Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 8. ágúst 2004 15 Tæland á útsölu 2 vikur í september frá Lúxustilboð í Tælandi: 2 vikur, brottfarir í lok september og fram yfir miðjan október frá Hópferðir með íslenskum fararstjóra í október: Leyndardómar Tælands og 5 stjörnu strandhótel: 16 dagar á aðeins Nílarsigling og Kaíró: 16 dagar á aðeins Beijing og helstu undur Kína: 16 dagar á aðeins 219.990 kr. í tvíbýli Lj ó sm yn d K U O N I Nýr og glæsilegur ferðabæklingur frá KUONI 2004-2005 Nákvæmar ferðalýsingar á heimasíðu okkar. Holtasmára 1 • 201 Kópavogi Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 88.650 kr. á mann í tvíbýli Pantið bækling í síma, með faxi eða á heimasíðunni og við póstsendum samdægurs. Bæklingurinn liggur einnig frammi á völdum bensínstöðvum Esso. Ný og endurbætt heimasíða full af frábærum ferðamöguleikum www.kuoni.is Örfá ferðadæmi í sumar og haust: 115.450 kr. á mann í tvíbýli 169.990 kr. á mann í tvíbýli 184.900 kr. á mann í tvíbýli 219.990 kr. á mann í tvíbýli Velkomin í ævintýraheim „Afstaða útvarpsráðs í þessu máli er alveg klár, við viljum að Ríkisútvarpið gæti hlutlægni og að menn fái sambærilega með- ferð. Ég get tekið undir það með Ólafi að það er skrítið að hann skuli aldrei hafa verið fenginn í Kastljós til að ræða borgarmál. Það er það eina sem Útvarpsráð hefur um þetta að segja. Umsjón- armenn slíkra þátta eins og Kast- ljóssins eiga að gæta hlutleysis, punktur,“ segir Gunnlaugur. „Ólafur víkur einnig í bréfinu að önuglyndi Kristjáns Kristjáns- sonar í minnisblaði sem Kristján sendi Útvarpsráði þar sem hann kallaði málflutning Ólafs „farsa- kennt rugl.“ Ég skil ósköp vel pirring Ólafs, ég tel að Kristján eigi nú að temja sér aðeins betri mannasiði í slíku máli. Kristján er í viðkvæmu starfi og á ekki tala svona um málflutning þeirra sem eru ósammála honum.“ ■ „Ritarinn minn hringdi upp í sjón- varp til að grennslast fyrir um hverjir fleiri yrðu í Kastljósþætt- inum (3. mars) og fékk þau svör að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðtogi Sjálfstæðismanna í borg- arstjórn yrði þar einnig. Í fram- haldi af því lét ég spyrjast fyrir um af hverju fulltrúar frá öllum framboðunum í borgarstjórn væru ekki boðaðir í þáttinn. Efn- isleg svör umsjónarmannanna voru á þá leið að þeir settu þessa þætti upp eftir sínu höfði. Ég kom því á framfæri að ég hafi yfirleitt verið talsmaður þess að öll framboð borgarstjórnar komi máli sínu fram í fjölmiðlum. Skoðanir eru ekki rétthærri eftir því hvort það eru margir sem fylgja þeim eða fáir. Það er betra fyrir alla að sem flest sjónarmið komist að, bæði fyrir okkur sem stjórnum borginni og eins fyrir lýðræðið í landinu.“ ■ GUNNLAUGUR SÆVAR GUNNLAUGSSON Formaður útvarpsráðs Á að gæta hlutleysis ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Borgarstjóri Reykjavíkur Innti Kastljós- menn svara „Það hefur ekki þótt ástæða til þess að boða Ólaf F. Magnússon í þáttinn á tímabilinu. Hér er ein- ungis um að ræða sjö þætti á tímabilinu þar sem rætt hefur verið um borgarmál, þar af þrjá þar sem hefur verið rætt um skipulagsmál. Ólafur hefur hvað helst kvartað yfir því að hafa ekki verið boðaður í þessa þrjá þætti. Það er spurning hversu mikið vægi oddviti flokks með 5 pró- senta vægi í borgarstjórn á að hafa gegn hinum 95 prósentunum í umræðuþætti eins og Kastljósi þar sem borgarmál eru rædd þetta sjaldan. Það getur vel verið klaufaskap- ur af okkar hálfu að hafa ekki boð- að Ólaf í þáttinn þegar við hefðum getað gert það en hér er ekki um að ræða fyrirfram ákveðna stefnu af okkar hálfu um að sniðganga hann. Ég er alveg reiðubúinn að játa á mig hugsunarleysi í þessu máli en ekki stærri syndir.“ ■ KRISTJÁN KRISTÁNSSON Umsjónarmaður Kastljóssins Klaufaskapur en ekki meira

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.