Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 10
Óperusöngkonan ástsæla, Sigrún Hjálmtýsdóttir, er 49 ára í dag. Hún er stödd á Spáni og ætlar að fagna afmælinu með fjölskyldunni og eiginmanni sínum, Þorkatli Jóelssyni. „Við fjölskyldan ætlum að gera okkur ferð í ævafornt lítið þorp ekki langt frá staðnum þar sem við dveljum og munum eyða þar kvöldinu saman og hafa það notalegt. Ég skrapp í hálfsmánaðar frí til að láta líða úr mér, nú eru all- ir vöðvar orðnir slappir enda ferð- in brátt á enda,“ segir Diddú, sem hefur staðið í ströngu í allt sumar. Diddú hefur um árabil verið ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar hvort sem það hefur verið í dægur- lögum eða eftir að hún flutti sig yfir í óperusönginn. Hún hefur komið víða fram, jafnt hérlendis sem er- lendis, og nýtur þess til hins ýtrasta að slappa af í sólinni. „Ég var búin að þrá það lengi að komast í burtu eftir vægast sagt erilsamt sumar. Ég hef meðal annars sungið í Frakk- landi, St Louis í Bandaríkjunum og svo frumflutti ég verk á Fáskrúðs- firði ekki alls fyrir löngu. Þegar fríinu lýkur heldur harkið áfram, fljótlega fer ég í upptökur á nýrri plötu sem drengirnir mínir úr Sinfóníuhljómsveitinni leika inn á og verður einskonar Ave Maríu diskur.“ Diddú er síður en svo illa við að eldast og segist bíða spennt eftir næsta afmælisdegi. „Aldurinn leggst vel í mig og þetta fer alltaf batnandi með tímanum. Ég hlakka alveg hrikalega til að verða fimmtug, ég er sannfærð um að þá hefjist nýtt og betra líf,“ segir hún með sínum smitandi hlátri og sinni alkunnu út- geislun. Úr Spánarhitanum kastar söngkonan kveðju heim og lofar að taka sólina með sér. ■ eiríks arnars stefánssonar Sérstakar þakkir færum við lögreglu og björgunarsveitum sem stóðu að leit hans. Guð blessi ykkur öll. Stefán, Brynja og Eiríkur Eiríkssbörn, Hrefna Stefánsdóttir, Stefán Eiríksson, Ástríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Már, Auður Möller, Helga Björk, Stefán Hrafn, Ása Hrönn, Ásta Hrönn, systkinabörn og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir og kveðjur til allra sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför okkar ástkæra Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, helga hrönn unnsteinsdóttir Hrísalundi 12 D, Akureyri Sálumessa verður í Kaþólsku kirkjunni Eyrarlandsvegi 26, Akureyri, þriðjudaginn 10. ágúst kl. 14. Jarðsett verður í Kaupangskirkjugarði í Eyjafirði. Hugrún Sif Hermannsdóttir, Valgeir Þórbergur Gunnarsson, Helgi Vilberg Hermannsson, Soffía Sævarsdóttir, Rannveig Helgadóttir, Ýr Helgadóttir, Hlynur Þór Jensson, Helgi Vilberg Helgason, Vala Þöll Valgeirsdóttir, Sævar Darri Sveinsson. Ástkær móðir okkar, alexia pálsdóttir lést á St Franciskusspítalanum í Stykkishólmi þann 3. ágúst sl. Fyrir hönd fjölskyldunnar, börn hinnar látnu. 10 8. ágúst 2004 SUNNUDAGUR DUSTIN HOFFMAN ER Á MEÐAL VIRTUSTU LEIKARA HOLLYWOOD. Leikarinn Dustin Hoffman fæddist á þessum degi fyrir 67 árum og er því kominn á eftirlaunaaldur. Hoffman sló í gegn í myndinni The Graduate árið 1967 en fékk Óskar- inn fyrir Kramer vs Kramer 1979 og Rain Man 1989. ANDLÁT Ásgeir Björgvinsson múrari, lést mið- vikudaginn 4. ágúst. Eiríkur Ásmundsson frá Stóru-Reykjum, Hamraborg, Svalbarðseyri, lést fimmtu- daginn 5. ágúst. Hansína Jónsdóttir, Fellsmúla 11, Reykjavík, lést fimmtudaginn 5. ágúst. Margrét Kristjánsdóttir, Lönguhlíð 3, er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sigurjóna Friðjónsdóttir, Þrastarási 71, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 5. ágúst. Sveinn Sigurðsson, Grasarima 1, Reykjavík, lést fimmtudaginn 5. ágúst. Þorgeir Ingi Ingason, Mánahlíð 9, Akur- eyri, lést þriðjudaginn 3. ágúst. Á þessum degi árið 1974 tilkynnti Richard Nixon að hann ætlaði að segja af sér sem forseti Banda- ríkjanna, fyrstur manna í sögunni. Nixon átti yfir höfði sér ákæru vegna Watergete-hneykslisins og hugsanlega hefði honum verið vís- að úr embætti. Hneykslið snerist um það þegar stuðningsmenn Nixons, sem barðist þá fyrir end- urkjöri sínu, brutust inn í skrif- stofubyggingu demókrataflokks- ins í Watergate-byggingunni og stálu gögnum. Segulbandsupp- tökur sýndu fram á að Nixon reyndi að hafa áhrif á lögreglu- rannsókn málsins. Nixon sagði af sér í kjölfarið í sjónvarpsútsendingu frá Hvíta húsinu. Hann sagðist fyrst hafa ætlað að halda áfram í embætti þrátt fyrir Watergate-hneykslið. „Undanfarna daga hefur komið í ljós að ég hef ekki nægan stuðning frá þinginu til að réttlæta þá löng- un mína,“ sagði hann. „Sem forseti verð ég að setja hagsmuni Banda- ríkjamanna í öndvegi.“ Varafor- setinn Gerald Ford tók við af Nixon og varð þar með 38. forseti Bandaríkjanna. Nixon lést árið 1994. ■ ÞETTA GERÐIST NIXON SEGIR AF SÉR 8. ágúst 1974 ÞETTA GERÐIST LÍKA 1945 Sovétríkin lýsa yfir stríði á hendur Japan undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. 1963 Lestarránið mikla á sér stað í Bret- landi. Fimmtán þjófar hafa 2,6 milljónir punda upp úr krafsinu er þeir sitja fyrir póstlest á leið frá Glasgow til Euston. 1992 Bandaríska „draumaliðið“ í körfu- bolta vinnur gullverðlaun á ólympíuleik- unum í Barcelona. Liðið vinnur Króatíu 117-85 í ójöfnum úrslitaleik. 2000 Rokksveitin Oasis strunsar af sviði í Portúgal í annað sinn á tveimur vikum eftir að steini er kastað í trommarann Alan White. 2001 Hollywood-stjörnurnar Nicole Kidman og Tom Cruise skilja eftir ára- langt hjónaband. „Ef það er engin bein ógnun, hvers vegna erum við þá að ráðast inn?“ Hinn pólitískt þenkjandi Dustin Hoffman veltir fyrir sér tilgangi innrásar Bandaríkjamanna í Írak. Langaði en gat ekki Fer alltaf batnandi SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR: ER 49 ÁRA Í DAG. „Ég byrja á því að æfa hér á heima á mánudag en síðan fljúg- um við út á þriðjudag til Aþenu,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsmaður í handbolta. Vikan hjá honum mun ein- kennast af ólympíuleikunum sem standa fyrir dyrum. „Þetta verður nokkuð langt ferðalag hjá okkur en við leggjum af stað eldsnemma á þriðjudagsmorgun og verðum á ferðalegi langt fram á kvöld enda þarf að koma okkur alla leið í ólympíuþorpið,“ segir Guðjón Valur. Miðvikudag og fimmtudag segir Guðjón fara í æfingar en setningarathöfn leikanna verð- ur á föstudagskvöldið. „Þetta leggst allt mjög vel í okkur en það verður gaman að taka þátt í leiknum enda um stóran íþrótta- viðburð að ræða.“ Fyrsti leikur landsliðsins verður á laugardag á móti Króatíu. „Okkar markmið er að komast upp úr riðlinum en fjögur lið af sex munu gera það. Okkar riðill er nokkuð erfiður þar sem við erum meðal annars með ólympíumeisturunum, heimsmeisturunum og liðinu sem lenti í öðru sæti á EM.“ Guðjón segist þó bjartsýnn enda andinn góður í hópnum sem hann segir mjög samheldinn. ■ VIKAN SEM VERÐUR: GUÐJÓN VALUR FER Á ÓLYMPÍULEIKA Góður og samheldinn hópur Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar AFMÆLI Mikael Torfason, ritstjóri DV, er 30 ára. DIDDÚ Slappar af á Spáni í dag en lofar að koma heim með sólina bráðlega. RICHARD NIXON Nixon er eini forseti Bandaríkjanna í sög- unni sem hefur sagt af sér. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Það verður löng ferðin í ólympíuþorpið i aþenu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.