Fréttablaðið - 09.08.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 09.08.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR MÆÐUR OG LAUNÞEGAR Dr. Helga Kristín Hallgrímsdóttir, lektor í félags- fræði við University of Victoria í Kanada, mun í dag flytja erindi um rannsóknir sínar á mæðrum sem launþegum í fundaher- bergi félagsvísindadeildar á 1. hæð í Odda. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG TALSVERÐ HLÝINDI Á LANDINU Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hætt við þokusúld við suður- og austurströnd- ina. Hiti 15-23 stig, hlýjast inn til landsins. Sjá síðu 6 9. ágúst 2004 – 214. tölublað – 4. árgangur RENNSLI Í RÉN- UN Rennsli í Jöklu rénaði í gær að sögn Guðmundar Péturs- sonar, yfirverkfræðings við Kárahnjúkavirkjun. Hann segir vatnsyfir- borðið hafa lækkað um allt að tvo metra og rennslismagn hafa verið um 600 rúmsentí- metrar á sekúndu. Sjá síðu 2 VASAPENINGAR FLÓTTAMANNA Skoða á möguleika á greiðslu vasapeninga til hælisleitenda sem bíða úrskurðar Útlendinga- stofnunar. Rauði kross Íslands greiddi áður vasapeninga og telur þann hátt eiga að vera á. Útlendingastofnun talar um sveigjanleika í einstökum málum. Sjá síðu 6 AF STAÐ INNAN MÍNÚTU Slökkvilið- ið á höfuðborgarsvæðinu vinnur stöðugt að því að bæta viðbragðstíma sinn. Í flestum tilvikum eru bílar farnir af stað í útköll inn- an mínútu frá því að hringt er. Miklu skiptir að fólk gefi greinargóðar upplýsingar þegar hringt er í 112. Sjá síðu 8 HEIÐNI OG KRISTNI MÆTAST Forn- leifarannsóknir í Mosfellsdal fylla upp í sjúkra- sögu landsins. Rannsóknir á beinum sýna bæði krabbamein og berkla. Við bæinn Hrís- brú stóð stafkirkja til forna og við hlið hennar heiðið brunakuml. Mosfellsbær hugar að stofnun fræðaseturs í dalnum. Sjá síðu 12 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 WASHINGTON, LONDON, AP Banda- ríkjastjórn telur að komið hafi verið í veg fyrir áform al Kaída um árásir á Bandaríkin, bæði með nýlegum handtökum grun- aðra hryðjuverkamanna í Pakist- an og Bretlandi og með því að leggja hald á tölvugögn um fimm fjármálastofnanir í Bandaríkjun- um „Ég tel vissulega að okkur hafi tekist að trufla þetta með aðgerð- um okkar núna,“ sagði Francois Fragos Townsend, öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta. „Spurningin er sú hvort við höfum raskað öll- um þessum áformum eða einungis hluta þeirra. Og við erum að vinna að rannsóknum til þess að svipta hulunni af því.“ Í gær fékk lögreglan í Bret- landi heimild til að framlengja fram á þriðjudag yfirheyrslur yfir níu mönnum, sem handteknir voru í Bretlandi í síðustu viku grunaðir um hryðjuverkastarf- semi. Alls voru þrettán menn hand- teknir í Bretlandi, en fjórum þeirra hefur verið sleppt. ■ RÁÐHERRAFUNDUR „Það er afar mikilvægt fyrir hin Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið,“ sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnar- gerði í Eyjafirði í gær. „Þegar kemur að því að taka ákvarðanir innan ESB skiptir stærð landsins engu máli, heldur það hve margir þeirra sem taka þátt í ákvörð- unarferlinu eru sama sinnis. Norður- landaþjóðirnar eru á margan hátt líkar. Okkur er umhugað um jafn- rétti kynjanna, umhverfismál og vel- ferðarkerfið og við erum fram- farasinnuð. Það er mikilvægt fyrir alla Evrópu að fleiri styðji þessa stefnu. Við þurfum á Íslendingum og Norðmönnum að halda í Evrópusam- bandinu,“ sagði Persson. Persson tók vel í hugmynd sem Össur Skarphéðinsson lagði fram á fundi formanna félaga norrænna jafnaðarmanna í gær, um að sér- stakri fiskveiðistjórnun yrði komið á í Norður-Atlantshafi til verndar hagsmunum Íslendinga. „Við þurfum að láta reyna á það hvernig hugmyndinni verður tekið innan Evrópusambandsins. Við þurfum að kynna hana vel fyrir öðrum Evrópusambandsríkj- um og leita eftir stuðningi við hana. Þetta er áræðin hugmynd, við erum ekki á móti þessu, en það verður ekki auðvelt að fá þetta í gegn,“ segir Persson. Spurður hversu mikil áhrif Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafi innan Evrópusambandsins varðandi fiskveiðistjórnun segir Persson að þau hafi ekki verið meðal landa sem hafi haft þessi mál í forgrunni. „Við höfum þó töluverð áhrif því við eigum fjölda vina í Evrópu- sambandinu. Við höfum góð sam- bönd og við gætum sannfært marga um að standa að baki tillögu sem þessari,“ segir Persson. sda@frettabladid.is Sjá síður 2 og 4 Vill að Ísland gangi í ESB Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, heitir stuðningi við Íslendinga í fiskveiðimálum kjósum við að ganga í Evrópusambandið. Segir Norðurlöndin þrjú í ESB hafa góð sambönd og mikil áhrif. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR V IG FÚ SS O N Bandaríkjastjórn ánægð með eigin árangur: Hryðjuverkastarfsemi trufluð Konur óöruggar í athvörfum: Kvennaathvarf á eyðieyju DANMÖRK Öryggi ofsóttra kvenna er ekki nægilega tryggt, segja for- svarsmenn danskra kvennaathvarfa við Berlingske Tidende. Tillögur um opnun kvennaathvarfs á hinni af- skekktu eyju Anholt, þar sem aðeins 160 manns búa, hefur vakið háværar þjóðfélagsumræður í Danmörku. Forsvarsmenn athvarfanna segja konur hvergi óhultar ef þær búa við ofsóknir frá fyrrum eiginmönnum sínum, og telja kvennaathvarf á An- holt góðan kost í slíkum tilfellum. Yfirvöld hafa ekki veitt samþykki fyrir opnun kvennaathvarfsins vegna lögregluskorts á eyjunni. ■ Kjarnorkuver í Ísrael: Töflur gegn geislavirkni DIMONA, AP Ísraelskir hermenn byrjuðu í gær að dreifa „geisla- virknitöflum“ í þorpum og bæjum í næsta nágrenni annars af tveimur kjarnorkuverum í Ísrael. Töflurn- ar eiga að verja fólk gegn geisla- virkni ef svo færi að geislavirk efni lækju út úr kjarnorkuverinu. Starfsmenn ísraelsku öryggis- þjónustunnar segja töflurnar lengi hafa verið hafðar í geymslum á vegum hins opinbera, en nú hafi verið tekin ákvörðun um að dreifa þeim til íbúa á svæðinu til þess að stytta viðbragðstímann ef til kjarnorkuslyss kæmi. Í töflunum er joðefni sem eiga með því að hamla starfsemi skjald- kirtilsins að koma í veg fyrir að líkaminn taki til sín geislavirk efni. ■ ● hús ● fasteignir Á flottasta eldhúsið Snæfríður Ingadóttir: ● gerði markalaust jafntefli við kr ÍBV missti af toppsætinu Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 22 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS KR KR KRKR KR KR KR KR Skoðaðu baksíðuna fyrst! Þú mátt engan tíma missa. STRÖNG GÆSLA Öryggisgæsla er ströng þessa dagana á Wall Street í New York. FORSÆTISRÁÐHERRAR NORÐURLANDANNA Að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði svöruðu þeir spurningum blaðamanna. Frá vinstri: Kjell Magne Bondevik, Anders Fogh Rasmussen, Halldór Ásgrímsson, sem gegnir embætti forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, Göran Persson og Matti Vanhanen. GEISLAVIRKNITÖFLUM DREIFT Ísraelskur hermaður afhendir húsmóður í Dimona pakka af geislavirknitöflum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.