Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 66 stk. Keypt & selt 20 stk. Þjónusta 17 stk. Heilsa 4 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 17 stk. Tómstundir & ferðir 13 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 23 stk. Tilkynningar 5 stk. www.fujifilm.is 2 á vikuÓKEYPISSUMARLEIKUR FUJIFILM Nordjobbari á Íslandi BLS. 3 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 8. ágúst, 221. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.57 13.33 22.07 Akureyri 4.28 13.18 22.05 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. „Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frá- bært,“ segir Bryndís. „Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn,“ segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. „Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fund- ist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Ann- ars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu.“ Aðspurð um hvort hún vilji leggja mód- elbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. „Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos aug- lýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðal- starfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það.“ ■ Bíómyndin eftir Bjólfskviðu mun væntanlega skapa mörg störf hér á landi, meðan á tökum stendur. Stjórn Atvinnuþróunar- sjóðs Suður- lands hefur ákveðið að leggja fram hlutafé til sérstaks fé- lags um þjónustu við kvikmyndaiðnaðinn á Suður- og Austurlandi, allt að 7,5 milljón- um að meðtöldum 5 milljóna króna styrk frá Átaki til atvinnu- sköpunar. Það er eingöngu ætlað til fjármögnunar á þessu tiltekna verkefni. Framleiðandi Bjólfskviðu er Friðrik Þór Friðriksson ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns vinni að myndinni. Skráðir atvinnuleysisdagar á landinu öllu í júnímánuði voru 107.279 sem jafngilda því að 4.877 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Það er ívið færra en í maí. Styttri vinnu- vika og lengra sumarfrí er ekki lengur efst á óskalista dansks launafólks að því er fram kemur í Politiken og eru úrslit skoðanakönnunar. Flestir þeirra sem þátt tóku voru sáttir við sína 37 stunda vinnuviku og sex vikna sumarfrí. Aftur á móti voru flestir á því að fæðingarorlofið sem er 24 vikur væri of stutt og vildu lengja það í ár. Ungt fólk í veitinga- og gisti- þjónustu er æði oft hlunnfarið í launum, eftir því sem vefur Starfs- greinasambandsins greinir frá. Vinnutarnir þess eru oft langar en algengt er að því sé greitt fast „jafnaðarkaup“ á tímann meðan skorpan varir sem nái ekki um- sömdu lágmarkskaupi. Samkvæmt kjarasamningi er gert ráð fyrir 37,5 tíma vinnuviku í dagvinnu en að greitt sé sérstakt vaktaálag á tíma- kaup, 45% fyrir kl. 8 á morgnana og um helgar, laugardaga og sunnudaga og 33% álag frá kl. 17 til 24 aðra daga. Vinna umfram 37,5 tímana og matar og kaffitíma ber að greiða sem yf- irvinnu. Auk þess eiga starfsmenn rétt á lágmarkshvíld. Bryndís Helgadóttir tekur um þessar mundir þátt í stórri Mentos markaðsherferð og hefur gaman af. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í VINNUNNI Glaður og gefandi Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa strax eða eftir nánara sam- komulagi. Regnboginn er ársgamall leikskóli staðsettur á Ártúnsholti. Lögð er áhersla á gæði í samskiptum og skapandi starf í anda Reggióstefnunn- ar. Einkunnarorð skólans eru “Börn eru merkilegt fólk” Áhugasamir hafi sam- bandi við undirritaða sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 557-7071 og 899-2056. Sjá einnig heimasíðu leik- skólans regnbogi.is Manitou magnaðir franskir skotbómu- lyftarar. PON Pétur O. Nikulásson ehf. S. 552 0110. Renault Laguna ‘99 ek. 99 þús. Í topp- standi. Listav 790 þús. Mögul skipti á ód. S:6953327 FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Í dag eru 1.614 smáauglýsingar á www.visir.is Sumarvinna: Dreifir Mentosi um borg og bæ atvinna@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.