Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 16
Ekki bara nýtt met Senn nálgast stórleikur Íslendinga og Ítala á Laugardalsvelli. Forystumenn KSÍ, með Eggert Magnússon í broddi fylkingar, hafa boðað Íslandsmet í að- sókn að leiknum en núgildandi að- sóknarmet er frá 18. september 1968 þegar 18.168 áhorfendur fylgdust með leik Vals og Benfica. En það býr auðvitað meira undir hjá Eggerti og félög- um en að slá að- sóknarmetið. Troð- fullur Laugardalsvöll- ur gegn Ítölum, að ekki sé minnst á að þúsundir þurfi frá að hver- fa, myndi setja aukna pressu á borgar- yfirvöld og ríkið að leggja fjármuni í stækkun Laugardalsvallar, eins og sam- bandið hefur barist fyrir síðustu miss- eri. Stelpurnar draga vagninn Einhverjum kann að þykja skrýtið að við Íslendingar þurfum stóran knattspyrnu- völl, meðalaðsókn á leikjum í efstu deild er innan við tvö þúsund manns og hingað til hafa ekki verið taldar miklar líkur á því að hér yrði haldið stórmót í knattspyrnu. En það kann að vera að breytast. Frábært gengi íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Helenu Ólafsdóttur hefur vakið mikla athygli. Stelpurnar hafa þegar tryggt sér sæti í umspili fyrir Evrópumót landsliða og eiga raunhæfan möguleika á sæti í úr- slitakeppninni. Kvennalandslið á heims- mælikvarða eykur vita- skuld líkurnar á því að hér verði haldið stórmót. Það er kannski kominn tími á það hjá KSÍ að beina kröftun- um frekar í kvennaboltann nú þegar karlalandslið- ið er í frjálsu falli niður styrk- l e i k a l i s t a FIFA? Á hverju kvöldi eigum við þess kost að fylgjast með því hvernig mesta hernaðarveldi heims upp- lifir sjálft sig. Það er í sjónvarp- inu sem sjálfsmyndargerðin fer fram; þar spranga um karakter- ar sem eru byggðir á staðalhug- mynd um „hinn venjulega mann“ þótt ákveðnir eiginleikar séu ýktir til að ná fram tiltekn- um áhrifum. Það eru oftast nær þeir eiginleikar sem aðstand- endur telja að áhorfendur eigi að rækta. Einu sinni fór þessi þjóðar- ræktun fram í kvikmyndunum. Við munum hann Rick í Casa- blanca. Um leið og maður fer að tjá sig um þann góða mann breytist textinn í hefðbundna íslenska minningargrein: hann var hrjúfur á ytra borði en innra sló heitt hjarta...hann var ekki allra og lét engan segja sér fyrir verkum. Hann var karl- mannsímynd þess tíma, gang- andi sjálfsmynd karla í Banda- ríkjunum þegar þeir voru í þann veginn að fara að taka þátt í seinni heimsstyrjöldinni, þeir upplifðu sig svo að þeir væru tregir en skylduræknir, þyrftu að bjarga heiminum undan ein- ræðisöflunum og gætu því ekki hugsað um eigin hag, gerðu bandalag við lýðræðisríkin í Evrópu, sem var tjáð á ógleym- anlegan hátt í lok myndarinnar þegar Frakkinn og Kaninn labba saman út í þokuna: this is the beginning of a beautiful fri- endship. Hitt er svo önnur saga að hvað sem allri göfginni leið þá varð stríðið Bandaríkja- mönnum ábatasamt og gullöld gekk í garð eftir það. Allt er breytt. Þögli Banda- ríkjamaðurinn varð Þunni Bandaríkjamaðurinn. Ráða- menn í Bandaríkjunum forsmá þennan fyrrum fagra vinskap en fylgja í öllu ráðum Apartheid-manna í Ísrael án þess að séð verði að sú fylgi- spekt skili þeim öðru en hugsan- legum stuðningi Gyðinga heima fyrir. Hafi maður lesið bók sagn- fræðingsins snjalla Barböru Tuchman um Framrás Heimsk- unnar, The march of Folly - from Troy to Vietnam, þar sem hún rekur rangar og furðulegar stjórnvaldsákvarðanir í gegnum mannkynssöguna og sýnir hvernig þar var ævinlega um að ræða sambland af oflæti, van- þekkingu og heimsku ñ þá verð- ur óneitanlega æði margt kunn- uglegt í framgöngu Bush-stjórn- arinnar. En það er í sjónvarpinu sem sjálfsmyndin er. Við sjáum þetta á hverju kvöldi í ótal þátt- um – þeir eru allir eins. Heimil- isfaðirinn er mislukkað eintak hvernig sem á það er litið, í lélegu starfi, latur, gráðugur, feitur, ljótur en fyrst og fremst er hann þó eindreginn vitleys- ingur. Konan hans er til allrar hamingju aðdáunarverð í alla staði, fögur og ráðsnjöll og bjargar því sem bjargað verður þegar heimilisfaðirinn hefur anað út í enn eitt fenið. Einu sinni hélt maður að hér væri yf- irstétt afþreyingariðnaðarins að skemmta sér á kostnað lág- launastéttanna en nú eru farnar að renna á mann tvær grímur. Það er eins og verið sé að segja okkur að þessir eiginleikar hvítra karlmanna séu ekki bara allsráðandi og óhjákvæmilegir heldur beinlínis æskilegir: ég held að þetta sé sjálfsmynd Bandaríkjamanna um þessar mundir og aðferð við að sætta sig við forseta sem virðist því- líkur vitleysingur að hann segist í ræðu í Hvíta húsinu ætla að láta einskis ófreistað við að skaða Bandaríkin. Everybody Loves Raymond: það er eitthvað elskulegt við vit- leysinginn í þessum þáttum, þrátt fyrir græðgi og sérgæsku og ævintýralega vitlausar ákvarðanir loksins þegar tekst að taka af honum snakkið og mjaka honum upp úr sjónvarps- stólnum ñ tja ñ þá finnst öllum vænt um hann og vilja leggja honum lið. Hann er bara svona gerður blessaður, og mæðir náttúrlega mest á konunni að bjarga því sem bjargað verður. Er ekki Tony Blair þessi kona? Hæfileikaríkur og kann að tala eins og hann hafi lesið bók og beri hag annarra fyrir brjósti, glæsilegur og geislandi og hefur það hlutverk að leiða Þunna Bandaríkjamanninn í gegnum þær ógöngur sem hann hefur ratað í. Þetta er allt einn Simpson-þáttur. Óneitanlega virðist George Bush hafa til að bera vitsmuni Hómers Simp- sons, og þótt Tony Blair hafi ekki kandífloss-hár eins og Marge Simpson, þá eru ræðurn- ar hans eins og kandíflossið streymi út um munn hans. Syst- urnar fúlu eru þá Frakkland og Þýskaland, en hlutverk leiðin- lega, réttsýna og sanngjarna fyrirmyndarnágrannans hlýtur John Kerry. Ennþá eru Bandaríkjamenn voldugasta þjóð heims og við höfum í græðgi okkar og skammsýni bundið trúss okkar við þá. Um þessar mundir er þeim stjórnað af óútreiknanleg- um manni sem lætur stjórnast af kæruleysi og skeytingarleysi um staðreyndir, djúpri vanþekk- ingarþrá og staðfastri þröng- sýni. Stundum fyllist maður van- mætti. Stundum líður manni eins og við eigum allt undir Hómer Simpson og dómgreind hans. ■ E f rétt er talið voru um sjötíu þúsund manns samankomin átveimur hátíðum á laugardag; Hinsegin dögum í Reykjavík ogFiskideginum mikla á Dalvík. Fjörutíu þúsund í Reykjavík og þrjátíu þúsund á Dalvík. Þó að meira sé fjallað um Hinsegin daga en fiskihátíð norðanmanna lætur nærri að aðsóknin að fiskihátíðinni sé öllu merkilegri en að há- tíðinni í Reykjavík. Að þrjátíu þúsund manns hafi komið saman í bæjarfélagi sem telur á annað þúsund íbúa er stórmerkilegt. Að sjálf- sögðu er einnig stórmerkilegt að fjörutíu þúsund manns komi saman í miðborg Reykjavíkur. Þetta voru ólíkar hátíðir og haldnar af ólíkum tilfellum en það fólk sem stóð fyrir hátíðunum á það sameiginlegt að vera ekki knúið áfram af von um gróða. Ómögulegt er að sjá hvaða fjárhagslegi ávinningur á að geta skapast af Hinsegin dögum eða fiskihátíðinni. En eflaust er mikill ávinningur af hvoru tveggja, þó hann sé ekki fjárhagslegur. Það segir þá staðreynd að hagur getur orðið af fleiru en peningum. Fyrir homma og lesbíur er sú viðhorfsbreyting sem hefur orðið mikill ávinningur. Fordómar eru blessunarlega á undanhaldi, en þeir hverfa aldrei. Hvorki í garð samkynhneigðra né annarra. Alltaf verð- ur til fólk sem hefur horn í síðu þess sem er frábrugðinn þeim for- dómafulla. Hinsegin dagar hafa eflaust leikið mikið hlutverk í þeirri breytingu sem hefur orðið. Það sýnir sig best þegar boðið er til skemmtunar í Reykjavík. Fjörutíu þúsund mættu og gleði og hamingja var ráðandi. Að sama skapi hafa Dalvíkingar heillað nágranna sína. Það er varla hægt að trúa að þrjátíu þúsund manns hafi komið saman á Dalvík á laugardag og borðað þar tíu tonn af fiski ásamt meðlæti og drykkjum. Og allt ókeypis. Það er mikils virði fyrir sveitarfélag að hafa meðal íbúa fólk sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu til að slíkt verði mögulegt. Ávinningurinn fyrir Dalvík hlýtur fyrst og fremst að vera sérstaklega vinaleg og kær minning í huga þeirra sem þangað koma á fiskidaga. Og aðdáun okkar sem fylgdumst með í fjarlægð. Athygli vekur að engin vandamál virðast hafa komið upp. Engin fíkniefnamál, engar líkamsárásir, engar nauðganir. Bara það besta og fallegasta. Helgina á undan voru samkomur víða um land sem allar, eða flestar, voru auglýstar sem hátíðir. Þar safnast fólk saman dögum og nóttum saman þar sem flestir drekka áfengi hvern dag, aðrir nota önnur fíkniefni í ekki minni mæli, fólk er slegið, konum er nauðgað og allt er þetta gert undir því yfirskyni að fólk sé að skemmta sér á há- tíð. Hátíðir samkynhneigðra og Dalvíkinga eru langtum menningar- legri. Þar kemur fólk saman dagstund, skemmtir sér og nýtur þess að vera saman. Nýtur þess besta. Gróðasjónarmið koma hvergi nærri. Þetta er til fyrirmyndar. ■ 9. ágúst 2004 MÁNUDAGUR MÁL MANNA SIGURJÓN M. EGILSSON Um sjötíu þúsund manns komu saman á Dalvík og í Reykjavík til að gera sér glaðan dag. Þrátt fyrir fjöl- menni var ekkert sem skyggði á samkomurnar. Hinsegin fiskidagur Frá Rick til Hómers ORÐRÉTT Kirkjan og kamrarnir Kirkjan hefur til dæmis ekki verið í takt við samfélagið í þessum málum og er enn ekki tilbúin að gefa samkynhneigt fólk saman á kristilegan hátt þó svo að þeir séu tilbúnir til þess að blessa skip, báta og almenningssalerni. Bisk- upinn er búinn að gera sig að al- gjöru fífli í þessum málum. Felix Bergsson leikari um viðhorf kirkjunnar til samkynhneigðra. DV 7. ágúst 2004. Stolt kirkjunnar Með þessu greinarkorni viljum við benda á að kirkjan er líka stolt af samkynhneigðum og vill ganga með þeim í leitinni að góðu og hamingjuríku lífi. Hún lítur hvorki á það sem óeðlilegt né ónáttúrulegt að laðast kyn- ferðislega að einstaklingi af sama kyni en vill virða og styðja siðferðislega góð sambönd sam- kynhneigðra sem byggja á ást, trúnaði og réttlæti. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Sól- veig Anna Bóasdóttir, guðfræðingar sem þjóna þjóðkirkjunni. Morgunblaðið 7. ágúst 2004. Svona, svona Það er alsiða að listamenn séu ekki metnir að verðleikum á meðan þeir lifa, sérstaklega ef það eru blaðamenn sem meta þá. Tónlistarmaðurinn Lou Reed í viðtali við Árna Matthíasson blaðamann. Morgunblaðið 8. ágúst 2004 FRÁ DEGI TIL DAGS Athygli vekur að engin vandamál virðast hafa komið upp. Engin fíkniefnamál, engar líkams- árásir, engar nauðganir. Bara það besta og fallegasta. Helgina á undan voru samkomur víða um land sem allar, eða flestar, voru auglýstar sem hátíðir. ,, Í DAG ÞUNNI BANDARÍKJAMAÐ- URINN GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Ennþá eru Banda- ríkjamenn voldug- asta þjóð heims og við höf- um í græðgi okkar og skammsýni bundið trúss okkar við þá. Um þessar mundir er þeim stjórnað af óútreiknanlegum manni sem lætur stjórnast af kæruleysi og skeytingarleysi um stað- reyndir, djúpri vanþekkingar- þrá og staðfastri þröngsýni. ,, borgar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.