Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 19
3SUNNUDAGUR 8. ágúst 2004 Óskum eftir góðum sölumönnum Traust og rótgróið útgáfufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir fólki með sölumannshæfileika til starfa hálfan eða allan daginn. Reynsla af sölustörfum æskileg en ekki skilyrði. Leitað er að kurteisum og vinnusömum einstakling- um. Í boði eru föst laun og bónusar og eru góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Mikil vinna er framundan vegna aukinna umsvifa. Umsækjendur þurfa að geta byrjað strax. Umsóknir sendist á smaar@frettabladid.is merkt: Sölumaður - 205. Upplýsingar veitttar á staðnum fimmtudag- inn 5. ágúst og mánu- daginn 9. ágúst á milli kl. 13 og 16. Framreiðslumaður óskast Argentína Steikhús óskar eftir áhugasömum framreiðslumanni í fullt starf. Einnig eru lausar stöður fyrir aðstoðarfólk í sal, reynsla æskileg. „Nú ertu klæddur og kominn á ról“ Við óskum eftir að ráða skólaliða í Frístund (lengd viðvera nemenda), tvö 62,5% störf. (Vinnutími frá 12:00 - 17:00). Upplýsingar veita Ragnhildur Konráðsdóttir deildarstjóri í síma 565-3662 og tölvupósti ragnhkon@ismennt.is og Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri í símum 565-3662 og 821-5007. Sjá einnig vef Álftanesskóla http://alftanesskoli.ismennt.is/ Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Álftanesskóla. Sjá einnig vef Álftaness http://www.alftanes.is Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefnd- ar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. SKÓLASTJÓRI. ÁLFTANES www.alftanes.is ÁLFTANESSKÓLI http://alftanesskoli.ismennt.is/ Kennara vantar við Hafnarskóla á Höfn í Hornafirði Heimilisfræði 100% starf Tónmennt 35% starf Umsóknarfrestur til 12. ágúst. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 478-1004 GRUNNSKÓLINN Í GRINDAVÍK Lausar stöður Við skólann eru laus til umsóknar eftirfarandi störf: • bekkjarkennsla á yngsta stigi • íþróttakennsla 100% starf • starf námsráðgjafa, 75% starf Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 420-1150, netfang gdan@ismennt.is. Upplýsingar um skólann má finna á heimasíður hans http:// grindavik.ismennt.is Skólastjóri Gefandi störf Lausar stöður: Hrafnista Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar Aðhlynning Ræsting Býtibúr Eldhús Vífilsstaðir Aðhlynning Ræsting Býtibúr Hrafnista Reykjavík Aðstoðardeildarstjóri Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar Aðhlynning Ræsting Býtibúr Eldhús/Borðsalur Læknaritari með góðu fólki Hrafnista Frumkvæði, fagmennska og jákvæðni skipta máli og stuðla að notalegu og hlýlegu umhverfi. Ertu tilbúin(n) til að slást í Hrafnistuhópinn? Nánari upplýsingar á www.hrafnista.is eða í síma 585-9529 Næsta föstudag hefjast ólympíuleikarnir í Aþenu í Grikklandi. Ísland á þó nokkra fulltrúa á leikunum, bæði í íþróttagreinum og úr fjölmiðlabransanum. Þetta eru þó ekki einu fulltrúarn- ir því einn förðunarmeist- ari héðan slæst í hópinn. Margrét Jónasdóttir er 34 ára og hefur unnið við förð- un og smink í um tíu ár. Nú vinnur hún bæði hjá snyrti- vöruframleiðandanum Mac í versluninni Debenhams sem og í ríkissjónvarpinu. Auk þess tekur Margrét að sér ýmis tilfallandi verk- efni í auglýsingagerð, tískusýningum og tónlistar- myndböndum. „Mac var fengið til að sjá um förðun fyrir opnun- arhátíðina og völdu þeir mig sem fulltrúa Íslands. Við erum hátt í tuttugu förðunarmeistarar sem för- um á leikana en ég er eini Íslendingurinn. Ég er voða- lega ánægð með þetta enda verð ég eingöngu að vinna með mjög frægum förð- unarmeisturum,“ segir Margrét. Margt verður um frægt fólk á leikunum en Margrét veit þó ekkert hverja hún kemur til með að farða. „Við förðum hátt í 250 manns, bæði dansara og söngvara, og eflaust eitt- hvað af þekktu grísku fólki. Síðan hvíslaði einhver að mér að Björk yrði á staðnum.“ Mac hefur framleitt snyrtivörur í tuttugu ár og hafði að stefnu frá upphafi að skapa snyrtivörur í fleiri litum og í hærri gæðaflokki en aðrir. Snyrtivörur hjá Mac eru geysivinsælar og eru notaðar í mörgum vin- sælum sjónvarpsþáttum eins og Sex in the City og Friends. Einnig eru þær notaðar í kvikmyndum og tískusýningum. Mac kom hingað til landsins fyrir um ári. Þetta tækifæri fyrir Margrét hlýtur því að vera mjög stórt og gæti skapað henni glæstan feril fyrir utan landsteinana. „Þjálfar- inn minn hefur sagt mér að þetta sé mikil upphefð fyrir mig. Ef ég stend mig vel, eins og ég ætla að gera, þá er aldrei að vita nema þeir hjá Mac noti mig aftur. Ég vona að ég geri þá ánægða. Vinnan hjá Mac býður upp á mörg tækifæri. Ég gæti til dæmis unnið mig upp eða orðið þjálfari fyrir aðra förðunarfræðinga.“ „Ég hlakka mest til að hitta fólkið í förðunar- bransanum. Þá sé ég hvað aðrir eru að gera og læri rosalega mikið af því. Ég mun örugglega læra fullt af aðferðum og fá margar ábendingar og kem heim reynslunni ríkari. Síðan ætla ég að taka með mér dagbók og skrifa allt sem ég geri og skrá niður alla sem ég hitti. Ég tek líka myndavél með og ætla að taka fullt af myndum. Síðan mun ég setja þetta allt inn á vefsíðuna mína, margret.is, sem opnar þegar ég kem heim,“ segir Margrét að lokum. lilja@frettabladid.is Margrét Jónasdóttir vinnur hjá Mac í Debenhams í Smáralind og er á leiðinni á ólympíuleikana að farða. Íslenskur förðunarmeistari á Ólympíuleikunum: Gæti verið upphafið að glæstum ferli Glaður og gefandi Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa strax eða eftir nánara samkomu- lagi. Regnboginn er ársgamall leikskóli staðsettur á Ártúnsholti. Lögð er áhersla á gæði í samskiptum og skapandi starf í anda Reggióstefnunnar. Einkunnarorð skólans eru “Börn eru merkilegt fólk” Áhugasamir hafi sambandi við undirrit- aða sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 557-7071 og 899-2056. Sjá einnig heimasíðu leikskólans regnbogi.is Starfsmaður óskast í móttöku. Skemmti- legt og krefjandi starf í glæsilegu um- hverfi. Tvískiptar vaktir. Uppl. í síma 820 3362 (Kristmann). Saga Heilsa & Spa Ný- býlavegi 24, Kópavogi, sagaheilsa.is Bakaríið hjá Jóa Fel. Okkur vantar hresst og duglegt starfsfólk í fullt starf í af- greiðslu. Ekki yngra en 20 ára. Uppl. á staðnum og í s. 588 8998, 893 0076 (Þóra eða Unnur). Bakaríið Hjá Jóa Fel, Kleppsvegi 152. Loftorka Reykjavík óskar eftir vönum verkamönnum til jarðvegsframkvæmda. Uppl. í síma 565 0877. Veitingahúsið Hornið. Faglærður þjónn eða ófaglærðir þjónar með reynslu óskast í kvöld og helgar- vinnu. Ekki yngri en 20 ára. Góðar vaktir frí aðra hvora helgi. Hentar vel skólafólki. Uppl. á staðnum eða í s. 551 3340. Burstafell ehf óskar eftir að ráða smið til starfa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst og vera vanur gifsveggjum og/eða ál- klæðningum. Uppl. í s. 663 4067 Heiðar & 699 1620 Ármann. Sjómenn ATH! Matsvein og háseta vantar á Bjarma BA- 326. Skipið stundar veiðar með dragnót frá Tálknafirði. Uppl. gefur skipstjóri í s. 864 2692 & 852 7351. Garðabær Bakarí. Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa hálfan daginn. Uppl. í s. 555 4943 & 891 8258 Þóra. Við óskum eftir blíðri og góðri mann- eskju 2 til 3 í viku eftir hádegi, til að taka á móti 2 börnum (6 og 10 ára) úr skóla og sjá um létt heimilisstörf. Við búum í Vogahverfinu í Reykjavík. Umsóknir berist á hrund_rudolfsdott- ir@hotmail.com Blómabúð til sölu. Frábært tækifæri allar upplýsingar í s. 694 4166 Tilboð óskast. American Style Óskar eftir hressum starfsmanni í af- greiðslu/grill á veitingastaði sína. Um er að ræða framtíðarstarf. Leitum að einstaklingi sem hefur góða þjón- ustulund, 18 ára eða eldri, áreiðan- leg/ur og getur unnið reglulegar vakt- ir. Uppl. veittar alla daga í s. 892 0274 milli 09-15 (Herwig). Umsóknareyði- blöð einnig á americanstyle.is Hellusteypa JVJ óskar eftir skemmti- legum starfsmönnum í hellulagnir og gróðursetningu. Mikil verkefni framundan. Uppl. í s. 692 2697. Um- sóknir er einnig hægt að senda á sala@hellusteypa.is VÉLAMENN ÓSKAST STRAX!!! Óskum eftir að ráða vanan ýtumann og ein- nig mann á payloder hjólaskóflu í malarnámu okkar. Uppl. hjá verkstj. í s.893 8213 Opair í Lúxembourg ! Leitum eftir duglegum, reglusömum, sjálfstæð- um og glaðlegum einstaklingi til að aðstoða við heimilisstörf og barna- gæslu - Sept ‘04- Juni’05. Áhuga- samir sendi skriflega umsókn fyrir 20.Ágúst ‘04 á elisabet@pt.lu Atvinna í boði ATVINNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.