Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.08.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FAHRENHEIT 9/11 "Virkilega fyndin og einstaklega vel gerð." K.D. Fbl. **** H.J. Mbl. *** Ó.H.T. Rás 2 *** S.K. Skonrokki Ó! Ífáu felst meiri munaður en því aðnjóta þess að sjá eftir einhverju sem maður hefur gert, geta iðrast, kveinað og fundið samúð, ef ekki hjá öðrum þá hjá sjálfum sér, vera písl- arvottur eigin óhæfuverka. Undir þessa sök eru flestar þjóðir seldar. Þær vorkenna sér, ó-a, æ-a, og sum- ar kalla á hjálp og berja sér á brjóst þegar ekki verður aftur snúið og engin leið að bæta. Fróun felst þá í bókum með myndum af því sem var eyðilagt. KÁRAHNJÚKABÓKIN er ekki bara almenn hugfróun heldur við- vörun til fólks með þörf fyrir að verja náttúruna með ágangi ástar á hjólum. Myndirnar æpa til varnar óspilltri náttúru, öræfum þar sem varla verður lengur þverfótað fyrir jepp- um, fólksbílum, snjósleðum, og nú bætast húsbílar við flota ástmanna landsins. Þeir eru nauðsynlegir svo fjölskyld- an geti skoðað náttúruperlur og leit- að á vit kyrrðar, fundið frið og feng- ið endurnæringu í jöklanna skjóli, eins og það heitir á fjölmiðla- for- seta- og forstjóramáli. ÞÖRF FYRIR að vekja sér kvöl og njóta kvala er einkenni tímans og kemur fram hjá okkur á þann hátt að samkvæmt fornum hefðum lítum við á náttúruna sem lifandi kvenveru. Gegn glæpum unnum á henni rýkur hún upp, ein og hjálparlaust, sér til varnar og tekur ómakið af ástmönn- um sínum. Það er hentugt fyrir gáf- aða hetju- og karlmennskuþjóð. Náttúran ver sig með vopnum sínum: Eldgosum, vatnavöxtum, og í okkar stað rís hún gegn Kárahnjúka- virkjun. Við þurfum ekkert að gera annað en kaupa bókina. Þannig hugsa margir hjá þjóð sem hefur gefist upp fyrir sjálfri sér meðan aðrir athafna sig með þrjósku, lausir við tilfinningavellu og hræsni. Hendur þeirra vita að til að tryggja auð og sóun hjá grát- gjörnum er um fátt að ræða annað en eyða því sem fyrir var en ekki til neins sáð af hagsýni. SVO EKKI er fjarstæða heldur þekking á sálarlífi að auglýsa á þennan freistandi hátt: Einstakir mæðudagar fyrir alla fjöl- skylduna verða haldnir á Húsavík um næstu helgi. Húsbílar eru sér- staklega velkomnir. Ísland - sækjum það heim! BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.