Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jökulsá á Dal. Fyrrum framkvæmdastjóri Yukos. Happy End. Jónsi í Hinsegin göngu Esther Viktoría Ragnarsdóttir 12 ára nemandi í Rimaskóla gerði sér lítið fyrir og teiknaði sig inn á ólympíuleikana í Aþenu. Esther tók þátt í myndlistar- samkeppni Visa en fyrirtækið bíð- ur 29 krökkum á ólympíuleikana í hvert skipti en í ár tóku um millj- ón börn þátt í samkeppninni. Ár- angur Estherar verður því að telj- ast frábær í myndlistarkeppninni sem nefnist „Ólympíuleikar ímyndunaraflsins“. „Ég teiknaði jörðina en á henni er auga sem horfir á ólympíuleik- ana. Í jarðarauganu sjást síðan nokkrar íþróttagreinar og vinátta milli manna og þjóða,“ segir Esther sem heldur út til Grikk- lands ásamt móður sinni 10. ágúst. Esther segir alls ekki hafa bú- ist við að vinna en segist þó hafa verið nokkuð ánægð með mynd- ina. „Ég hef reyndar áður unnið í myndlistarkeppnum og reyndar líka ljóðasamkeppnum en þetta kom mér á óvart.“ Það er ekki laust við tilhlökkun hjá þeim mæðgum en þær munu meðal annars fylgjast með keppni í sundi og auðvitað leikjum ís- lenska handboltalandsliðsins. „Ég hef mikinn áhuga á handbolta og fylgist vel með landsliðinu þegar það er að keppa. Það verður því mjög gaman að sjá þá spila úti,“ segir Esther sem er einmitt ný komin úr handboltaferðalagi frá Svíþjóð þar sem hún keppti með liði sínu Fjölni. ■ Á leið á Ólympíuleikana 30 8. ágúst 2004 SUNNUDAGUR ....fá allir þeir sem gerðu miðborg Reykjavíkur litríka í gær með þátttöku í Hinsegin dögum. HRÓSIÐ Það vakti athygli í gær í göngu Hinsegin daga að ein af skærustu poppstjörnum Íslands stóð þar upp á palli og tók virkan þátt í há- tíðarhöldunum. Jón Jósep Snæ- björnsson, eða Jónsi í Svörtum fötum eins og flestir kalla hann, prýddi einn af litríku pöllunum í göngunni og lét ekki heyra minna í sér en hinir. „Í göngunni vorum við að taka upp brot í myndina Strákarnir okkar. Í því atriði hafa liðsmenn ástæðu til að fara niður Laugaveg- inn í Gay Pride-göngunni. Annars má ég ekki segja meira um mynd- ina í bili,“ segir Jónsi sem er svo sannarlega að slá í gegn í leiklist- arheiminum þessa dagana. „Ég fékk handritið í hendurnar fyrir nokkrum dögum og veltist um af hlátri á gólfinu þangað til mér varð illt í maganum. Af Guðs náð fékk ég tækifæri til að leika í leik- ritum og núna fékk ég kvik- myndahandrit í hendurnar. Ég trúi þessu ekki almennilega ennþá og mér finnst ég vera rosalega heppinn. Ég gæti ekki verið ánægðari enda er handritið alveg drepfyndið og lofar mjög góðu. Þetta er eins konar blanda af Priscilla Queen of the Desert, The Full Monty og Bend it like Beck- ham. Leikarahópurinn er líka al- veg svakalega góður. Þarna eru leikarar sem ég hef verið að horfa á síðan ég var ungur og einnig ný andlit sem mér líst mjög vel á,“ segir Jónsi og gæti hugsað sér að leggja leiklistina að einhverju leyti fyrir sig. „Aldrei að segja aldrei.“ Nú hafa verið kjaftasögur á kreiki um að Jónsi sé í raun sam- kynhneigður en Jónsi vísar þeim sögum algjörlega á bug. „Ég er nýbúinn að sverja af mér samkyn- hneigð þannig að það er frekar fyndið að ég mæti svo í Gay Pride-gönguna. Fólk verður að fá að trúa því sem það trúir og það fer allt eftir því hvort þú lest Fréttablaðið eða ekki. Ég leik gagnkynhneigðan mann í mynd- inni og í handritinu er vísað til mín sem „straight“-leikmaður númer 2,“ segir Jónsi sem vildi þó ekki gefa upp hverjir það eru sem eru samkynhneigðir í myndinni. Strákarnir okkar er nýjasta mynd þeirra Róberts Douglas og Jóns Atla Jónassonar og mun prýða tjöld íslenskra kvikmynda- húsa næsta sumar. ■ KVIKMYNDIR JÓNSI ■ mun leika hlutverk í Strákarnir okkar, nýjustu mynd Róberts Douglas og Jóns Atla Jónassonar. MYNDLISTARSAMKEPPNI ESTHER VIKTORÍA RAGNARSDÓTTIR ■ hlaut ferð á ólympíuleikana í Aþenu fyrir mynd sína „Svo heimurinn sjái“. JÓNSI Í GAY PRIDE Jónsi bar höfuðið hátt í Gleðigöngunni í gær og lætur kjaftasögur um samkynhneigð sem vind um eyru þjóta. Spenna magnast nú meðal ungra sjálf-stæðismanna í Reykjavík vegna stjórnarkjörs í Heimdalli um næstu helgi. Tveir sækjast eftir formannsembætti, þau Bolli Thoroddsen og Helga Árnadóttir. Helga var varaformað- ur Heimdallar í fyrra þegar stjórnin hafnaði um 1100 stuðningsmönnum Bolla inn- göngu í félagið í aðdraganda aðalfundar. Talið er að kosningarnar nú verði á milli sömu fylkinga og tókust á þá. Þeir sem standa að framboði Helguhafa safnað nöfnum ýmissa forystu- manna flokksins á stuðningsmannalista. Þetta hefur valdið titringi innan flokksins því fram til þessa hafa þingmenn og ráðherrar ekki blandað sér með beinum hætti í kosning- ar ungliðanna. Kosn- ingastjóri Helgu og hvatamaður stuðnings- yfirlýsinganna mun vera Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stjórnar- maður í SUS. Kunnugir segja að Þorbjörg stefni á formennsku í SUS á næsta ári og atkvæði frá Heimdalli muni tryggja henni kosningu þar. Hún eigi því mestra hags- muna að gæta í Heimdallarkosningun- um nú. FRÉTTIR AF FÓLKI VIÐEY Gönguferðir öll þriðjudagskvöld kl 19:30. Fjölskyldudagar á sunnudögum. Ljósmyndasýning í skólahúsinu um Viðey á fyrri hluta 20. aldar. Tuttugu ný fræðsluskilti í þorpinu. Minnum á listaverk Richard Serra, nýjan upplýsingabækling, ókeypis hjólalán, grillaðstöðu, tjaldstæði, veitingasölu, fjölda gönguleiða, óspillta náttúru og friðsæld. Nánari upplýsingar: arbaejarsafn.is, videy@rvk.is og s: 693-1444. SVO HEIMURINN SJÁI Myndin sem Esther teiknaði sýnir vináttu manna og þjóða sem myndast á Ólympíu- leikunum. ESTHER VIKTORÍA Hún segist alls ekki hafa búist við því að vinna myndasamkeppnina. Hvernig ertu núna? Er bara í góðum fíling Hæð: 186 cm, held ég Augnlitur: Blár Starf: Ég vinn á leikjanámskeiði í sumar hjá ÍTH, annars er ég bara nýbúinn með stúdentinn og veit ekki alveg hvað tekur við Stjörnumerki: Krabbi Hjúskaparstaða: Á lausu Hvaðan ertu? Kem úr Geiradalnum Helsta afrek: Íslandsmótið í 2. flokk í fyrra þegar FH vann með fullt hús stiga Helstu veikleikar: Feiminn Helstu kostir: Fínn gaur Uppáhaldssjónvarpsþáttur: American Idol og O.C. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ætli það sé ekki Mín skoðun með Valtý Birni á Skon- rokk Uppáhaldsmatur: Grillaðir hamborgarar Uppáhaldsveitingastaður: Ruby Tuesday Uppáhaldsborg: Gautaborg Uppáhaldsíþróttafélag: FH Mestu vonbrigði lífsins: Held ég eigi eftir að upplifa þau, annars eru það bara meiðslin í gegnum tíðina Hobbý: Fótboltinn og að spila á gítar og að tjilla Viltu vinna milljón? Já, það væri fínt Jeppi eða sportbíll: Jeppi í augnablikinu Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í fótbolta Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég fór í rússibana í Bandaríkjunum tíu ára. Hef ekki þorað í rússibana síðan Hver er fyndnastur? Leikarinn Chris Tucker Hver er kynþokkafyllst? Halle Berry og Beyonce eru flottastar Trúir þú á drauga?Nei, ég geri það ekki Hvaða dýr vildirðu helst vera? Væri til í að vera ljón Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Ormur Áttu gæludýr? Nei Hvar líður þér best? Heima í góðu tjilli Besta kvikmynd í heimi: The Shawsank Redemption Besta bók í heimi: Biblían Næst á dagskrá: Leikur á móti Víking klukkan sex og svo tónleikar með 50 cent á miðvikudaginn Þorir ekki lengur í rússibanaBakhliðinÁ NÍNU EMIL HALLFREÐSYNI, FÓT-BOLTASTJÖRNU FH FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.