Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 8
Formannskjör í Heimdalli Helga Árnadóttir tölvunarfræðingur til- kynnti í vikunni að hún gæfi kost á sér til formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Stuðningsmenn hennar eru þegar farnir að birta blaða- greinar þar sem lof er borið á hæfileika hennar og reynslu. „Helga er prýdd öllum þeim kostum sem við teljum nauðsyn- lega til þess að laða fólk að starfi flokks- ins jafnt sem baráttuhug fyrir frjálslyndum hugsjónum Heimdallar,“ segja tvær stallsystur hennar í Morgunblaðinu í gær. Þá er haldið úti sérstakri vefsíðu Helgu til stuðnings. Verði Helga formaður yrði hún önnur konan til að gegna embættinu. Hin er Elsa B. Valsdóttir læknir. Talið er að Helga njóti stuðnings fráfarandi stjórnar Heimdallar. Fer Bolli fram? Enn er óljóst hvort einhver annar gefur kost á sér enda hefur aðalfundur félags- ins ekki verið boðaður og því ekki einu sinni vitað hvenær kosningin á að fara fram. Nafn Bolla Skúlasonar Thoroddsen verkfræðinema heyrist þó víða nefnt í þessu sambandi en hann var í framboði í fyrra en dró sig til baka eftir að stjórn Heimdallar neitaði að samþykkja inn- tökubeiðnir rúmlega eitt þúsund stuðn- ingsmanna hans. Var mikill hiti í þeim deilum en Nú er búið að semja nýjar reglur um inntöku félagsmanna þannig að ekki ætti ágreiningur um það efni að koma í veg fyrir framboð hans. Málgögn á netinu Fylkingar ungra sjálfstæðismanna eiga hver sinn vettvang á netinu. Núverandi stjórn heldur út vefiritinu Frelsi.is, sem er opinbert málgagn Heimdallar, en mun einnig eiga vísan stuðning frá Vefþjóðvilj- anum á andriki.is. Helga Árnadóttir er meðal fastra penna á vef ungra sjálfstæð- iskvenna, Tikin.is. Bolli Thoroddsen er aftur á móti í liði hinna öflugu deiglu- penna sem standa á bak við vefritið Deiglan.com. Líklegt er að kosningabar- áttan muni að einhverju leyti vera háð með skrifum í þessi vefrit. Nafn dálkahöfundar „Frá degi til dags“ misritaðist í blaðinu í gær. Það átti að vera sme@frettabladid.is en ekki gm@frettabladid.is Baráttan fyrir forsetakosningarn- ar í Bandaríkjunum, sem verða í nóvember, er farin að harðna svo að um munar. Nýjasta dæmið um það er væntanleg bók Unfit for Command (Óhæfur til forystu) sem andstæðingar Johns Kerry forsetaefnis demókrata standa að. Í bókinni er að finna staðhæfingar um að Kerry hafi sagt ósatt um herþjónustu sína í Víetnam fyrir rúmum þremur áratugum. Hann hafi fengið hetjudáðsorður sínar með blekkingum og sé þess vegna, og af ýmsum ástæðum öðr- um sem tilgreindar eru, óhæfur til að gegna forystuhlutverki í bandarískum stjórnmálum. Þess- um ásökunum er fylgt eftir með áhrifamiklum sjónvarpsauglýs- ingum sem byrjað var að sýna víðs vegar um Bandaríkin á fimmtudaginn og eru einnig að- gengilegar á netinu. Í auglýsing- unum vitna fyrrum samherjar Kerrys í Víetnam um að hann sé ekki trausts verður og hafi hegð- að sér á ámælisverðan hátt í Ví- etnam. Þótt bókin sé enn ekki komin út hefur nógu margt kvisast út um efni hennar til að valda uppnámi í kosningabúðum demókrata enda sýna skoðanakannanir að fylgi frambjóðenda er svo jafnt að hvert atkvæði getur ráðið úrslit- um. Hafa demókratar sent frá sér fjörutíu síðna skýrslu þar sem ásakanirnar eru sagðar hraktar lið fyrir lið en ólíklegt er að sú greinargerð eigi eftir að koma fyrir augu margra kjósenda. Nokkrar sjónvarpsstöðvar hafa fallist á að sýna auglýsingarnar ekki þar sem í þeim sé að finna órökstuddar og ærumeiðandi árásir. Í herbúðum Bush forseta hafa menn neitað að fordæma auglýsingarnar en hafa hins veg- ar lýst því yfir að þeir geri engar athugasemdir við herþjónustu Kerrys í Víetnam. Engum blöðum er um það að fletta að áróður af því tagi sem nú er hafður í frammi gegn John Kerry mun hafa áhrif á einhverja kjósendur. Margföld reynsla úr bandarískum stjórnmálum sýnir áhrifamátt slíkra vinnubragða. Skiptir þá ekki máli þótt um óhróður sé að ræða sem enga stoð eigi í veruleikanum. Þó að kosningavél Bush geti firrt sig ábyrgð á þeim ásökunum sem Kerry sætir vegna herþjón- ustunnar í Víetnam blasir við að málið er sem hvalreki á fjörur Repúblikanaflokksins. Heiður og sæmd í stríði vegur afar þungt í bandarískum þjóðfélagsumræð- um. Blettur á hermennskuferil getur reynst afdrifaríkur. En rétt er að hafa í huga að sjálfur hefur Kerry átt frumkvæði að því að setja herþjónustu sína í Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar með því að hreykja sér af henni og benda á að hann hafi hætt lífi sínu á vígvellinum en Bush for- seti komið sér undan herþjónustu. Var upprifjun á ferli Kerrys í Víetnam veigamikill þáttur í dag- skrá flokksþings demókrata í Boston í síðustu viku. Hóf forseta- frambjóðandinn ræðu sína með orðum sem skírskotuðu til her- manns sem gefur sig fram til að gegna herþjónustu: „I’m John Kerry and I’m reporting for duty.“ Ekki er ólíklegt að ýmsir liðs- menn Bush hugsi með sér að and- byr Kerrys vegna þessa máls sé mátuleg ráðning á hann og sam- herja hans eftir þær heiftarlegu persónulegu árásir sem Banda- ríkjaforseti hefur sætt frá demókrötum og öðrum andstæð- ingum á undanförnum mánuðum. Þeir geta bent á að í áróðrinum gegn Kerry nú hafi menn greini- lega lært af vinnubrögðum manna eins og Michael Moore, hinum vinstri sinnaða meistara áróðurs- myndanna. Moore, sem er stuðn- ingsmaður Kerrys og var skipað í heiðurssæti við hlið Jimmy Carters fyrrverandi forseta á flokksþingi demókrata, hefur á undanförnum misserum öðrum mönnum fremur plægt þann jarð- veg og skapað það andrúmsloft sem ásakanirnar á hendur Kerrys eru sprottnar upp úr. Hin snjalla mynd Moore Fahrenheit 9/11 er í orði kveðnu heimildarverk en í reynd hugvitsamlega unninn áróður þar sem frjálslega er flakkað á milli staðreynda, tilbún- ings og getgátna um Bush forseta og utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. En hún hefur sín áhrif eins og hinar beinskeyttu sjónvarps- auglýsingar hermannanna fyrr- verandi sem stefnt er gegn John Kerry. Vonandi verður þess langt að bíða að íslensk stjórnmál lendi í því svaði sem hin bandarísku eru lent í. ■ Í þeirri heitu umræðu sem hefur farið af stað um misþungar skattabyrðar fjármagnseigenda og launþega, hefur verið undir- liggjandi þema að fjármagnseigendurnir borgi of lítið. Það er hins vegar fróðlegt að skoða málið út frá hinni hliðinni, að í raun séu það launþegarnir sem borgi of mikið og því sé réttara að jafna skattlagninguna niður á við. Einföld leið til að lækka tekjuskatta án þess að skerða tekjur ríkissjóðs er að afnema skattleysismörk og taka í staðinn upp flatan tekjuskatt á alla launþega. Þar með myndu allir greiða sama hlutfall í skatt, til dæmis 20 prósent, óháð tekjum. Verkalýðshreyfingin hefur lagst mjög eindregið gegn þess- ari hugmynd, meðal annars á þeim forsendum að flatur tekju- skattur myndi bitna verst á fólki með lægstu tekjurnar. Þetta er að sjálfsögðu rétt ef lægstu laun myndu ekki hækka. Niðurfell- ing skattleysismarka gæti þó aldrei farið fram án þess að kjör þeirra launalægstu yrðu endurskoðuð á þá leið að ráðstöfunar- tekjur þeirra myndu ekki lækka við breytinguna. Í því sam- hengi er rétt að hafa bak við eyrað að skattar á fyrirtæki voru um 50 prósent í kringum 1990 en hafa lækkað skref frá skrefi í 18 prósent og meðal röksemda fyrir þeirri lækkun var að fyrir- tækin myndu hagnast meira og hefðu fyrir vikið tækifæri til að greiða starfsfólki betri laun. Það er svo annað mál að svo virð- ist sem sá hagnaður hafi því miður að mestu farið í að marg- falda laun æðstu stjórnenda. En andstaða verkalýðshreyfingarinnar við flatan tekjuskatt hefur ekki aðeins byggst á óttanum við að kjör þeirra lægst launuðu myndu versna. Þrátt fyrir að það þyrfti ekki að vera raunin hefur verkalýðshreyfingin lýst sig andsnúna flötum tekjuskatti á þeim forsendum að þar með væri tekjujöfnunar- þáttur skattkerfisins úr sögunni. Byggir sú skoðun á því að auk tekjuöflunar fyrir ríkissjóð sé markmið skattlagningar að auka réttlæti í þjóðfélaginu. Sem sagt, með háum jaðarsköttum á háar tekjur er tekið af launum hátekjufóks og flutt til þeirra sem hafa lægri laun á þann hátt að að hlutfallslega lægri skatt- ar eru lagðir á lágu launin en allir njóta sama aðgangs að opin- berri þjónustu. Þetta er pólitískt viðhorf sem við fáum vonandi einn daginn tækifæri til að kjósa um. Það skattaumhverfi sem við búum við í dag býður upp á meiri mismun á skattlagningu tekna en áður hefur þekkst. Ein leið til að jafna þetta bil væri að taka upp lægri flatan tekju- skatt. Þegar skattar á fyrirtæki lækkuðu, hækkuðu tekjur ríkis- sjóðs. Sama gæti gerst með lækkun tekjuskattsins. Hvatinn til að stinga undan skatti myndi minnka, og það myndi ekki síður draga úr því þekkta sjónarmiði að réttast væri að hreinlega sleppa yfirvinnunni vegna þess að svo stór hluti af kaupinu fyrir hana fer í ríkissjóð. 8. ágúst 2004 SUNNUDAGUR NOKKUR ORÐ JÓN KALDAL Launþegar greiða of háan skatt Allir borgi jafnt Í fótspor Michaels Moore FRÁ DEGI TIL DAGS Einföld leið til að lækka skatta án þess að skerða tekjur ríkissjóðs er að afnema skattleysismörk og taka í staðinn upp flatan tekjuskatt. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SUNNUDAGSBRÉF GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Engum blöðum er um það að fletta að áróður af því tagi sem nú er hafður í frammi gegn John Kerry mun hafa áhrif á ein- hverja kjósendur. Margföld reynsla úr bandarískum stjórnmálum sýnir áhrifa- mátt slíkra vinnubragða. Skiptir þá ekki máli þótt um óhróður sé að ræða sem enga stoð eigi í veruleikan- um. ,, HEILSAÐ AÐ HERMANNASIÐ Upphafsorð Johns Kerry á flokksþingi demókrata í síðustu viku voru: „I’m John Kerry and I’m reporting for duty.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.