Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MÁNUDAGUR MÆÐUR OG LAUNÞEGAR Dr. Helga Kristín Hallgrímsdóttir, lektor í félags- fræði við University of Victoria í Kanada, mun í dag flytja erindi um rannsóknir sínar á mæðrum sem launþegum í fundaher- bergi félagsvísindadeildar á 1. hæð í Odda. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG TALSVERÐ HLÝINDI Á LANDINU Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hætt við þokusúld við suður- og austurströnd- ina. Hiti 15-23 stig, hlýjast inn til landsins. Sjá síðu 6 9. ágúst 2004 – 214. tölublað – 4. árgangur RENNSLI Í RÉN- UN Rennsli í Jöklu rénaði í gær að sögn Guðmundar Péturs- sonar, yfirverkfræðings við Kárahnjúkavirkjun. Hann segir vatnsyfir- borðið hafa lækkað um allt að tvo metra og rennslismagn hafa verið um 600 rúmsentí- metrar á sekúndu. Sjá síðu 2 VASAPENINGAR FLÓTTAMANNA Skoða á möguleika á greiðslu vasapeninga til hælisleitenda sem bíða úrskurðar Útlendinga- stofnunar. Rauði kross Íslands greiddi áður vasapeninga og telur þann hátt eiga að vera á. Útlendingastofnun talar um sveigjanleika í einstökum málum. Sjá síðu 6 AF STAÐ INNAN MÍNÚTU Slökkvilið- ið á höfuðborgarsvæðinu vinnur stöðugt að því að bæta viðbragðstíma sinn. Í flestum tilvikum eru bílar farnir af stað í útköll inn- an mínútu frá því að hringt er. Miklu skiptir að fólk gefi greinargóðar upplýsingar þegar hringt er í 112. Sjá síðu 8 HEIÐNI OG KRISTNI MÆTAST Forn- leifarannsóknir í Mosfellsdal fylla upp í sjúkra- sögu landsins. Rannsóknir á beinum sýna bæði krabbamein og berkla. Við bæinn Hrís- brú stóð stafkirkja til forna og við hlið hennar heiðið brunakuml. Mosfellsbær hugar að stofnun fræðaseturs í dalnum. Sjá síðu 12 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 WASHINGTON, LONDON, AP Banda- ríkjastjórn telur að komið hafi verið í veg fyrir áform al Kaída um árásir á Bandaríkin, bæði með nýlegum handtökum grun- aðra hryðjuverkamanna í Pakist- an og Bretlandi og með því að leggja hald á tölvugögn um fimm fjármálastofnanir í Bandaríkjun- um „Ég tel vissulega að okkur hafi tekist að trufla þetta með aðgerð- um okkar núna,“ sagði Francois Fragos Townsend, öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta. „Spurningin er sú hvort við höfum raskað öll- um þessum áformum eða einungis hluta þeirra. Og við erum að vinna að rannsóknum til þess að svipta hulunni af því.“ Í gær fékk lögreglan í Bret- landi heimild til að framlengja fram á þriðjudag yfirheyrslur yfir níu mönnum, sem handteknir voru í Bretlandi í síðustu viku grunaðir um hryðjuverkastarf- semi. Alls voru þrettán menn hand- teknir í Bretlandi, en fjórum þeirra hefur verið sleppt. ■ RÁÐHERRAFUNDUR „Það er afar mikilvægt fyrir hin Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evrópusambandið,“ sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, í samtali við Fréttablaðið að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnar- gerði í Eyjafirði í gær. „Þegar kemur að því að taka ákvarðanir innan ESB skiptir stærð landsins engu máli, heldur það hve margir þeirra sem taka þátt í ákvörð- unarferlinu eru sama sinnis. Norður- landaþjóðirnar eru á margan hátt líkar. Okkur er umhugað um jafn- rétti kynjanna, umhverfismál og vel- ferðarkerfið og við erum fram- farasinnuð. Það er mikilvægt fyrir alla Evrópu að fleiri styðji þessa stefnu. Við þurfum á Íslendingum og Norðmönnum að halda í Evrópusam- bandinu,“ sagði Persson. Persson tók vel í hugmynd sem Össur Skarphéðinsson lagði fram á fundi formanna félaga norrænna jafnaðarmanna í gær, um að sér- stakri fiskveiðistjórnun yrði komið á í Norður-Atlantshafi til verndar hagsmunum Íslendinga. „Við þurfum að láta reyna á það hvernig hugmyndinni verður tekið innan Evrópusambandsins. Við þurfum að kynna hana vel fyrir öðrum Evrópusambandsríkj- um og leita eftir stuðningi við hana. Þetta er áræðin hugmynd, við erum ekki á móti þessu, en það verður ekki auðvelt að fá þetta í gegn,“ segir Persson. Spurður hversu mikil áhrif Svíþjóð, Danmörk og Finnland hafi innan Evrópusambandsins varðandi fiskveiðistjórnun segir Persson að þau hafi ekki verið meðal landa sem hafi haft þessi mál í forgrunni. „Við höfum þó töluverð áhrif því við eigum fjölda vina í Evrópu- sambandinu. Við höfum góð sam- bönd og við gætum sannfært marga um að standa að baki tillögu sem þessari,“ segir Persson. sda@frettabladid.is Sjá síður 2 og 4 Vill að Ísland gangi í ESB Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, heitir stuðningi við Íslendinga í fiskveiðimálum kjósum við að ganga í Evrópusambandið. Segir Norðurlöndin þrjú í ESB hafa góð sambönd og mikil áhrif. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR V IG FÚ SS O N Bandaríkjastjórn ánægð með eigin árangur: Hryðjuverkastarfsemi trufluð Konur óöruggar í athvörfum: Kvennaathvarf á eyðieyju DANMÖRK Öryggi ofsóttra kvenna er ekki nægilega tryggt, segja for- svarsmenn danskra kvennaathvarfa við Berlingske Tidende. Tillögur um opnun kvennaathvarfs á hinni af- skekktu eyju Anholt, þar sem aðeins 160 manns búa, hefur vakið háværar þjóðfélagsumræður í Danmörku. Forsvarsmenn athvarfanna segja konur hvergi óhultar ef þær búa við ofsóknir frá fyrrum eiginmönnum sínum, og telja kvennaathvarf á An- holt góðan kost í slíkum tilfellum. Yfirvöld hafa ekki veitt samþykki fyrir opnun kvennaathvarfsins vegna lögregluskorts á eyjunni. ■ Kjarnorkuver í Ísrael: Töflur gegn geislavirkni DIMONA, AP Ísraelskir hermenn byrjuðu í gær að dreifa „geisla- virknitöflum“ í þorpum og bæjum í næsta nágrenni annars af tveimur kjarnorkuverum í Ísrael. Töflurn- ar eiga að verja fólk gegn geisla- virkni ef svo færi að geislavirk efni lækju út úr kjarnorkuverinu. Starfsmenn ísraelsku öryggis- þjónustunnar segja töflurnar lengi hafa verið hafðar í geymslum á vegum hins opinbera, en nú hafi verið tekin ákvörðun um að dreifa þeim til íbúa á svæðinu til þess að stytta viðbragðstímann ef til kjarnorkuslyss kæmi. Í töflunum er joðefni sem eiga með því að hamla starfsemi skjald- kirtilsins að koma í veg fyrir að líkaminn taki til sín geislavirk efni. ■ ● hús ● fasteignir Á flottasta eldhúsið Snæfríður Ingadóttir: ● gerði markalaust jafntefli við kr ÍBV missti af toppsætinu Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 22 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS KR KR KRKR KR KR KR KR Skoðaðu baksíðuna fyrst! Þú mátt engan tíma missa. STRÖNG GÆSLA Öryggisgæsla er ströng þessa dagana á Wall Street í New York. FORSÆTISRÁÐHERRAR NORÐURLANDANNA Að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði svöruðu þeir spurningum blaðamanna. Frá vinstri: Kjell Magne Bondevik, Anders Fogh Rasmussen, Halldór Ásgrímsson, sem gegnir embætti forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, Göran Persson og Matti Vanhanen. GEISLAVIRKNITÖFLUM DREIFT Ísraelskur hermaður afhendir húsmóður í Dimona pakka af geislavirknitöflum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.