Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 45
29SUNNUDAGUR 8. ágúst 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ SJÓNVARP Kynbomban Pamela And-erson ku vera byrjuð aft- ur með söngvaranum Kid Rock. Nýlega sást til þeirra á veitingastað í New York og virtust þau hafa náð að tendra ástarblossann svo um munaði. Bruce Springsteen og Pearl Jameru á leið í tónleikaferð um Bandaríkin sem miðast að því að koma George W. Bush, forseta, frá völdum. Spilað verður í þeim níu ríkjum þar sem mest óvissa ríkir um hvort Bush eða John Kerry beri sigur úr býtum. „Ég held að þetta gætu orðið mikilvægustu kosningarnar í mínu lífi,“ sagði Springsteen. Fleiri sem koma fram verða R.E.M., Jurassic 5 og The Dixie Chicks. Tónleikarnir verða haldnir í 28 borgum dagana 1.- 8. október. Leikarinn Matt Damon hefuráhuga á að leika í þriðju myndinni um hasarhetjuna Jason Bourne. Það fer samt allt eftir því hvort hand- ritið verði nógu gott. Önnur myndin, The Bourne Supremacy, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum eftir frumsýningu í síðasta mánuði. Hefur hún þénað yfir 7 milljarða króna. Enza Sambataro, fyrrverandikærasta Ben Affleck, hefur leyst frá skjóðunni varðandi samband sitt við leikarann. Hún segist ekki hafa notið sín sem skyldi. „Ég komst að því hvernig það er að vera í sporum stórstjörnu og það er ekki gaman,“ sagði hún. „Að lifa svona lífi hentar mér ekki. Ég myndi frekar vilja halda geðheilsunni og einkalífinu.“ Fyrrum meðlimir rokksveitarinnarCreed, sem lagði upp laupana í júní, eru önnum kafnir þessa dag- ana. Söngv- arinn Scott Stamp er í óða önn að u n d i r b ú a sólóferil sinn á meðan gít- ar le ikar inn M a r k T r e m o n t i hefur stofnað hljómsveitina Alter Bridge. Scott Phillips og Brian Mars- hall úr Creed eru á meðal liðsmanna hennar. Fyrsta plata sveitarinnar, One Day Remains, verður gefin út 10. ágúst og kallast fyrsta smáskífan Open. Leikstjórinn Kevin Smith og eigin-kona hans Jennifer hafa endur- nýjað hjúskaparheit sín. Athöfnin, sem var haldin í Las Vegas, var hluti af óvæntri afmælisgjöf handa Smith. Fimm ár voru jafnframt liðin frá brúðkaupi þeirra hjóna og því var ákveðið að grípa gæsina. Monroe átti í ástar- ævintýri með konu Goðsögnin Marilyn Monroe, sem lést árið 1962, átti í ástarævintýri með leikkonunni Joan Crawford. Þetta kemur fram í leynilegri segulbandsupptöku sem komin er fram í dagsljósið. Var það rithöf- undurinn Matthew Smith sem fann upptökuna, en hann er um þessar mundir að skrifa ævisögu Monroes. Að því er kemur fram á upp- tökunni hafði Monroe enga ánægju af ævintýrinu. „Hún sagði frá ástaratlotum þeirra í smáat- riðum og sagði að hún og Joan hefðu stundað kynlíf,“ sagði Smith. ■ Sheridan í sjónvarpið Leikstjórinn Jim Sheridan er maðurinn á bak við nýja drama- tíska sjónvarpsþætti sem fjalla um írska fjölskyldu sem rekur veitingastað í Bandaríkjunum. Dóttir Sheridan, Naomi, ætlar að skrifa handritið að prufuþætti, sem mun væntan- lega skera úr um hvort þættirn- ir líti dagsljósið. Naomi og Sheridan hafa átt gott samstarf að undanförnu. Ásamt annarri dóttur Sheridan, Kiresten, skrif- uðu þau handritið að kvikmynd- inni In America sem fjallaði ein- mitt um líf írskrar fjölskyldu í New York. Var hún tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir besta handritið. Sheridan hefur tvisvar áður verið tilnefndur til Óskarsins. Fyrst sem leikstjóri og handrits- höfundur myndarinnar My Left Foot, frá árinu 1989, og síðan sem leikstjóri og handritshöf- undur In the Name of the Father frá 1993. ■ MARYLIN MONROE Monroe átti í ástarævintýri með konu en hafði enga ánægju af því. MY LEFT FOOT Jim Sheridan leikstýrði Daniel Day-Lewis eftirminnilega í My Left Foot. Lewis fékk Óskarinn fyrir frammistöðu sína.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.