindabrotum heima við sem fulltrúar ESB segja að geri hann að óæskilegum gesti á leikunum. SEKIR UM DAUÐA FLÓTTAMANNA Tveir fyrrum meðlimir stjórnar- nefndar austur-þýska kommún- istaflokksins bera að hluta ábyrgð á dauða manna sem voru skotnir til bana þegar þeir reyn- du að flýja til Vestur-Þýskalands. Þýskur dómstóll komst að þessari niðurstöðu en dæmdi þá ekki til refsingar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ EVRÓPA “Það var alveg rosalega gaman að fá að vera upp á palli og ég skemmti mér mjög vel. Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi, prýddi einn af pöllunum í Gay Pride-göngunni í gær. Þar var verið að taka upp atriði í nýjustu mynd Róberts Douglas og Jóns Atla Jónassonar, Strákarnir okkar. Jónsi leikur eitt af hlutverkunum í myndinni. SPURNING DAGSINS Jónsi, var algjört „Heaven“ upp á palli? Árás í Hafnarstræti: Maður stunginn LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt var stunginn með „butterfly“ hníf í Hafnarstræti í Reykjavík um fimmleytið í fyrrinótt. Meiðsl mannsins voru ekki talin vera al- varleg og keyrði lögregla hann á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Lögreglan náði árás- armanninum skammt frá stuttu eftir árásina. Hann er um þrítugt og var færður í fangageymslu og yfir- heyrður, en sleppt að því loknu. Að sögn lögreglu liggur ekki ná- kvæmlega fyrir hver aðdragandi árásarinnar var. ■ Skiptibókamarka›ur Skiptibókamarka›urinn er í fullum gangi. Komdu til okkar me› gömlu skruddurnar og skiptu í n‡jar e›a nota›ar – og flú fær› frábærar skólavörur fyrir afganginn. FÍ TO N / S ÍA F I0 10 23 9 Varnargarður við Kárahnjúka: Mun standast vatnavexti KÁRAHNJÚKAR Vinnu við að styrkja og breikka varnargarðinn við Kárahnjúkastíflu sem óttast var á tímabili að léti undan er nú lokið. Unnið var af fullum krafti og er garðurinn nú nægjanlega hár og breiður að mati framkvæmdar- aðila til að standast frekari vatna- vexti, en búist er við að flæði Jöklu geti farið yfir eitt þúsund rúmsentímetra gangi veðurspár um aukin hlýindi eftir. Á fimmtu- dagskvöld var vatnsrennsli Jöklu 740 til 760 rúmsentímetrar á sek- úndu og hækkaði yfirborð hennar um tæpa tíu metra í kjölfarið. Þegar hafa verið pantaðar öfl- ugar vatnsdælur erlendis frá til að dæla burt því vatni sem lekið hefur í gegn að undanförnu og tafið vinnu við sjálfa Kárahnjúka- virkjun. Standa vonir til að vinna geti hafist á ný eftir um það bil viku. Ekki mun vera þörf á sér- stöku umhverfismati fyrir varn- argarðinn þar sem hann er þegar hluti af verkinu í heild og ávallt hefur verið gert ráð fyrir honum í verkáætlunum. ■ EKKI RAKIÐ TIL BILUNAR Í BREMSUM Betur fór en á horfðist þegar flutningabíllinn með 15 tonn af möl skall á jeppa með fjöl- skyldufólk innanborðs. Að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að bremsur vörubílsins hafi verið bilaðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U RÐ U R SI G U R B JÖ R N SS O N VARNARGARÐURINN STYRKTUR Vatnsleki hefur tafið framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun en búist er við að vinna hefjist eftir viku. SÚDANSKIR FLÓTTAMENN Margir flóttamanna eru á vergangi innan heimalands síns en margir leita til nágrannaríkis- ins Tsjad.HJÖRDÍS GUÐ- BJÖRNSDÓTTIR Hefur verið við hjálparstörf í Afríku í fjögur ár, lengst af í Mósam- bík. Bráðabirgðastjórn Íraks: Stjórnin veitir sakaruppgjöf BAGDAD Íraska bráðabirgðastjórn- in hefur veitt þeim sem hafa framið minniháttar afbrot sakar- uppgjöf. Sakaruppgjöfin nær ekki til þeirra sem hafa gerst sekir um manndráp. Vonast er til að sakar- uppgjöfin verði til þess að lægja ófriðarbálið í landinu. Mikið hefur verið deilt um sakaruppgjöfina sem gerði upphaflega ráð fyrir að allir uppreisnarmenn fengju sak- aruppgjöf. Sakaruppgjöfin nær til þeirra sem hafa enn ekki verið handteknir. Meðal þeirra sem fá sakaruppgjöf eru þeir sem hafa vopn undir höndum eða sprengi- efni eða hafa leynt upplýsingum um uppreisnarhópa. ■ BRUNI Á AKRANESI Tveir piltar brenndust lítilsháttar þegar þeir kveiktu í áhaldahúsi Akranesbæj- ar í gær. Þeir munir sem geymdir voru innandyra gjöreyðilögðust í eldinum og miklar skemmdir urðu á húsinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Málið telst upp- lýst. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.