Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 40
24 8. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Skráningatímabil hlutafjárútboðs í sjálfum mér hefst klukkan tíu í dag og stendur út vikuna. Til að skrá þátttöku í út- boðinu þurfa hlut- hafar að skila áskriftum á vefn- um mínum stjani.is. Boðinn verður út helmingur af mér en sjálfur hyggst ég verða kjölfestufjárfestir. Útboðsgengi er sjö krónur á hlut. Samkvæmt spám verður sjö- faldur hagnaður af mér á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn verður þó væntanlega undir væntingum greiningardeilda bankanna. Það má að mestu rekja til minnkandi fjármagnstekjuliða og veikrar stöðu krónunnar gagnvart erlend- um gjaldmiðlum. Útgjöld voru þar að auki mun hærri en ég hafði áætlað. Framlag í afskriftareikn- ing var þó í samræmi við vænt- ingar. Hagnaður varð af rekstri á mér á síðasta ári sem nemur mörg hundruð dollurum og ennþá fleiri krónum. Það ber ekki síst að þakka viðsnúningi á rekstrar- hagnaði. Eigið fé er að vísu lítið en þar sem mánaðamót eru geng- in í garð má búast við að það auk- ist nokkuð. Gengið verður sem áður seg- ir í kringum sjö krónur á hlut þegar ég verð boðinn út. Það kann sumum að finnast hátt fyr- ir jafn grannan mann og mig en hluthafar þurfa ekki að ör- vænta. Ég hygg á útrás og áður en langt um líður verð ég orðinn alþjóðlegt stórfyrirtæki með útibú á öllum Norðurlöndunum og í flestum stórborgum Evrópu. Ég verð líka fyrsti Ís- lendingurinn sem verð skráður á verðbréfamarkaðinn í London. Vakni spurningar varðandi þátttöku í útboðinu eða vilji hlut- hafar fá upplýsingar um hvað þetta þýði eru þeir hvattir til að hafa samband við þjónustuver mitt. Númerið má finna í síma- skránni undir stafnum K. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON STEFNIR AÐ ÞVÍ AÐ SKRÁ SIG Á VERÐBRÉFAMARKAÐINN Í LONDON. Hlutafjárútboð M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Skólinn er að mestu fullskipaður skólaárið 2004-2005. Þó getum við enn bætt við takmörkuðum fjölda nemenda sem hér segir: 1. Forskóladeild fyrir 6ára börn (fædd 1998). 2. Forskóladeild fyrir 7 ára börn (fædd 1997). 3. Málmblásaradeild fyrir 8-10(11) ára nemendur. Þar er um að ræða eftirfarandi hljoðfæri: Trompet, horn, básúna, barítón og túba. 4. Einnig eru tekin inn 8-10 ára börn á biðlista á flest önnur hljóðfæri. Skólastjóri Tónmenntaskóli Reykjavíkur ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Staðan er jöfn... næsta mark er sigur... Sudden death... golden goal... What ever... Löng sending frá marki... Inn í teiginn og... Komdu aft- ur, ég var ekki tilbúinn! Heyriru það! Þetta var ÓGILT! KOMDU AFTUR! Ekki í þínu tilfelli!Ef svo fer að ég eignist einhvern tím- ann konu... væri nokkuð óeðlilegt ef hún fengi ALDREI að hitta foreldra mína?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.